Sýknaður af því að hafa kysst og káfað á fjórtán ára stúlku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2020 18:09 Dómur í málinu féll í dag. Ákærði var sýknaður af öllum ákæruliðum. vísir/vilhelm Ungur maður var í dag sýknaður af því að hafa kysst og káfað á fjórtán ára stúlku árið 2014 af Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var 21 árs gamall þegar atvikið átti sér stað og er hann af dómnum ekki talinn hafa einbeittan brotavilja. Atvikið átti sér stað 25. febrúar árið 2017 þegar stúlkan var aðeins fjórtán ára gömul. Hún og vinkona hennar, sem er af pólskum ættum, sem þá var fimmtán ára gömul höfðu verið að passa heima hjá vinkonunni og höfðu þar áfengi um hönd og að sögn stúlkunnar var hún orðin full. Þegar líða tók á kvöldið hringdi vinkonan í sautján ára pólskan kærasta sinn sem þá var á leiðinni heim frá Reykjavík ásamt 21 árs gömlum frænda sínum sem er pólskur. Strákarnir komu við heima hjá vinkonu stúlkunnar og sóttu þær og fóru þau fjögur saman á rúntinn. Stúlkurnar settust í aftursætið en þeir sátu í framsætum og sat kærasti vinkonunnar við stýrið. Á ákveðnum tímapunkti fóru þau öll út úr bílnum og höfðu sætaskipti þannig að parið sat fram í og stúlkan, sem er kærandi í málinu, og frændinn, ákærði, sátu aftur í. Þá hóf kærustuparið að þrýsta á kæranda og ákærða að kyssast og lagði vinkona stúlkunnar sætisbak sitt niður þannig að hún neyddist til að færa sig yfir í miðjusætið aftur í. Þá kysstust hún og ákærði tungukossi. Þeim greinir á hvort ákærði hafi þá farið með vinstri hönd sína inn fyrir brjóstahaldara hennar og káfað á henni. Vinkona stúlkunnar tók einnig upp myndskeið á farsíma sinn af atlotunum og sendi upptökuna á kæranda. Fyrir tilviljun sá stjúpfaðir hennar myndskeiðið í spjaldtölvu. Í kjölfar þess kærðu stjúpfaðir hennar og móði stúlkunnar málið til lögreglu. Fyrir dómi neitaði ákærði sök og kvað hann að frændi hans og kærasta hans hafi þrýst á hann og kæranda að kyssast en hann hafi ekki viljað það. Þau hafi haldið áfram að eggja ákærða til að kyssa stúlkuna. Þá segir hann að kærandi hafi haft frumkvæði að kossinum. Hann þvertók fyrir að hafa káfað á brjósti hennar og sagðist ekki hafa vitað um aldur hennar. Hann hafi haldið að hún væri jafn gömul eða ári eldri en vinkonan, það er fimmtán ára gömul. Þá kemur fram í dómsuppkvaðningu að þau hafi ekkert talast við í bifreiðinni og hafi ekki sýnt hvoru öðru áhuga fyrr en þau kysstust fyrir áeggjan vina sinna. Miðað við þessar kringumstæður er mat dómsins að hann skuli sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Ungur maður var í dag sýknaður af því að hafa kysst og káfað á fjórtán ára stúlku árið 2014 af Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var 21 árs gamall þegar atvikið átti sér stað og er hann af dómnum ekki talinn hafa einbeittan brotavilja. Atvikið átti sér stað 25. febrúar árið 2017 þegar stúlkan var aðeins fjórtán ára gömul. Hún og vinkona hennar, sem er af pólskum ættum, sem þá var fimmtán ára gömul höfðu verið að passa heima hjá vinkonunni og höfðu þar áfengi um hönd og að sögn stúlkunnar var hún orðin full. Þegar líða tók á kvöldið hringdi vinkonan í sautján ára pólskan kærasta sinn sem þá var á leiðinni heim frá Reykjavík ásamt 21 árs gömlum frænda sínum sem er pólskur. Strákarnir komu við heima hjá vinkonu stúlkunnar og sóttu þær og fóru þau fjögur saman á rúntinn. Stúlkurnar settust í aftursætið en þeir sátu í framsætum og sat kærasti vinkonunnar við stýrið. Á ákveðnum tímapunkti fóru þau öll út úr bílnum og höfðu sætaskipti þannig að parið sat fram í og stúlkan, sem er kærandi í málinu, og frændinn, ákærði, sátu aftur í. Þá hóf kærustuparið að þrýsta á kæranda og ákærða að kyssast og lagði vinkona stúlkunnar sætisbak sitt niður þannig að hún neyddist til að færa sig yfir í miðjusætið aftur í. Þá kysstust hún og ákærði tungukossi. Þeim greinir á hvort ákærði hafi þá farið með vinstri hönd sína inn fyrir brjóstahaldara hennar og káfað á henni. Vinkona stúlkunnar tók einnig upp myndskeið á farsíma sinn af atlotunum og sendi upptökuna á kæranda. Fyrir tilviljun sá stjúpfaðir hennar myndskeiðið í spjaldtölvu. Í kjölfar þess kærðu stjúpfaðir hennar og móði stúlkunnar málið til lögreglu. Fyrir dómi neitaði ákærði sök og kvað hann að frændi hans og kærasta hans hafi þrýst á hann og kæranda að kyssast en hann hafi ekki viljað það. Þau hafi haldið áfram að eggja ákærða til að kyssa stúlkuna. Þá segir hann að kærandi hafi haft frumkvæði að kossinum. Hann þvertók fyrir að hafa káfað á brjósti hennar og sagðist ekki hafa vitað um aldur hennar. Hann hafi haldið að hún væri jafn gömul eða ári eldri en vinkonan, það er fimmtán ára gömul. Þá kemur fram í dómsuppkvaðningu að þau hafi ekkert talast við í bifreiðinni og hafi ekki sýnt hvoru öðru áhuga fyrr en þau kysstust fyrir áeggjan vina sinna. Miðað við þessar kringumstæður er mat dómsins að hann skuli sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira