Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 12:02 Skúli Gunnar Sigfússon og Sveinn Andri Sveinsson hafa marga hildi háð í dómsölum landsins. Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. Niðurstaðan sýni enn á ný fram á„handarbaksvinnubrögð Sveins Andra.“ Málið lítur að rekstri félagsins EK 1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Störf Sveins Andra fyrir þrotabú þess hafa reglulega verið fjölmiðlamatur í gegnum tíðina, ekki síst vegna skrifa fyrrnefnds Skúla. Hann hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. Málinu sem héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá í gær var til komið vegna ákæru héraðssaksóknara sem gefin var út í nóvember síðastliðnum. Þar var Skúla gefið að sök að hafa millifært af bankareikningum EK 1923 í aðdraganda gjaldþrots félagsins í september árið 2016. Fyrrverandi framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla, þeir Guðmundur Hjaltason og Guðmundur Sigurðsson, voru einnig ákærðir. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Sveinn Andi hafi hins vegar ekki getað upp á sitt einsdæmi lagt fram kæru í umræddu máli og því hafi lagaskilyrði fyrir útgáfu ákærunnar ekki verið til staðar. Sakarkostnaður var felldur á ríkissjóði, sem og þóknun verjenda sem var ákvörðuð 10 milljónir króna. Sjá einnig: „Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Þeir Skúli og Sveinn hafa marga hildi háð í dómsölum síðustu misseri. Þannig var Sveini Andra gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna, alla þá þóknun sem hann sem skiptastjóri búsins á að hafa ráðstafað til síns sjálfs af eignum þrotabúsins, án þess þó að hafa til þess heimild. Í samtali við Vísi sagðist Sveinn Andri „að sjálfsögðu“ eiga fyrir því. Þá lagði Skúli skiptastjórann aftur í upphafi marsmánaðar. Félag Skúla, Sjöstjarnan, hafði í héraði verið gert að greiða þrotabúi EK 1923 rúmlega 400 milljónir króna. Landsréttur taldi þó að Sjöstjarnan þyrfti þó aðeins að standa skil á greiðslu upp á 21 milljón auk þess að fella kyrrsetningu eigna úr gildi. Sanni „handarbaksvinnubrögð“ „Þetta er í annað sinn á fáum vikum sem í ljós koma handarbaksvinnubrögð Sveins Andra sem skiptastjóra þrotabúsins, en í síðasta mánuði tapaði þrotabúið í öllum meginatriðum máli gegn Sjöstjörnunni ehf., félags í eigu undirritaðs,“ skrifar Skúli Gunnar því eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær og vísar til málsins hér að ofan. Skúli segir að sama skapi að nú sé beðið niðurstöðu héraðsdóms um hvort að víkja beri Sveini Andra frá sem skiptastjóra. „Sveinn Andri hefur tafið það dómsmál með því að kæra dómara málsins til nefndar um dómarastörf. Auk þess hefur Sveinn Andri krafist þess að dómarinn verði úrskurðaður vanhæfur, enda hljóti honum að vera persónulega í nöp við sig þar sem hann hefur ekki úrskurðað í samræmi við kröfur Sveins Andra.“ Dómsmál Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. Niðurstaðan sýni enn á ný fram á„handarbaksvinnubrögð Sveins Andra.“ Málið lítur að rekstri félagsins EK 1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Störf Sveins Andra fyrir þrotabú þess hafa reglulega verið fjölmiðlamatur í gegnum tíðina, ekki síst vegna skrifa fyrrnefnds Skúla. Hann hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. Málinu sem héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá í gær var til komið vegna ákæru héraðssaksóknara sem gefin var út í nóvember síðastliðnum. Þar var Skúla gefið að sök að hafa millifært af bankareikningum EK 1923 í aðdraganda gjaldþrots félagsins í september árið 2016. Fyrrverandi framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla, þeir Guðmundur Hjaltason og Guðmundur Sigurðsson, voru einnig ákærðir. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Sveinn Andi hafi hins vegar ekki getað upp á sitt einsdæmi lagt fram kæru í umræddu máli og því hafi lagaskilyrði fyrir útgáfu ákærunnar ekki verið til staðar. Sakarkostnaður var felldur á ríkissjóði, sem og þóknun verjenda sem var ákvörðuð 10 milljónir króna. Sjá einnig: „Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Þeir Skúli og Sveinn hafa marga hildi háð í dómsölum síðustu misseri. Þannig var Sveini Andra gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna, alla þá þóknun sem hann sem skiptastjóri búsins á að hafa ráðstafað til síns sjálfs af eignum þrotabúsins, án þess þó að hafa til þess heimild. Í samtali við Vísi sagðist Sveinn Andri „að sjálfsögðu“ eiga fyrir því. Þá lagði Skúli skiptastjórann aftur í upphafi marsmánaðar. Félag Skúla, Sjöstjarnan, hafði í héraði verið gert að greiða þrotabúi EK 1923 rúmlega 400 milljónir króna. Landsréttur taldi þó að Sjöstjarnan þyrfti þó aðeins að standa skil á greiðslu upp á 21 milljón auk þess að fella kyrrsetningu eigna úr gildi. Sanni „handarbaksvinnubrögð“ „Þetta er í annað sinn á fáum vikum sem í ljós koma handarbaksvinnubrögð Sveins Andra sem skiptastjóra þrotabúsins, en í síðasta mánuði tapaði þrotabúið í öllum meginatriðum máli gegn Sjöstjörnunni ehf., félags í eigu undirritaðs,“ skrifar Skúli Gunnar því eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær og vísar til málsins hér að ofan. Skúli segir að sama skapi að nú sé beðið niðurstöðu héraðsdóms um hvort að víkja beri Sveini Andra frá sem skiptastjóra. „Sveinn Andri hefur tafið það dómsmál með því að kæra dómara málsins til nefndar um dómarastörf. Auk þess hefur Sveinn Andri krafist þess að dómarinn verði úrskurðaður vanhæfur, enda hljóti honum að vera persónulega í nöp við sig þar sem hann hefur ekki úrskurðað í samræmi við kröfur Sveins Andra.“
Dómsmál Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira