Fréttir Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Péturs Jökuls Jónassonar um áfrýjunarleyfi vegna átta ára fangelsisdóm Landsréttar yfir honum. Hann taldi að vísa ætti ákæru í málinu frá vegna óskýrleika. Hæstiréttur var ósammála. Innlent 3.7.2025 11:28 Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu vegna lokunar þjónustumiðstöðvar Sjúkratrygginga á föstudögum. Innlent 3.7.2025 10:54 Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sent refsiréttarnefnd bréf þar sem hún fer þess á leit við nefndina að athuga hvort tilefni sé til að endurskoða ákvæði almennra hegningarlaga sem varða líkamsárásir. Innlent 3.7.2025 10:53 Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Fjölda flugferða hefur verið aflýst vegna verkfallsaðgerða í Frakklandi en áhrifin eru sögð munu teygja sig víðar um Evrópu. Ryanair hefur aflýst 170 flugferðum, sem munu hafa áhrif á um 30 þúsund farþega, að sögn félagsins. Erlent 3.7.2025 10:33 Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var gagnrýnd á samfélagsmiðlum í gær fyrir að vera með bókaðan tíma í golf um miðjan dag á þingtíma. Hún segist ekki hafa getað nýtt sér tímann í gær en ætli níu holur klukkan 9:30 í dag. Innlent 3.7.2025 10:32 Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Nafn dansks samsæriskenningasinna um kórónuveirufaraldurinn kemur fyrir í skjölum rússnesks sjóðs sem fjármagnar upplýsingahernað stjórnvalda í Kreml gegn Evrópu. Maðurinn hefur meðal annars boðið sig fram fyrir öfgahægriflokk og hlotið dóm fyrir að hóta ráðherra. Erlent 3.7.2025 09:54 Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnvöld í ríkinu Kerala á Indlandi hafa neyðst til að verja þá ákvörðun sína að hefja Zúmba kennslu í skólum, eftir mótmæli ýmissa trúarhópa. Erlent 3.7.2025 08:23 Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð þeirra til Reims í Frakklandi í júní. En ekkert varð úr skólaheimsókninni enda var þeim ekki boðið. Innlent 3.7.2025 08:02 Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Tæplega tvöþúsund íbúum á grísku eyjunni Krít hefur verið gert að yfirgefa heimili sín en þar brenna nú gróðureldar stjórnlaust á stóru svæði. Erlent 3.7.2025 07:48 „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Atkvæðagreiðsla um hvort taka eigi „stóra og fallega frumvarp“ Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir í fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur nú staðið yfir í nokkrar klukkstundir. Erlent 3.7.2025 07:21 Skúrir á víð og dreif Úrkomusvæði gekk yfir landið og því rigndi nokkuð víða í gærkvöldi og í nótt. Vindur verður með hægasta á móti. Veður 3.7.2025 07:11 Combs áfram í gæsluvarðhaldi Tónlistarmaðurinn Sean Combs situr enn í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið fundinn sekur um tvo ákæruliði af fimm af kviðdómi í New York í gær. Erlent 3.7.2025 06:57 Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Barn á hjóli slasaðist lítillega í Hafnarfirði í gær þegar ekið var á það. Þá var maður handtekinn fyrir að ganga berserksgang í sveitarfélaginu og einstaklingi í annarlegu ástandi vísað burtu af veitingastað. Innlent 3.7.2025 06:22 Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Læknanemar segja fullyrðingar fjármálaráðuneytisins rangar og hvetja það til að kynna sér launamál sín betur og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum. Innlent 2.7.2025 23:48 Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Umræðan um veiðigjaldafrumvarpið er nú orðin sú næstlengsta frá árinu 1991 eftir að hafa tekið fram úr umræðunni um Icesave-ábyrgðina frá 2010. Veiðigjöldin hafa nú verið rædd í ríflega 136 klukkustundir og narta í hælana á þriðja orkupakkanum. Innlent 2.7.2025 23:02 Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. Innlent 2.7.2025 22:33 Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Sautján ára drengur lést í dag á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu á Sjálandi. Hann hafði farið að njóta góða veðursins við bakka Himmelsøen sem liggur rétt utan við hátíðarsvæðið og drukknaði. Erlent 2.7.2025 22:14 Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Bryan Kohberger hefur játað að hafa myrt fjóra herbergisfélaga í Idaho árið 2022. Það gerði hann til að komast hjá því að fá dauðarefsingu. Réttarhöld yfir Kohberger áttu að hefjast í ágúst. Erlent 2.7.2025 21:32 Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Náttúruverndarsamtökin Landvernd gagnrýna fyrirhugaðar skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk. Þau telja útivistargildið verðmætasta þátt svæðisins og segja langan veg