Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 18. maí 2025 11:30 Það var áfall að sjá Ísrael lenda í öðru sæti Eurovision í gær og hljóta flest atkvæði úr símakosningu. Hvernig getur ríki sem fremur þjóðarmorð fengið svona mörg atkvæði? Er einhver maðkur í mysunni? Það er rétt að taka fram að ég hef ekkert á móti gyðingum og fordæmi öll hryðjuverk, þar með talin hryðjuverk Hamas fyrir hálfu ári síðan. En þó að hryðjuverk séu hryllileg þá er þjóðarmorð margfalt verra, samkvæmt skilgreiningu. Markmið hryðjuverka er að valda ótta og skelfingu (e. terror) en markmið þjóðarmorðs er að útrýma. Það er ekkert sem réttlætir þjóðarmorð, ekki hryðjuverk, ekkert. Trúarbrögð veita heldur engum tilkall til landsvæðis annarra. Mannfallstölurnar tala sínu máli: Rúmlega 1.700 Ísraelar eru látnir og 53.250 Palestínubúar, þar af 80% óbreyttir borgarar og 30% börn. Þrjátíu Palestínubúar eru drepnir fyrir hvern Ísraela. Valdaójafnvægið er gífurlegt, enda veita Bandaríkin Ísrael mikla hernaðaraðstoð. Hvernig getur Ísrael hlotið svona góða kosningu í söngvakeppni sem ætti að vera um ást, ást, frið, frið, eins og Svíar orðuðu það árið 2016? Fjármagn hlýtur að spila inn í, til dæmis er stærsti bakhjarl keppninnar, Moroccanoil, ísraelskt fyrirtæki. Sá sem styður Ísrael í blindni hikar varla við að kjósa Ísrael 20 sinnum á meðan þau sem fordæma þjóðarmorðið sniðganga keppnina. Þá hef ég heyrt að Ísrael hafi auglýst lagið sitt í öðrum löndum. Auðvitað hefði átt að víkja Ísrael úr keppninni en fyrst það gekk ekki, hvað er þá til bragðs að taka? Hvað getur Ísland gert til að styðja Palestínu annað en að fordæma þessi þjóðarmorð? Gætum við hjálpað Palestínu að ganga í Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og boðist til að fjármagna og skipuleggja þátttöku þeirra í Eurovision? Eitt er víst að með þátttöku sinni í Eurovision hvítþvær Ísrael sig af þjóðarmorðinu á Gaza og það sárvantar mótvægi við því. Höfundur er umhverfisverkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Eurovision 2025 Palestína Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það var áfall að sjá Ísrael lenda í öðru sæti Eurovision í gær og hljóta flest atkvæði úr símakosningu. Hvernig getur ríki sem fremur þjóðarmorð fengið svona mörg atkvæði? Er einhver maðkur í mysunni? Það er rétt að taka fram að ég hef ekkert á móti gyðingum og fordæmi öll hryðjuverk, þar með talin hryðjuverk Hamas fyrir hálfu ári síðan. En þó að hryðjuverk séu hryllileg þá er þjóðarmorð margfalt verra, samkvæmt skilgreiningu. Markmið hryðjuverka er að valda ótta og skelfingu (e. terror) en markmið þjóðarmorðs er að útrýma. Það er ekkert sem réttlætir þjóðarmorð, ekki hryðjuverk, ekkert. Trúarbrögð veita heldur engum tilkall til landsvæðis annarra. Mannfallstölurnar tala sínu máli: Rúmlega 1.700 Ísraelar eru látnir og 53.250 Palestínubúar, þar af 80% óbreyttir borgarar og 30% börn. Þrjátíu Palestínubúar eru drepnir fyrir hvern Ísraela. Valdaójafnvægið er gífurlegt, enda veita Bandaríkin Ísrael mikla hernaðaraðstoð. Hvernig getur Ísrael hlotið svona góða kosningu í söngvakeppni sem ætti að vera um ást, ást, frið, frið, eins og Svíar orðuðu það árið 2016? Fjármagn hlýtur að spila inn í, til dæmis er stærsti bakhjarl keppninnar, Moroccanoil, ísraelskt fyrirtæki. Sá sem styður Ísrael í blindni hikar varla við að kjósa Ísrael 20 sinnum á meðan þau sem fordæma þjóðarmorðið sniðganga keppnina. Þá hef ég heyrt að Ísrael hafi auglýst lagið sitt í öðrum löndum. Auðvitað hefði átt að víkja Ísrael úr keppninni en fyrst það gekk ekki, hvað er þá til bragðs að taka? Hvað getur Ísland gert til að styðja Palestínu annað en að fordæma þessi þjóðarmorð? Gætum við hjálpað Palestínu að ganga í Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og boðist til að fjármagna og skipuleggja þátttöku þeirra í Eurovision? Eitt er víst að með þátttöku sinni í Eurovision hvítþvær Ísrael sig af þjóðarmorðinu á Gaza og það sárvantar mótvægi við því. Höfundur er umhverfisverkfræðingur
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar