„Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“ Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda. Innlent 19. ágúst 2022 16:31
Bein útsending: Kristrún tilkynnir framboð til formanns Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar boðar til opins fundar í Iðnó klukkan 16 í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Kristrún að tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins. Innlent 19. ágúst 2022 15:15
Verkkvíði ríkisstjórnar í loftslagsmálum Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki. Skoðun 19. ágúst 2022 13:30
Boðar formlega til opins fundar klukkan 16 Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur formlega boðað til opins fundar í Iðnó klukkan 16 þar sem reiknað er með að hún muni tilkynna um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar. Innlent 19. ágúst 2022 08:36
Ingvar Gíslason er látinn Ingvar Gíslason, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og ráðherra, er látinn, 96 ára að aldri. Innlent 19. ágúst 2022 07:28
Starfsmenn hins opinbera fá milljónir í vasann Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er sá starfsmaður fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins eða borgarinnar sem var með hæstu tekjurnar árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hörður var með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun. Innlent 18. ágúst 2022 14:51
Lilja skákar Katrínu og Bjarna Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra, var með hærri laun en bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á síðasta ári. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var með 3.454.000 krónur á mánuði og trónir toppinn á lista Tekjublaðsins í flokknum „Forseti, alþingismenn og ráðherrar“. Innlent 18. ágúst 2022 13:11
Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. Innlent 18. ágúst 2022 12:30
Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins. Innlent 18. ágúst 2022 12:24
Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. Innlent 16. ágúst 2022 14:35
Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. Innlent 16. ágúst 2022 12:00
Skýrslunni skilað um næstu mánaðamót Búist er við að Ríkisendurskoðun skili skýrslu sinni um sölu á rúmlega 22 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 15. ágúst 2022 10:16
Loksins lög um nikótínpúða Eitt af þeim mikilvægu málum sem urðu að lögum við þinglok í júní var breyting á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þegar nikótínvörum var bætt við lögin. Þar með voru nikótínpúðar í fyrsta sinn settir undir skýrar reglur. Skoðun 15. ágúst 2022 09:01
Inga Hrefna ráðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Innlent 12. ágúst 2022 17:26
Segir rússneska sendiherrann vilja afvegaleiða umræðuna Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur vert að dusta rykið af lagafrumvarpi þar sem lagt er til að grein sem snýr að banni við því að móðga þjóðhöfðingja og smána fána þjóðríkja verði máð úr hegningarlögum. Innlent 11. ágúst 2022 11:19
Ekki Bjarna Benediktssonar að segja vinnuaflinu hvað það á og hvað ekki Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að þau átök sem verið hafi á milli hennar og Drífu Snædal fráfarandi formanns Alþýðusambandsins hafi verið pólitísk en ekki persónuleg. Hún gagnrýnir þá ummæli fjármálaráðherra um kjaraviðræður fram undan. Innlent 10. ágúst 2022 19:31
Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald? Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi ekki eign yfir heimildunum. Skoðun 10. ágúst 2022 08:01
„Þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar“ Um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Auka þurfi traust til sjávarútvegsins, en það verði ekki gert öðruvísi en með breytingum á regluverki. Innlent 8. ágúst 2022 20:14
Furðar sig á gagnrýni leigubílstjóra Innviðaráðherra furðar sig á gagnrýni leigubílstjóra á frumvarp ráðherrans um leigubílaakstur. Með frumvarpinu er ætlað að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Innlent 6. ágúst 2022 16:31
Bjarni staðfestir að hann sækist eftir endurkjöri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi hans í nóvember. Innlent 4. ágúst 2022 13:51
Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig rúmum fimm prósentustigum í fylgi frá því í júní og mælist nú með á milli 24 og 25 prósenta fylgi. Auk Sjálfstæðisflokksins bæta Flokkur fólksins og Miðflokkurinn við sig fylgi. Innlent 25. júlí 2022 15:35
Stærsta verkefnið: Verðbólga Óumflýjanlegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda um heim allan á Covid-19 tímanum sem snéru að auknum umsvifum hins opinbera og rýmri peningastefnu hafa ýtt undir hækkun á vöru og þjónustu. Þessu til viðbótar hefur innrás Rússlands í Úkraínu haft mikil áhrif á verðbólgu á heimsvísu. Skoðun 25. júlí 2022 13:01
Segir galið að hælisleitendur þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Hann gagnrýnir orð vararíkissaksóknara um að nóg sé af hommum á Íslandi. Innlent 22. júlí 2022 20:00
Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. Innlent 22. júlí 2022 15:04
Af hverju Fjarðarheiðargöng? Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga? Skoðun 21. júlí 2022 18:00
„Þá erum við í vondum málum, íslenskt samfélag“ Þingmaður segir það mun skaðlegra fyrir orðspor Íslands ef slegið yrði af kröfum um eftirlit með samkeppni, heldur en ef kaup fransks fjárfestingasjóðs á Mílu ná ekki fram að ganga. Samkeppniseftirlitið verði að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Viðskipti innlent 21. júlí 2022 12:00
Ring, ring, þing, það er neyðarástand! Halló Alþingi, halló framkvæmdavald, það er að skapast neyðarástand hjá flestum heimilum landsins! Hvað ætlið þið að gera í því?...du,du,du,du,du. Skoðun 19. júlí 2022 06:30
Staðan vissulega flókin og ýmislegt sem starfshópurinn þarf að vinna úr Áform heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hópinn hefur vakið hörð viðbrögð en heilbrigðisráðherra segir ekkert ákveðið í þeim málum. Mikil vinna sé fram undan hjá starfshópi við framkvæmdina, meðal annars með tilliti til laga. Of snemmt sé að ræða hvort refsing verði afnumin fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla. Innlent 17. júlí 2022 18:34
Tókust hart á um arðinn af sjávarútveginum Á Sprengisandi í dag tókust Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á um söluna á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi og um sjávarútvegsmál almennt. Innlent 17. júlí 2022 16:46
Bakslag í baráttunni og framkvæmdin ómöguleg: „Þetta er bara stórkostlega galin hugmynd“ Þingflokksformaður Pírata segir hugmyndir um að afnema refsingu aðeins fyrir ákveðinn hóp stórgallaðar og spyr hvort halda eigi fíklaskrá ríkisins. Sérfræðingur í skaðaminnkun segir tillöguna bakslag í baráttunni og telur hana á skjön við lög. Innlent 16. júlí 2022 21:58
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent