Sýknaður af því að hafa kysst og káfað á fjórtán ára stúlku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2020 18:09 Dómur í málinu féll í dag. Ákærði var sýknaður af öllum ákæruliðum. vísir/vilhelm Ungur maður var í dag sýknaður af því að hafa kysst og káfað á fjórtán ára stúlku árið 2014 af Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var 21 árs gamall þegar atvikið átti sér stað og er hann af dómnum ekki talinn hafa einbeittan brotavilja. Atvikið átti sér stað 25. febrúar árið 2017 þegar stúlkan var aðeins fjórtán ára gömul. Hún og vinkona hennar, sem er af pólskum ættum, sem þá var fimmtán ára gömul höfðu verið að passa heima hjá vinkonunni og höfðu þar áfengi um hönd og að sögn stúlkunnar var hún orðin full. Þegar líða tók á kvöldið hringdi vinkonan í sautján ára pólskan kærasta sinn sem þá var á leiðinni heim frá Reykjavík ásamt 21 árs gömlum frænda sínum sem er pólskur. Strákarnir komu við heima hjá vinkonu stúlkunnar og sóttu þær og fóru þau fjögur saman á rúntinn. Stúlkurnar settust í aftursætið en þeir sátu í framsætum og sat kærasti vinkonunnar við stýrið. Á ákveðnum tímapunkti fóru þau öll út úr bílnum og höfðu sætaskipti þannig að parið sat fram í og stúlkan, sem er kærandi í málinu, og frændinn, ákærði, sátu aftur í. Þá hóf kærustuparið að þrýsta á kæranda og ákærða að kyssast og lagði vinkona stúlkunnar sætisbak sitt niður þannig að hún neyddist til að færa sig yfir í miðjusætið aftur í. Þá kysstust hún og ákærði tungukossi. Þeim greinir á hvort ákærði hafi þá farið með vinstri hönd sína inn fyrir brjóstahaldara hennar og káfað á henni. Vinkona stúlkunnar tók einnig upp myndskeið á farsíma sinn af atlotunum og sendi upptökuna á kæranda. Fyrir tilviljun sá stjúpfaðir hennar myndskeiðið í spjaldtölvu. Í kjölfar þess kærðu stjúpfaðir hennar og móði stúlkunnar málið til lögreglu. Fyrir dómi neitaði ákærði sök og kvað hann að frændi hans og kærasta hans hafi þrýst á hann og kæranda að kyssast en hann hafi ekki viljað það. Þau hafi haldið áfram að eggja ákærða til að kyssa stúlkuna. Þá segir hann að kærandi hafi haft frumkvæði að kossinum. Hann þvertók fyrir að hafa káfað á brjósti hennar og sagðist ekki hafa vitað um aldur hennar. Hann hafi haldið að hún væri jafn gömul eða ári eldri en vinkonan, það er fimmtán ára gömul. Þá kemur fram í dómsuppkvaðningu að þau hafi ekkert talast við í bifreiðinni og hafi ekki sýnt hvoru öðru áhuga fyrr en þau kysstust fyrir áeggjan vina sinna. Miðað við þessar kringumstæður er mat dómsins að hann skuli sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ungur maður var í dag sýknaður af því að hafa kysst og káfað á fjórtán ára stúlku árið 2014 af Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var 21 árs gamall þegar atvikið átti sér stað og er hann af dómnum ekki talinn hafa einbeittan brotavilja. Atvikið átti sér stað 25. febrúar árið 2017 þegar stúlkan var aðeins fjórtán ára gömul. Hún og vinkona hennar, sem er af pólskum ættum, sem þá var fimmtán ára gömul höfðu verið að passa heima hjá vinkonunni og höfðu þar áfengi um hönd og að sögn stúlkunnar var hún orðin full. Þegar líða tók á kvöldið hringdi vinkonan í sautján ára pólskan kærasta sinn sem þá var á leiðinni heim frá Reykjavík ásamt 21 árs gömlum frænda sínum sem er pólskur. Strákarnir komu við heima hjá vinkonu stúlkunnar og sóttu þær og fóru þau fjögur saman á rúntinn. Stúlkurnar settust í aftursætið en þeir sátu í framsætum og sat kærasti vinkonunnar við stýrið. Á ákveðnum tímapunkti fóru þau öll út úr bílnum og höfðu sætaskipti þannig að parið sat fram í og stúlkan, sem er kærandi í málinu, og frændinn, ákærði, sátu aftur í. Þá hóf kærustuparið að þrýsta á kæranda og ákærða að kyssast og lagði vinkona stúlkunnar sætisbak sitt niður þannig að hún neyddist til að færa sig yfir í miðjusætið aftur í. Þá kysstust hún og ákærði tungukossi. Þeim greinir á hvort ákærði hafi þá farið með vinstri hönd sína inn fyrir brjóstahaldara hennar og káfað á henni. Vinkona stúlkunnar tók einnig upp myndskeið á farsíma sinn af atlotunum og sendi upptökuna á kæranda. Fyrir tilviljun sá stjúpfaðir hennar myndskeiðið í spjaldtölvu. Í kjölfar þess kærðu stjúpfaðir hennar og móði stúlkunnar málið til lögreglu. Fyrir dómi neitaði ákærði sök og kvað hann að frændi hans og kærasta hans hafi þrýst á hann og kæranda að kyssast en hann hafi ekki viljað það. Þau hafi haldið áfram að eggja ákærða til að kyssa stúlkuna. Þá segir hann að kærandi hafi haft frumkvæði að kossinum. Hann þvertók fyrir að hafa káfað á brjósti hennar og sagðist ekki hafa vitað um aldur hennar. Hann hafi haldið að hún væri jafn gömul eða ári eldri en vinkonan, það er fimmtán ára gömul. Þá kemur fram í dómsuppkvaðningu að þau hafi ekkert talast við í bifreiðinni og hafi ekki sýnt hvoru öðru áhuga fyrr en þau kysstust fyrir áeggjan vina sinna. Miðað við þessar kringumstæður er mat dómsins að hann skuli sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira