Fréttir

Skrefi nær draumnum um þjónustu­í­búð með vinningnum

Einn stálheppinn miðaeigandi vann sextíu skattfrjálsar millljónir króna þegar dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld. Sá segist nú eiga möguleika á að láta drauminn rætast um að komast í þjónustuíbúð, en er einnig umhugað um að geta aðstoðað börnin sín. 

Innlent

Tollarnir sem bíta nú þegar, sögu­legur fundur og fjár­sjóður

Samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytja fisk til Bandaríkjanna er nánast horfin vegna tolla sem stjórnvöld Vestanhafs lögðu á íslenskan innflutning, segir framkvæmdastjóri eldisfyrirtækis. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla en Íslendingar. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent

Fækkar sí­fellt í Þjóð­kirkjunni

Meðlimum þjóðkirkjunnar fækkar sífellt, en frá 1. desember síðastliðnum hefur skráðum meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 385. Haldi sú þróun áfram styttist í að minna en helmingur þjóðarinnar sé í Þjóðkirkjunni.

Innlent

Rit­höfundur ráðinn til varnar­mála­skrif­stofunnar

Halldór Armand rithöfundur hefur hafið störf hjá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Ekki er þó um jafndrastísk vistaskipti að ræða og mætti halda, en Halldór er menntaður í alþjóðalögum og hefur lengi haft áhuga á utanríkismálum.

Innlent

Sendir frá Norður-Kóreu í „þræl­dóm“ í Rúss­landi

Þúsundir Norður-Kóreumanna hafa verið sendir til Rússlands, þar sem þeir segja komið fram við þá eins og þræla. Þar eru þeir látnir vinna við húsasmíðar og í verksmiðjum, svo eitthvað sé nefnt, og eru þeir látnir vinna gífurlega langa daga og nánast án frídaga.

Erlent

Greta Thunberg siglir á ný til Gasa

Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er meðal þátttakanda Global Sumud Flotilla sem hyggjast sigla til Gasastrandarinnar. Þetta er í annað sinn sem hún heldur af stað til Gasa en síðast var hópurinn stöðvaður af Ísraelsher.

Erlent

Skoða að stofna viðbragðssveit gegn upp­þotum í Banda­ríkjunum

Ráðamenn í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér ætlunum um að stofna sérstaka hersveit innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem ætlað er að beita gegn almenningi þar í landi. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara.

Erlent

Her­numin héruð horfi fram á þjóðernis­hreinsun

Austurhéruð Úkraínu eru glötuð að mati sérfræðings en sætti Vladímír Pútín Rússlandsforseti sig við landvinninga eina og sér geti vopnahlé verið í sjónmáli. Afleiðingarnar sem það kynni að hafa fyrir Úkraínusinnaða íbúa á hernumdum svæðum gætu gert friðinn langþráða, ansi dýrkeyptan.

Erlent

Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun

Hinn ellefu ára Hafþór Freyr Jóhannsson kastaði sér í sjóinn þegar tveggja ára systir hans, Snæbjörg Lóa, féll af bryggju í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Hafþór bjargaði þannig systur sinni frá drukknun en hann hafði nýlega sótt skyndihjálparnámskeið, sem skipti sköpum.

Innlent

Telur enn mögu­legt að ná sam­komu­lagi

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir álagningu fimmtán prósenta tolls á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna mikið áhyggjuefni en telur enn mögulegt að ná samkomulagi sem geti orðið Íslendingum og Bandaríkjamönnum til góða.

Innlent

Fagnar á­formum um mótun at­vinnu­stefnu

Samtök atvinnulífsins fagna áformum stjórnvalda um mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Ríkisstjórnin hefur efnt til samráðs um stefnuna og kalla eftir hugmyndum um útflutningsgreinar sem geta vaxið hvað mest á næstu tíu árum og náð árlegum útflutningi sem nemur tugum milljarða króna.

Innlent