Fréttir

Brenndu rangt lík

Rannsókn er hafin eftir að mistök á sjúkrahúsi í Bretlandi leiddu til þess að rangt lík var brennt. Líkið, sem var brennt fyrir mistök, var talið vera annað lík sem átti að brenna.

Erlent

„Fara þarf í raun­veru­legar að­gerðir“

„Fara þarf í raunverulegar aðgerðir, sem skila raunverulegum árangri í loftlagsmálum”, segir formaður Bændasamtakanna og bætir við að það hafi verið jákvæð skref í vetur þegar veittur var fjárfestingastuðningur til ylræktarbænda til að draga úr orkukostnaði.

Innlent

Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins

Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir Kjartan Guðmundsson, manninn sem liggur þungt haldinn á spítala í Suður Afríku í kjölfar umferðarslyss. Maðurinn er faðir drengs í meðferð í Suður Afríku en systir drengsins og föðuramma létust í slysinu.

Innlent

Leita í rústum íbúðahúsa

Hjálparstarfsmen í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, leita nú að fólki sem liggur í rústum íbúðahúsnæðis. Rússar siguðu yfir fimm hundruð sprengjudrónum á höfðuborgina í nótt.

Erlent

Landeldi í vexti og lög­regla lokar áfengisverslunum

Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum.

Innlent

Ekki talinn tengjast aukinni eld­virkni

Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni.

Innlent

Semja aftur um vopna­hlé

Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa náð samkomulagi um vopnahlé, en blóðug átök hafa staðið yfir á landamærum ríkjanna undanfarnar vikur. Minnst 41 hefur látið lífið og tæplega milljón mans hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna.

Erlent

Væta vestan­til eftir há­degi

Í dag verður lítilsháttar rigning með köflum vestantil eftir hádegi og hiti tvö til sjö stig. Létttskýjað verður um landið austanvert og víða vægt frost, en þar hlýnar mám saman síðdegis og í kvöld. Gengur í suðvestan 8-15 m/s í dag, en hægari vindur sunnan- og austanlands.

Veður

Röð stunguárása í neðan­jarðar­lestinni

Maður á þrítugsaldri stakk og særði þrjár konur á þremur ólíkum neðanjarðarlestarstöðvum á sömu leið í París síðdegis í dag. Lögregla hafði hendur í hári hans á heimili sínu þangað sem hann hafði flúið. Hvati mannsins til árásanna er ekki ljós en talið er að hann hafi glímt við geðræn veikindi.

Erlent

Lög­regla lokaði Smá­ríkinu og Nýju vínbúðinni

Lögregla gerði rassíu á starfsstöðvar Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar síðdegis í dag og var þeim gert að loka afhendingarstöðum sínum. Fyrirtækin verða sektuð en lögregla sagði heimsendingar í lagi þó hátíðardagur sé.

Innlent

Stöðvuðu menn í of­beldis­hug við landa­mærin

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði menn á Keflavíkurflugvelli í vor sem voru komnir hingað til lands til að fremja ofbeldisverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk gegn almenningi, heldur ákveðinn ofbeldisverknað tengdan skipulagðri brotastarfsemi.

Innlent

Dæmdur fyrir líkams­árás í mat­salnum

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann í matsal vinnubúða verktakafyrirtækis við Gufufjörð í Reykhólahreppi í febrúar síðastliðnum.

Innlent

Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug

„Þetta var núllpokaflug,“ var svarið sem flugfreyjurnar Edda Björk Friðriksdóttir og Eva María Hilmarsdóttir gáfu eftir lendingu Dash 8 Q400-vélar Icelandair á Akureyri þegar spurt var hvort einhverjir ælupokar voru notaðir í fluginu frá Reykjavík. Í flugstjórnarklefanum sátu þeir Jóhann Ingi Sigtryggsson flugstjóri og Egill Andri Jóhannesson flugmaður.

Innlent

Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár

Veðurlíkönin benda til þess að kólnað gæti í veðri eftir því sem líður á gamlársdag. Útlit er fyrir sæmilega milt veður fram að því en takmarkað er það enn sem hægt er að slá föstu.

Veður