Bjarni segir að útgerðin sjálf muni borga reikninginn vegna makrílmálsins Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2020 15:17 Bjarni Benediktsson gaf útgerðinni engan afslátt og tók þar með af öll tvímæli um að málið kynni að vera ríkisstjórninni erfitt. visir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom í sinni ræðu á þingi um áhrif Covid-19 faraldursins og viðbrögð stjórnvalda inn á markrílmálið svokallað. Það snýst um kröfu nokkurra útgerða á hendur ríkinu sem nemur ríflega 10 milljörðum króna vegna þess að þær útgerðir fengu ekki eins miklum kvóta úthlutað og þær töldu sig eiga rétt á. „Togstreita um aflaheimildir á milli útgerða verður ekki leyst á kostnað skattgreiðenda. Það verður ekki þannig,“ sagði Bjarni. En, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði áður skorað á útgerðirnar að draga þessa kröfu sína til baka. Hafi einhver ætlað að ágreiningur væri uppi um málið innan ríkisstjórnarinnar, þá tók Bjarni af öll tvímæli um það. „Nú höfum við tekið til varna í þessu svokallaða makrílmálinu. Við munum taka til fullra varna. Ég hef reyndar bara góðar væntingar um að við munum hafa sigur í því máli. En ef svo ólíklega vill til að það mál fari ríkinu í óhag þá er það einfalt mál í mínum huga að reikningurinn vegna þess verður ekki sendur á skattgreiðendur. Reikningurinn vegna þess verður þá að koma frá greininni. Það er bara svo einfalt.“ Ekki kom fram í máli Bjarna hvernig það yrði útfært fari svo að útgerðin hafi sigur í málinu, hvort það yrði þá með hækkun veiðigjalda í ófyrirsjáanlegri framtíð eða öðrum hætti. Þar með liggur fyrir að veruleg samstaða ríkir á þingi; óánægja með framgöngu útgerðarmanna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra taldi hljóð og mynd ekki fara saman í þessari kröfugerð útgerðarinnar. Sem ýmsum, svo sem Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni, þykir reyndar yfirgengileg og lýsa fáránlegri græðgi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Dómsmál Tengdar fréttir Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20 Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02 Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom í sinni ræðu á þingi um áhrif Covid-19 faraldursins og viðbrögð stjórnvalda inn á markrílmálið svokallað. Það snýst um kröfu nokkurra útgerða á hendur ríkinu sem nemur ríflega 10 milljörðum króna vegna þess að þær útgerðir fengu ekki eins miklum kvóta úthlutað og þær töldu sig eiga rétt á. „Togstreita um aflaheimildir á milli útgerða verður ekki leyst á kostnað skattgreiðenda. Það verður ekki þannig,“ sagði Bjarni. En, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði áður skorað á útgerðirnar að draga þessa kröfu sína til baka. Hafi einhver ætlað að ágreiningur væri uppi um málið innan ríkisstjórnarinnar, þá tók Bjarni af öll tvímæli um það. „Nú höfum við tekið til varna í þessu svokallaða makrílmálinu. Við munum taka til fullra varna. Ég hef reyndar bara góðar væntingar um að við munum hafa sigur í því máli. En ef svo ólíklega vill til að það mál fari ríkinu í óhag þá er það einfalt mál í mínum huga að reikningurinn vegna þess verður ekki sendur á skattgreiðendur. Reikningurinn vegna þess verður þá að koma frá greininni. Það er bara svo einfalt.“ Ekki kom fram í máli Bjarna hvernig það yrði útfært fari svo að útgerðin hafi sigur í málinu, hvort það yrði þá með hækkun veiðigjalda í ófyrirsjáanlegri framtíð eða öðrum hætti. Þar með liggur fyrir að veruleg samstaða ríkir á þingi; óánægja með framgöngu útgerðarmanna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra taldi hljóð og mynd ekki fara saman í þessari kröfugerð útgerðarinnar. Sem ýmsum, svo sem Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni, þykir reyndar yfirgengileg og lýsa fáránlegri græðgi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Dómsmál Tengdar fréttir Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20 Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02 Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Sjá meira
Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20
Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02
Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41