Hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðislega áreitni í rútu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2020 19:00 Það var talið dæmda til refsiþyngingar að áreitnin hefði valdið brotaþola andlegum erfiðleikum. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fólst áreitnin í því að hann strauk brjóst skólasystur sinnar, greip um þau, strauk innanvert læri hennar og lagði hönd á klof hennar. Brotið átti sér stað í rútu sem ók frá Skeifunni og niður í miðborg Reykjavíkur, aðfaranótt 25. nóvember 2017, en dæmdi og brotaþoli voru bæði háskólastúdentar á þeim tíma. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en auk þess að sæta skilorðsbundnum tveggja mánaða fangelsisdómi, var manninum gert að greiða brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur, að viðbættum vöxtum og dráttarvöxtum. Dæmda var einnig gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Í dómi héraðsdóms segir að dæmdi hafi skýlaust játað fyrir dómi alla þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Eins var litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur við refsilög og að hann hefði fengið áminningu innan háskóla síns vegna málsins. „Þá verður ráðið af málsgögnum og framkomu ákærða fyrir dómi að hann iðrist mjög gjörða sinna og verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar,“ segir einnig í dóminum. Þó var það talið dæmda til refsiþyngingar að brotaþoli hefði tekið áreitnina afar nærri sér, og hún valdið henni andlegum erfiðleikum, eftir því sem ráðið varð af greinargerðum sálfræðinga. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir fundi utanríkismálanefndar vegna heimsóknarinnar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Spá þoku fyrir norðan og austan Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Sjá meira
Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fólst áreitnin í því að hann strauk brjóst skólasystur sinnar, greip um þau, strauk innanvert læri hennar og lagði hönd á klof hennar. Brotið átti sér stað í rútu sem ók frá Skeifunni og niður í miðborg Reykjavíkur, aðfaranótt 25. nóvember 2017, en dæmdi og brotaþoli voru bæði háskólastúdentar á þeim tíma. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en auk þess að sæta skilorðsbundnum tveggja mánaða fangelsisdómi, var manninum gert að greiða brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur, að viðbættum vöxtum og dráttarvöxtum. Dæmda var einnig gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Í dómi héraðsdóms segir að dæmdi hafi skýlaust játað fyrir dómi alla þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Eins var litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur við refsilög og að hann hefði fengið áminningu innan háskóla síns vegna málsins. „Þá verður ráðið af málsgögnum og framkomu ákærða fyrir dómi að hann iðrist mjög gjörða sinna og verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar,“ segir einnig í dóminum. Þó var það talið dæmda til refsiþyngingar að brotaþoli hefði tekið áreitnina afar nærri sér, og hún valdið henni andlegum erfiðleikum, eftir því sem ráðið varð af greinargerðum sálfræðinga.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir fundi utanríkismálanefndar vegna heimsóknarinnar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Spá þoku fyrir norðan og austan Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Sjá meira