Strawberries-málið ekki fyrir Hæstarétt Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál Viðars Márs Friðfinnssonar, fyrrverrandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Óskað var eftir leyfi til þess að skjóta málinu til Hæstaréttar. Innlent 15. nóvember 2018 07:49
Júlíus Vífill telur að skrif og stjórnmálaþátttaka rannsakandans hafi litað rannsókn á meintu peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaskoðanir og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar á máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. Innlent 13. nóvember 2018 12:30
Már upptekinn í útlöndum Már Guðmundsson seðlabankastjóri getur ekki veitt viðtöl þar sem hann fundar nú með öðrum seðlabankastjórum á fundi Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Innlent 13. nóvember 2018 07:00
Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. Innlent 12. nóvember 2018 13:19
Lögreglan læri meira af því liðna segir verjandi Verjandi í gagnaversmálinu segir lögregluna eiga eftir að læra af Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Hann fékk sjálfur stöðu sakbornings. Saksóknari vísar gagnrýni verjenda á bug og segir þá fara með dylgjur og ósannaðar staðhæfingar. Innlent 10. nóvember 2018 09:00
„Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Má Guðmundsson sekan um refsivert athæfi. Innlent 9. nóvember 2018 12:30
Skýringar smyglara á kókaíni í nærbuxunum „afar fjarstæðukendar“ Tveir Litháar hafa verið dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innfluttningi á um 700 grömmum af kókaíni hingað til lands. Dómara þótti skýringar annars mannsins á því hvernig efnin rötuðu í hendur hans "afar fjarstæðukenndar“. Innlent 7. nóvember 2018 17:34
Sakaður um tvær nauðganir á nokkrum klukkustundum Karlmaður sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir nauðgun með því að hafa fyrst aðfaranótt og síðan að morgni sunnudagsins 11. janúar 2015 haft samræði við konu án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ólögmætri nauðung. Innlent 7. nóvember 2018 09:15
Kröfu Ólafs hafnað af Hæstarétti Hæstiréttur hefur hafnað kröfu Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi hluthafa í Kaupþingi, þess efnis að Vilhjálmur Vilhjálmsson landsréttardómari víki sæti í máli þess fyrrnefnda fyrir réttinum. Innlent 6. nóvember 2018 14:41
Grunaður um nauðgun á salerninu á Hressó Erlendur karlmaður er sakaður um að hafa nauðgað konu á veitingastaðnum Hressó í Austurstræti aðfaranótt Valentínusardagsins þann 14. febrúar 2016. Innlent 6. nóvember 2018 09:15
Lagði til atlögu með hnífsblaði í krepptum hnefa Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaður um tilraun til manndráps lagði til atlögu að fórnarlambinu með hnífsblaði í krepptum hnefa. Fórnarlambið hlaut alls tíu stungusár. Innlent 5. nóvember 2018 11:03
Ákærður fyrir brot gegn barnungri stjúpdóttur Karlmaður sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu yfir tveggja ára tímabil. Stúlkan var á grunnskólaaldri þegar meint brot áttu sér stað fyrir þremur til fimm árum. Innlent 5. nóvember 2018 09:15
Blaðamaður Stundarinnar sýknaður í ærumeiðingarmáli Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms þar sem blaðamaður á Stundinni var sýknaður af kröfum fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine um ærumeiðingar í dag. Innlent 2. nóvember 2018 18:24
Sagður hafa ekið barni á afvikinn stað og nauðgað Karlmanni er gefið að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni fyrir að hafa kvöld eitt fyrr á árinu ekið með stúlku undir lögaldri á afvikinn stað og brotið gróflega á henni. Innlent 2. nóvember 2018 12:45
Einn „grjótharður“ ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Brotaþoli fer fram á 3,5 milljónir í bætur. Innlent 2. nóvember 2018 09:45
Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. Innlent 2. nóvember 2018 07:30
Fara fram á heimild til áfrýjunar í lögbannsmálinu gegn Stundinni Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo hefur farið fram á heimild Hæstaréttar til áfrýjunnar í lögbannsmáli félagsins gegn Stundinni. Lögbannið hefur verið á í meira en eitt ár. Innlent 1. nóvember 2018 18:17
Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. Innlent 1. nóvember 2018 09:15
Braut á stjúpdóttur sinni eftir að hafa leitað ítrekað að stjúpfeðginaklámi Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða stúpdóttur sinni. Innlent 31. október 2018 14:00
Ákærður fyrir að brjóta gegn 14 ára stúlku Foreldri gerir einkaréttarkröfu fyrir hönd stúlkunnar um greiðslu miskabóta að upphæð tvær og hálf milljón króna auk vaxta- og málskostnaðar Innlent 30. október 2018 16:41
Sýknaður af því að hafa hótað fjölskyldu hefndaraðgerðum í strætó Landsréttur hefur sýknað Kúrda af því að hafa hótað flóttafjölskyldu sem hann kom ólöglega hingað til lands því að þau þyrftu að breyta framburði sínum hjá lögreglu vegna yfirvofandi fangelsivistar mannsins. Innlent 30. október 2018 10:45
Sá þriðji neitar sök í Icelandair-málinu Kristján Georg Jósteinsson neitaði sök þegar þinghaldi var framhaldið í Icelandar-innherjasvikamálinu svokallaða. Viðskipti innlent 30. október 2018 10:30
Nuddari ákærður fyrir nauðgun Nuddari á suðvesturhorninu hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að nauðga skjólstæðingi sínum. Innlent 30. október 2018 09:30
Í gæsluvarðhald grunaður um á þriðja tug brota Lögreglan telur manninn hafa einbeittan brotavilja enda virðist vera "lítið lát á brotastarfsemi hans.“ Innlent 30. október 2018 09:00
Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. Innlent 29. október 2018 16:04
Ákærðar fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins. Innlent 29. október 2018 14:50
Vildi að eigandinn myndi sanna að ekki hafi verið kveikt í bát sem brann á miðunum Tryggingarfélagið Vörður er bótaskylt vegna tjóns sem varð á hraðfiskibát er hann brann og sökk til botns þann 9. júlí 2013. Tryggingarfélagið vildi meina að sá sem var um borð í bátnum hafi vísvitandi lagt eld að bátnum og bæri félagið því ekki ábyrgð á því tjóni sem varð. Innlent 29. október 2018 11:30
Dómaramálið fær flýtimeðferð Um er að ræða kæru fjögurra umsækjenda sem dómsmálaráðherra skipaði ekki í Landsrétt þótt þeir hefðu verið á fimmtán manna lista hæfisnefndar yfir umsækjendur. Innlent 27. október 2018 07:30
Dæmdur fyrir að káfa á leigubílstjóra Áreitti kvenkyns leigubílstjóra á Þjóðhátíð í Eyjum 2015. Innlent 27. október 2018 07:00
Hnífar og sverð á heimili parsins sem játar að hluta kynferðisbrot gegn börnum sínum Maðurinn er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni rúmlega 800 ljósmyndir og 29 myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan hátt Innlent 26. október 2018 15:53