Fréttir

Svan­hildur Sif heiðruð

Svanhildur Sif Haraldsdóttir var í dag heiðruð fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt framlag í þágu barna og fjölskyldna í Kópavogsbæ. Í tilkynningu frá bænum segir að Svanhildur hafi undanfarin 25 ár tileinkað líf sitt því að vera til staðar fyrir börn í vanda.

Innlent

Saka AfD um að ganga erinda Kreml­verja

Flóð ítarlegra spurninga um vopnaflutninga til Úkraínu og varnir Þýskalands frá þingmönnum öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland er sagt geta ógnað þjóðaröryggi landsins. Andstæðingar flokksins saka hann um að ganga erinda rússneskra stjórnvalda.

Erlent

Á­fram auknar líkur á eld­gosi

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að á meðan kvikusöfnun haldi áfram þurfi að reikna með nýju eldgosi, , en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Hættumat helst óbreytt til 6. janúar, nema breytingar verði á virkninni.

Innlent

Ríkis­sjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Ís­lands

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að ríkið standi straum af kostnaði við að flytja táningsstúlku og ömmu hennar sem létust í bílslysi ytra heim til Íslands. Móðir drengs í fíknimeðferð í Suður-Afríku segir gjörbreytingu hafa orðið á syni hennar í meðferðinni ytra undanfarnar vikur. Sjálfur líti hann svo á að það hafi bjargað lífi hans að fara í meðferðina. Móðirin vill að ríkið greiði fyrir meðferðir drengjanna.

Innlent

Undrandi á ráðningu ráð­gjafa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skekkja myndina á milli stjórnar og stjórnarandstöðu að ráðuneytin njóti aðstoðar ráðgjafafyrirtækja auk þess að vera með aðstoðarmenn, sérfræðinga og embættismannakerfið.

Innlent

Gengur í lang­vinnt hvass­viðri seinni partinn

Nú í morgunsárið er tiltölulega rólegur vindur á landinu og lítil úrkoma heilt yfir. Það á síðan að breytast, því síðdegis á að ganga í mikið og langvinnt sunnan hvassviðri, sem á að standa áfram á aðfangadag og enn nokkuð hvasst á jóladag.

Veður

Fjölgun eldri kvenna í Kvenna­at­hvarfi: „Þessar konur bíða ekki“

Linda Dröfn Gunnardóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir mikilvægt að fólk hafi einhverjar aðrar leiðir en að hringja bara í 112 til að tilkynna grun um ofbeldi í nánum samböndum. Hún kallar eftir því að þróað verði áhættumat sem nýtist fólki í framlínu til að meta hvort að rjúfa eigi þagnarskyldu og bregðast við því þegar fagaðilar telja þá líf einstaklings í hættu vegna heimilisofbeldis.

Innlent

Ráðist á pilt á heim­leið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú atvik þar sem menn eru sagðir hafa ráðist að ungum dreng þegar hann var á leið heim. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar en engar frekari upplýsingar er þar að finna um málið.

Innlent

Hiti geti mest náð á­tján stigum

Veðurviðvaranir munu einkenna jólahátíðina í flestum landshlutum og munu þær fyrstu taka gildi eftir hádegi á morgun á Breiðafirði og Vestfjörðum. Í kjölfarið dreifast þær yfir landið og ná hámæli á aðfangadag. Hiti getur hæst náð átján stigum, að sögn Veðurstofunnar. 

Veður

Vest­manna­eyingar fá að eiga Vest­manna­eyjar

Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að úteyjar og sker í kringum Vestmannaeyjar, að Surtsey frátaldri, tilheyri í raun Vestmannaeyjabæ. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir úrskurðinn fullnaðarsigur í stórskrýtnu máli.

Innlent

Hyggst kæra dyra­verði Auto til lög­reglu

Karlmaður á þrítugsaldri sem sótti skemmtistaðinn Auto í miðborg Reykjavíkur var fluttur á sjúkrahús á laugardagsnótt. Hann sakar hóp dyravarða sem störfuðu á næturklúbbunum um líkamsárás.

Innlent

Lík­legt að hitamet verði slegið um jólin

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur líklegt að hitamet verði slegið á aðfangadag og jóladag. Það sé klárt að það verði rauð jól. Í stað þess að ökumenn þurfi að hafa varann á vegna snjókomu og hálku þurfa þeir frekar að huga að vindhviðum og rigningu.

Veður