Fréttir

Gott sé að draga úr notkun einka­bílsins í dag og næstu daga

Almenningur er hvattur til að draga úr notkun einkabílsins og nota vistvænar samgöngur í dag og næstu daga. Styrkur svifryks (PM10) mældist hár í mælistöð við Grensásveg í borginni í kjölfar morgunumferðar í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að styrkur þess verði einnig hár í síðdegisumferðinni vegna þess að vindur er hægur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu. 

Innlent

„Ís­lendingar eru allt of þungir“

Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga allt of þunga. Hún vinnur nú að aðgerðaráætlun til að sporna við offitu. Ný könnun sýnir að sjötíu prósent fullorðinna á Íslandi séu annaðhvort í yfirþyngd eða með offitu.

Innlent

Fyrr­verandi utanríkismálastjóri ESB hand­tekinn

Federica Mogherini, fyrrverandi utanríkismálstjóri Evrópusambandsins, er sögð ein þriggja einstaklinga sem voru handteknir í aðgerðum belgísku lögreglunnar í dag. Húsleit var einnig gerð hjá utanríkisþjónustu sambandsins en aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á meintu misferli í útboði.

Erlent

„Öll kosninga­lof­orð eru svikin“

Önnur umræða um fjárlög hefst á Alþingi eftir hádegi og hafa nokkrar breytingar verið gerðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hafa svikið öll þau loforð sem gefin voru í aðdraganda síðustu kosninga og klúðra sóknarfæri að hallalausum ríkissjóði.

Innlent

Hall­dór frá ASÍ til ríkis­stjórnarinnar

Halldór Oddsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Hann leysir af Önnu Rut Kristjánsdóttur sem er í tímabundnu leyfi. Hann hefur undanfarin þrettán ár starfað sem lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands.

Innlent

Með kíló af kókaíni í bak­pokanum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjórtán mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Alicante til Keflavíkurflugvallar og var hann með efnin falin í bakpoka.

Innlent

Skipaður for­stöðumaður Staf­rænnar heilsu

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Sigurð Þórarinsson, tækni- og nýsköpunarstjóra Landspítala, í embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu – þróunar- og þjónustumiðstöðvar sem tekur til starfa 1. janúar 2026.

Innlent

Ekkert próf­kjör hjá Sjálf­stæðis­mönnum í Garða­bæ

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ samþykkti á fundi sínum í gærkvöld tillögu stjórnar fulltrúaráðsins um að viðhafa uppstillingu við val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fara fram 16. maí 2026.

Innlent

Al­var­legt um­ferðar­slys á Suður­strandar­vegi

Alvarlegt umferðarslys var á Suðurstandarvegi, rétt austan afleggjarans við Vigdísarvelli, í morgun. Tveir eru alverlega slasaðir og standa aðgerðir yfir á vettvangi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við sjúkrabíl til að koma hinum slösuðu eins fljótt og hægt er á Landspítalann.

Innlent

Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólar­hring síðar

Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið.

Innlent

Leggja til breytingar um hærri út­gjöld og meiri skatt­tekjur

Önnur umræða um fjárlög næsta árs fer fram á Alþingi í dag. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þá er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkunar skatts á lögaðila.

Innlent

Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni

Litáískur karlmaður sem grunaður er ásamt tveimur öðrum um innflutning á fleiri kílóum af kókaíni segist ekkert kannast við kókaínið. Hann hafi ákveðið að flytja BMW-bifreið til Litáens og aftur til Íslands þar sem það væri ódýrara að gera við bílinn þar. Bíllinn hafi staðið eftirlitslaus við verkstæði í Litáen lengi vel og hver sem er hefði getað komið kókaíninu fyrir í bílnum.

Innlent

Var að horfa á þátt í far­símanum á meðan hann ók

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt tvö einstaklinga, sem brutu sér leið inn í íbúð í miðborginni og komu sér þar fyrir. Þá eru tveir aðrir grunaðir um líkamsárás í miðbænum en það mál er í rannsókn.

Innlent

Tónhöfundar spyrja út í notkun gervi­greindar

Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) sendi í dag bréf á Símann og Sagafilm þar sem spurt var út í notkun gervigreindartónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Sérstaklega hvað varðar notkun gervigreindar sem byggir tónlist sína á verkum í höfundarétti.

Innlent

Segir Pokrovsk geta orðið stökk­pall lengra inn í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu.

Erlent

Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki

Þjóðkirkjan kynnti í dag nýtt merki og nýja vefsíðu. Biskup Íslands segir markmiðið að gera þjónustu kirkjunnar sýnilegri, kostnaðurinn hlaupi á milljónum. Markaðssérfræðingur segir kirkjuna sækja í ræturnar. 

Innlent

Bjóða Rússum flota­stöð við Rauða­hafið

Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF.

Erlent

Þota til Egils­staða í kvöld til að flytja veðurteppta

Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega.

Innlent

Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Ís­landi

Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú var rænd á dögunum þar sem hún var á göngu um London. Hún slasaðist lítillega og hvetur Íslendinga til að fara varlega í borginni, ræningjarnir sluppu en hefðu að mati Dorritar aldrei sloppið á Íslandi.

Innlent

Viður­kenna um­deilda á­rás en fría Hegseth á­byrgð

Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það.

Erlent

Ó­kyrrð í lægri flug­hæðum raskar innan­lands­fluginu

Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld.

Innlent

Adolf ekki lengur Hitler

Adolf Hitler Uunona var endurkjörinn sveitarstjórnarfulltrúi í norðurhluta Namibíu. Eftir að hafa hlotið mikla athygli fyrir nafn sitt hefur hann ákveðið að breyta því og fjarlægja Hitler-nafnið.

Erlent