Fréttir

Kallar eftir upp­lýsingum um kín­verska strætis­vagna á Ís­landi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallar eftir svörum frá innviðaráðherra um strætisvagna á Íslandi frá kínverska framleiðandanum Yutong. Fyrirspurnina leggur Þórdís fyrir ráðherrann á Alþingi, í framhaldi af fréttum frá Norðurlöndum þar sem bent hefur verið á möguleika þess að framleiðandinn kínverski gæti haft áhrif á virkni vagnanna með rafrænum hætti. Þórdís vill vita hversu margir vagnar frá framleiðendanum eru í umferð hjá hinu opinbera og hvort stjórnvöld hér á landi hafi með einhverjum hætti brugðist við.

Innlent

For­stjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar

Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte, segir það hafa verið honum mikið áfall að ákært hafi verið vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Ásakanirnar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og hann hafi kært brotaþola fyrir rangar sakargiftir. Hann hefur þó stigið til hliðar sem forstjóri.

Innlent

Sendiherraefnið biðst af­sökunar

Billy Long, mögulegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Einungis hafi verið um grín að ræða.

Innlent

„Við höfum ekkert að fela“

Mennta- og barnamálaráðherra segir ráðuneytið ekkert hafa að fela hvað varði niðurstöður einstakra grunnskóla í samræmdum prófum. Nemendur í grunnskóla taka samræmd próf í fyrsta skipti í fimm ár í vor.

Innlent

For­stjóri Deloitte á­kærður fyrir kyn­ferðis­brot

Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Honum er gefið að sök að hafa veist að ungri konu á hóteli á Suðurlandi vorið 2023. Brotið getur varðað allt að tveggja ára fangelsi.

Innlent

Veiki geim­farinn kominn aftur til jarðar

Geimferja með hluta af áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar lenti í Kyrrahafi utan við strendur Kaliforníu í nótt. Heimferð áhafnarinnar var flýtt vegna veikinda eins geimfaranna fjögurra.

Erlent

Tóku enn eitt skipið

Bandarískir landgönguliðar og sjóliðar í Strandgæslu Bandaríkjanna gerðu í morgun áhlaup um borð í olíuflutningaskip. Þetta er í sjötta skipti sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn taki yfir stjórn olíuflutningaskips sem bendlað hefur verið við Venesúela.

Erlent

Trump hótar að siga hernum á mót­mælendur

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ef ráðamenn í Minnesota, sem hann kallar spillta, fylgi ekki lögum og stöðvi mótmæli gegn útsendurum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE), muni hann taka yfir stjórn þjóðvarðliðs ríkisins eða mögulega senda þangað hermenn.

Erlent

„Þarna var á­kveðið að verja ekki börnin“

Það er mat talskonu Stígamóta að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi með dómi sínum ákveðið að leggja hagsmuni barnanna til hliðar þegar hann ákvað að skilorðsbinda fimm ára fangelsisdóm sem kveðinn var upp yfir manni á fertugsaldri vegna alvarlegra og ítrekaðra ofbeldisbrota hans gegn sambýliskonu.

Innlent

„Mark­miðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“

Pétur Marteinsson, sem vill leiða lista Samfylkingar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, segir að markmið hans hafi aldrei verið að kaupa lóðir til þess að selja síðar með hagnaði. Fram hefur komið að hann hafi fengið 69 milljónir króna í sinn hlut eftir sölu á lóð í Skerjafirði fyrir tveimur árum. Hann segir undirbúning byggingu ódýrra íbúða á lóðinni hafa verið aðalstarf hans í fimm ár. Fyrir það hafi hann verið með reiknuð laun upp á 25 milljónir króna, sem gerir 417 þúsund krónur á mánuði.

Innlent

Grín sendi­herrans ógni Ís­landi

Þingmaður Viðreisnar telur grín mögulegs sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi ógna fullveldi smárra ríkja á við Ísland. Útvarpsmaður hefur efnt til undirskriftarlista til að fá utanríkisráðherra til að hafna sendiherranum.

Innlent

Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna

Félag í eigu Péturs Marteinssonar sem býður sig fram sem oddviti í prófkjöri Samfylkingar fékk 69 milljónir króna fyrir sölu á hlut í lóð í Skerjafirði sem hann og viðskiptafélagar hans fyrirhuguðu að byggja íbúðir á fyrir tveimur árum. Hann segist hafa unnið að verkefninu í fimm ár en uppbygging hafi tafist vegna kerfislegra og pólitískra þátta. Það hafi því verið ákveðið að selja félagið sem heldur á lóðinni til annarra eigenda.

Innlent

Kennir Selenskí enn og aftur um

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, standi í vegi friðar í Úkraínu en ekki Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Trump heldur því fram að Pútín vilji binda enda á innrás sína í Úkraínu, sem hefur staðið yfir í tæp fjögur ár, en Selenskí vilji það ekki.

Erlent

Vilja stækka frið­lýst svæði á Gróttu og Sel­tjörn

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar greiðir í næstu viku atkvæði um nýja skilmála friðlýsingarsvæðisins á Gróttu og Seltjörn. Verði skilmálarnir samþykktir stækkar friðlýst svæði verulega og mun ná yfir strandlengjuna líka. Grótta var fyrst friðlýst árið 1974.

Innlent

Leggja af­nám áminningarskyldu fyrir þingið

Afnám áminningarskyldu opinberra starfsmanna er meðal frumvarpa sem lagt verður fyrir þingið nú í vor. Fjármála- og efnahagsráðherra talar fyrir breytingunum sem hlutu harða gagnrýni verkalýðsfélaga.

Innlent

Þing­menn sem Trump sagði heimska lúffuðu

Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings felldu í gær frumvarp sem hefði dregið úr völdum Donalds Trump, forseta, til að gera frekari árásir á Venesúela. Það er eftir að tveir þingmenn flokksins sem höfðu stutt frumvarpið lúffuðu undan þrýstingi frá Hvíta húsinu.

Erlent

Keyrði á móti um­ferð á Reykja­nes­braut

Fólksbíl var keyrt á móti umferð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík nú á níunda tímanum í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð jafnframt árekstur á brautinni í morgun þar sem rúta ók utan í fólksbíl og keyrði síðan af vettvangi.

Innlent

Geti ekki haldið á­fram að fjölga læknanemum sam­hliða aðhaldskröfu

Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Ólafur Ögmundarson, forseti matvæla- og næringarfræðideildar, segja alvarlega stöðu fram undan. Það sé ekki hægt að fjölga nemum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og næringarfræði, til dæmis, vegna aðhaldskröfu frá stjórnvöldum. Það geti haft alvarleg áhrif á stöðu mönnunar innan heilbrigðiskerfisins til framtíðar.

Innlent

Witkoff segir annan á­fanga friðaráætlunarinnar hafinn

Steve Witkoff, ráðgjafi og erindreki Donald Trump Bandaríkjaforseta, segir annan áfanga friðaráætlunar Trump fyrir Gasa hafinn. Þetta þýddi að áherslan færðist nú frá því að koma á vopnahléi og á afvopnun Hamas, yfirtöku teknókrata á svæðinu og endurreisn.

Erlent