Vissi ekki af áformum útgerðarfélaganna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2020 19:44 Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af áformum fimm útgerðarfélaga, um að draga kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka, þegar hann lét hörð orð falla um kröfur félaganna á Alþingi fyrr í vikunni. Hann fagnar ákvörðun útgerðarfélaganna um að falla frá kröfum sínum. Á þingfundi á þriðjudaginn voru ráðherrar harðorðir í garð þeirra sjö útgerðarfyrirtækja sem gert höfðu kröfur upp á rúma tíu milljarða á hendur ríkinu vegna skaða sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar makrílkvóta. Sjá einnig: Útgerðin fái reikninginn, ekki skattgreiðendur Daginn eftir barst yfirlýsing frá fimm útgerðarfélaganna þar sem því er lýst yfir að þau dragi kröfur sínar til baka. Í Morgunblaðinu í gær sagði stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja, að gagnrýni ráðherranna hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun félagsins um að falla frá kröfum sínum. Stjórn félagsins hafi á þriðjudaginn fallist á ósk aðaleiganda félagsins sem barst deginum áður um að hætta við málshöfðunina. Einum ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið greint frá þeirri ákvörðun. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, vekur athygli á þessu á Facebook í dag þar sem hún gefur sér, að sökum þessa, hafi ríkisstjórnin haft vitneskju um málið. áður en þau fluttu ræður sínar á Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, segist ekki hafa haft vitneskju um áform fyrirtækjanna. „Ég hafði ekki haft neinar spurnir af því. Ég hafði hins vegar heyrt mikla gagnrýni og ég veit að sú gagnrýni hafði verið viðvarandi í langan tíma og allir þeir sem áttu hlutdeild að þessari málssókn vissu af þeirri gagnrýni,“ segir Bjarni. Honum þyki ánægjulegt að félögin hafi fallið frá kröfum sínum. „Ég vonast til þess að það verði endalok þessarar skaðabótakröfu. Menn sýndu fram á að lögum hefði ekki verið fylgt og það er útaf fyrir sig alvarlegt mál en mér fannst engin sanngirni í því að það gæti endað með skaðabótakröfu úr ríkissjóði fyrir þessum fjárhæðum. Það fannst mér bara alls ekki geta gengið upp.“ Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af áformum fimm útgerðarfélaga, um að draga kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka, þegar hann lét hörð orð falla um kröfur félaganna á Alþingi fyrr í vikunni. Hann fagnar ákvörðun útgerðarfélaganna um að falla frá kröfum sínum. Á þingfundi á þriðjudaginn voru ráðherrar harðorðir í garð þeirra sjö útgerðarfyrirtækja sem gert höfðu kröfur upp á rúma tíu milljarða á hendur ríkinu vegna skaða sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar makrílkvóta. Sjá einnig: Útgerðin fái reikninginn, ekki skattgreiðendur Daginn eftir barst yfirlýsing frá fimm útgerðarfélaganna þar sem því er lýst yfir að þau dragi kröfur sínar til baka. Í Morgunblaðinu í gær sagði stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja, að gagnrýni ráðherranna hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun félagsins um að falla frá kröfum sínum. Stjórn félagsins hafi á þriðjudaginn fallist á ósk aðaleiganda félagsins sem barst deginum áður um að hætta við málshöfðunina. Einum ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið greint frá þeirri ákvörðun. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, vekur athygli á þessu á Facebook í dag þar sem hún gefur sér, að sökum þessa, hafi ríkisstjórnin haft vitneskju um málið. áður en þau fluttu ræður sínar á Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, segist ekki hafa haft vitneskju um áform fyrirtækjanna. „Ég hafði ekki haft neinar spurnir af því. Ég hafði hins vegar heyrt mikla gagnrýni og ég veit að sú gagnrýni hafði verið viðvarandi í langan tíma og allir þeir sem áttu hlutdeild að þessari málssókn vissu af þeirri gagnrýni,“ segir Bjarni. Honum þyki ánægjulegt að félögin hafi fallið frá kröfum sínum. „Ég vonast til þess að það verði endalok þessarar skaðabótakröfu. Menn sýndu fram á að lögum hefði ekki verið fylgt og það er útaf fyrir sig alvarlegt mál en mér fannst engin sanngirni í því að það gæti endað með skaðabótakröfu úr ríkissjóði fyrir þessum fjárhæðum. Það fannst mér bara alls ekki geta gengið upp.“
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira