Eiríkur á Omega vill ekki tjá sig um meint peningaþvætti og skattsvik Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2020 10:52 Eiríkur auglýsir eftir nýjum stuðningsaðilum í þætti á sjónvarpsstöðinni Omega. Honum er gefið að sök í ákæru að hafa svikið undan skatti og að persónulegur ávinningur hans vegna þess séu rúmar 36 milljónir. Eiríkur Sigurbjörnsson, sem ætíð er kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot, eins og segir í ákæru héraðssaksóknara, gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Í ákæru kemur fram að persónulegur ávinningur hans af brotunum sé 36 milljónir. Eiríkur hyggst ekki tjá sig um ákæruna. Að sögn lögmanns hans, Jóns Arnar Árnasonar, vill hann njóta þeirrar stöðu sakbornings að teljast saklaus uns sekt sannast. En um er að ræða tvöfalda málsmeðferð, bæði gagnvart skattinum en þar hefur ekki verið farið fram á endurákvörðun og svo gagnvart ákæruvaldinu. Eiríkur er þannig að berjast á tveimur vígstöðvum en að sama skapi má búast má við því að málinu ljúki fyrr, eða sem því nemur. Persónulegar úttektir sem nema 67 milljónum Í ákærunni er Eiríki gefið það að sök að hafa talið rangt fram vegna áranna 2011 til 2016. Þá með þeim hætti að hafa sleppt því að telja fram á skattframtölum sínum annars vegar persónulegar úttektir að fjárhæð rúmlega 67 milljónum króna sem Eiríkur hafði afnot af og skuldfærðust af bankareikningi Gospel Channel Evrópa ohf. hjá DNB banka í Noregi. Hins vegar úttektir Eiríks samkvæmt viðskiptareikningi hans hjá Global Mission Network ehf. sem nema tæpum 11,5 milljónum króna. Úr ákærunni sem gefin hefur verið út á hendur Eiríki. „Með framangreindu vantaldi ákærði tekjur samtals að fjárhæð 78.593.465 krónur og komst undan greiðslu tekjuskatts og útsvars að fjárhæð 36.298.184 krónum“. Að sögn Jóns Arnars lögmanns verður málið þingfest á fimmtudaginn en ekki liggur fyrir hvenær málið verður flutt. Global Mission Network gjaldþrota Vísir greindi frá því desember 2018 að félagið Global Mission Network ehf., sem kemur að rekstri kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega og er í eigu sjónvarpsstjórans Eiríks Sigurbjörnssonar, hafi þá verið tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu var félagið úrskurðað gjaldþrota 14. nóvember og skiptastjóri skipaður yfir þrotabúið. Samkvæmt ársreikningi frá árinu 2017 var starfsemi félagsins rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Félagið skilaði 2,5 milljónum króna í hagnað í fyrra, 5,5 milljónum árið áður og nam eigið fé í fyrra tæpum tólf milljónum. Félagið hafði þá 79 milljónir í tekjur. Biðja Guð að senda nýja stuðningsaðila „Það hefur verið mikið óveður í kringum okkur núna undanfarnar vikur, aftur og aftur kemur óveður,“ segir Guðmundur Örn Ragnarsson, prestur og þáttastjórnandi á Omega í þætti hans og Eiríks á Omega fyrir tveimur vikum. Og nefnir að sjónvarpsstöðin hafi nú verið við lýði í 28 ár. Guðmundur Örn, prestur og þáttastjórnandi á Omega biður Guð að senda sjónvarpsstöðinni nýja stuðningsaðila. „Nú virðist vera vá fyrir dyrum hjá sjónvarpsstöðinni Omega. Það verður erfiðara og erfiðara. Stuðningsaðilarnir, þeim hefur fækkað,“ segir Guðmundur Örn og varar við óttanum. Sem felst í spurningunni hvort allt sé að fara í vaskinn. „Ef við fáum ekki fleiri stuðningsaðila, hvað gerist þá með sjónvarpsstöðina?“ Guðmundur Örn segir að það sé búið að sá í hjörtu mannanna og nú vanti bara regnið. „Til að vökva það sæði sem sáð hefur verið hér í 28 ár. Það er undir Guði komið. Ef það koma nýjir stuðningsaðilar sem við þurfum á að halda og við biðjum Guð að senda okkur.“ Skattar og tollar Dómsmál Fjölmiðlar Trúmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Eiríkur Sigurbjörnsson, sem ætíð er kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot, eins og segir í ákæru héraðssaksóknara, gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Í ákæru kemur fram að persónulegur ávinningur hans af brotunum sé 36 milljónir. Eiríkur hyggst ekki tjá sig um ákæruna. Að sögn lögmanns hans, Jóns Arnar Árnasonar, vill hann njóta þeirrar stöðu sakbornings að teljast saklaus uns sekt sannast. En um er að ræða tvöfalda málsmeðferð, bæði gagnvart skattinum en þar hefur ekki verið farið fram á endurákvörðun og svo gagnvart ákæruvaldinu. Eiríkur er þannig að berjast á tveimur vígstöðvum en að sama skapi má búast má við því að málinu ljúki fyrr, eða sem því nemur. Persónulegar úttektir sem nema 67 milljónum Í ákærunni er Eiríki gefið það að sök að hafa talið rangt fram vegna áranna 2011 til 2016. Þá með þeim hætti að hafa sleppt því að telja fram á skattframtölum sínum annars vegar persónulegar úttektir að fjárhæð rúmlega 67 milljónum króna sem Eiríkur hafði afnot af og skuldfærðust af bankareikningi Gospel Channel Evrópa ohf. hjá DNB banka í Noregi. Hins vegar úttektir Eiríks samkvæmt viðskiptareikningi hans hjá Global Mission Network ehf. sem nema tæpum 11,5 milljónum króna. Úr ákærunni sem gefin hefur verið út á hendur Eiríki. „Með framangreindu vantaldi ákærði tekjur samtals að fjárhæð 78.593.465 krónur og komst undan greiðslu tekjuskatts og útsvars að fjárhæð 36.298.184 krónum“. Að sögn Jóns Arnars lögmanns verður málið þingfest á fimmtudaginn en ekki liggur fyrir hvenær málið verður flutt. Global Mission Network gjaldþrota Vísir greindi frá því desember 2018 að félagið Global Mission Network ehf., sem kemur að rekstri kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega og er í eigu sjónvarpsstjórans Eiríks Sigurbjörnssonar, hafi þá verið tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu var félagið úrskurðað gjaldþrota 14. nóvember og skiptastjóri skipaður yfir þrotabúið. Samkvæmt ársreikningi frá árinu 2017 var starfsemi félagsins rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Félagið skilaði 2,5 milljónum króna í hagnað í fyrra, 5,5 milljónum árið áður og nam eigið fé í fyrra tæpum tólf milljónum. Félagið hafði þá 79 milljónir í tekjur. Biðja Guð að senda nýja stuðningsaðila „Það hefur verið mikið óveður í kringum okkur núna undanfarnar vikur, aftur og aftur kemur óveður,“ segir Guðmundur Örn Ragnarsson, prestur og þáttastjórnandi á Omega í þætti hans og Eiríks á Omega fyrir tveimur vikum. Og nefnir að sjónvarpsstöðin hafi nú verið við lýði í 28 ár. Guðmundur Örn, prestur og þáttastjórnandi á Omega biður Guð að senda sjónvarpsstöðinni nýja stuðningsaðila. „Nú virðist vera vá fyrir dyrum hjá sjónvarpsstöðinni Omega. Það verður erfiðara og erfiðara. Stuðningsaðilarnir, þeim hefur fækkað,“ segir Guðmundur Örn og varar við óttanum. Sem felst í spurningunni hvort allt sé að fara í vaskinn. „Ef við fáum ekki fleiri stuðningsaðila, hvað gerist þá með sjónvarpsstöðina?“ Guðmundur Örn segir að það sé búið að sá í hjörtu mannanna og nú vanti bara regnið. „Til að vökva það sæði sem sáð hefur verið hér í 28 ár. Það er undir Guði komið. Ef það koma nýjir stuðningsaðilar sem við þurfum á að halda og við biðjum Guð að senda okkur.“
Skattar og tollar Dómsmál Fjölmiðlar Trúmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?