frá því að lokanir eins og Veitur stefni að geti talist nauðsynlegar. Innlent 2.7.2025 21:00 Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. Innlent 2.7.2025 20:14 Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. Innlent 2.7.2025 20:05 Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. Innlent 2.7.2025 19:45 Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum. Innlent 2.7.2025 18:59 Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Össur Skarphéðinsson segir að framámenn í sögu Sjálfstæðisflokksins á borð við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson eldri myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið. Innlent 2.7.2025 18:41 Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Franska konan og eiginmaður hennar og dóttir sem hún er grunuð um að hafa banað sendu fjölskyldu sinni póst sem innihélt þrjár erfðaskrár. Eignir upp á rúman milljarð króna eiga að hafa verið taldar þar upp. Innlent 2.7.2025 18:25 Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Dökk mynd er dregin upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu. Viðvarandi mönnunarvandi og lausatök í rekstri eru einkennandi. Mörg hundruð sjúkraliða vantar til starfa og formaður stéttarfélags þeirra er hræddur um að allt fari hreinlega í skrúfuna verði ekki brugðist við. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.7.2025 18:01 Jimmy Swaggart allur Jimmy Swaggart sjónvarpsprédikari er látinn níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála. Erlent 2.7.2025 17:51 „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal. Innlent 2.7.2025 16:55 Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík segir að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túni við Sóleyjarima í Grafarvogi tengist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hafi ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu eða deilur við Grafarvogsbúa um þéttingaráform að gera. Innlent 2.7.2025 16:48 Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði til nýtt markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90 prósent fyrir árið 2040 í dag. Umdeilt ákvæði um að ríki geti greitt fyrir kolefnisjöfnun í þróunarríkjum til þess að ná markmiðum sínum er í fyrsta skipti að finna í áætluninni. Erlent 2.7.2025 16:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Péturs Jökuls Jónassonar um áfrýjunarleyfi vegna átta ára fangelsisdóm Landsréttar yfir honum. Hann taldi að vísa ætti ákæru í málinu frá vegna óskýrleika. Hæstiréttur var ósammála. Innlent 3.7.2025 11:28
Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu vegna lokunar þjónustumiðstöðvar Sjúkratrygginga á föstudögum. Innlent 3.7.2025 10:54
Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sent refsiréttarnefnd bréf þar sem hún fer þess á leit við nefndina að athuga hvort tilefni sé til að endurskoða ákvæði almennra hegningarlaga sem varða líkamsárásir. Innlent 3.7.2025 10:53
Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Fjölda flugferða hefur verið aflýst vegna verkfallsaðgerða í Frakklandi en áhrifin eru sögð munu teygja sig víðar um Evrópu. Ryanair hefur aflýst 170 flugferðum, sem munu hafa áhrif á um 30 þúsund farþega, að sögn félagsins. Erlent 3.7.2025 10:33
Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var gagnrýnd á samfélagsmiðlum í gær fyrir að vera með bókaðan tíma í golf um miðjan dag á þingtíma. Hún segist ekki hafa getað nýtt sér tímann í gær en ætli níu holur klukkan 9:30 í dag. Innlent 3.7.2025 10:32
Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Nafn dansks samsæriskenningasinna um kórónuveirufaraldurinn kemur fyrir í skjölum rússnesks sjóðs sem fjármagnar upplýsingahernað stjórnvalda í Kreml gegn Evrópu. Maðurinn hefur meðal annars boðið sig fram fyrir öfgahægriflokk og hlotið dóm fyrir að hóta ráðherra. Erlent 3.7.2025 09:54
Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnvöld í ríkinu Kerala á Indlandi hafa neyðst til að verja þá ákvörðun sína að hefja Zúmba kennslu í skólum, eftir mótmæli ýmissa trúarhópa. Erlent 3.7.2025 08:23
Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð þeirra til Reims í Frakklandi í júní. En ekkert varð úr skólaheimsókninni enda var þeim ekki boðið. Innlent 3.7.2025 08:02
Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Tæplega tvöþúsund íbúum á grísku eyjunni Krít hefur verið gert að yfirgefa heimili sín en þar brenna nú gróðureldar stjórnlaust á stóru svæði. Erlent 3.7.2025 07:48
„Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Atkvæðagreiðsla um hvort taka eigi „stóra og fallega frumvarp“ Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir í fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur nú staðið yfir í nokkrar klukkstundir. Erlent 3.7.2025 07:21
Skúrir á víð og dreif Úrkomusvæði gekk yfir landið og því rigndi nokkuð víða í gærkvöldi og í nótt. Vindur verður með hægasta á móti. Veður 3.7.2025 07:11
Combs áfram í gæsluvarðhaldi Tónlistarmaðurinn Sean Combs situr enn í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið fundinn sekur um tvo ákæruliði af fimm af kviðdómi í New York í gær. Erlent 3.7.2025 06:57
Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Barn á hjóli slasaðist lítillega í Hafnarfirði í gær þegar ekið var á það. Þá var maður handtekinn fyrir að ganga berserksgang í sveitarfélaginu og einstaklingi í annarlegu ástandi vísað burtu af veitingastað. Innlent 3.7.2025 06:22
Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Læknanemar segja fullyrðingar fjármálaráðuneytisins rangar og hvetja það til að kynna sér launamál sín betur og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum. Innlent 2.7.2025 23:48
Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Umræðan um veiðigjaldafrumvarpið er nú orðin sú næstlengsta frá árinu 1991 eftir að hafa tekið fram úr umræðunni um Icesave-ábyrgðina frá 2010. Veiðigjöldin hafa nú verið rædd í ríflega 136 klukkustundir og narta í hælana á þriðja orkupakkanum. Innlent 2.7.2025 23:02
Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. Innlent 2.7.2025 22:33
Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Sautján ára drengur lést í dag á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu á Sjálandi. Hann hafði farið að njóta góða veðursins við bakka Himmelsøen sem liggur rétt utan við hátíðarsvæðið og drukknaði. Erlent 2.7.2025 22:14
Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Bryan Kohberger hefur játað að hafa myrt fjóra herbergisfélaga í Idaho árið 2022. Það gerði hann til að komast hjá því að fá dauðarefsingu. Réttarhöld yfir Kohberger áttu að hefjast í ágúst. Erlent 2.7.2025 21:32
Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Náttúruverndarsamtökin Landvernd gagnrýna fyrirhugaðar skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk. Þau telja útivistargildið verðmætasta þátt svæðisins og segja langan veg frá því að lokanir eins og Veitur stefni að geti talist nauðsynlegar. Innlent 2.7.2025 21:00
Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. Innlent 2.7.2025 20:14
Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. Innlent 2.7.2025 20:05
Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. Innlent 2.7.2025 19:45
Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum. Innlent 2.7.2025 18:59
Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Össur Skarphéðinsson segir að framámenn í sögu Sjálfstæðisflokksins á borð við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson eldri myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið. Innlent 2.7.2025 18:41
Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Franska konan og eiginmaður hennar og dóttir sem hún er grunuð um að hafa banað sendu fjölskyldu sinni póst sem innihélt þrjár erfðaskrár. Eignir upp á rúman milljarð króna eiga að hafa verið taldar þar upp. Innlent 2.7.2025 18:25
Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Dökk mynd er dregin upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu. Viðvarandi mönnunarvandi og lausatök í rekstri eru einkennandi. Mörg hundruð sjúkraliða vantar til starfa og formaður stéttarfélags þeirra er hræddur um að allt fari hreinlega í skrúfuna verði ekki brugðist við. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.7.2025 18:01
Jimmy Swaggart allur Jimmy Swaggart sjónvarpsprédikari er látinn níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála. Erlent 2.7.2025 17:51
„Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal. Innlent 2.7.2025 16:55
Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík segir að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túni við Sóleyjarima í Grafarvogi tengist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hafi ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu eða deilur við Grafarvogsbúa um þéttingaráform að gera. Innlent 2.7.2025 16:48
Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði til nýtt markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90 prósent fyrir árið 2040 í dag. Umdeilt ákvæði um að ríki geti greitt fyrir kolefnisjöfnun í þróunarríkjum til þess að ná markmiðum sínum er í fyrsta skipti að finna í áætluninni. Erlent 2.7.2025 16:01