„Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 22. mars 2024 23:00 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist án aðhalds. Málið var áfram rætt á alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagði Halla Signý Kristinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins að Framsókn hefði með þessu tryggt að íslenska páskalambið rynni ljúflega niður í ár. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði að frumvarpið hefði í raun verið gallað og ríkisstjórnarflokkarnir hefðu bæði brugðist neytendum og bændum. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var á sama máli þegar rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann segir það kaldhæðnislega staðreynd að í sömu vikunni sé verið að ríkisvæða tryggingarfélag og slátra allri samkeppni í grein þar sem samkeppnin var ekki mikil fyrir. „Þannig að þetta er svolítið svört vika fyrir þá sem telja að ríkið eigi ekki að vera á samkeppnismörkuðum og telja kannski að heilbrigð samkeppni sé eitthvað sem komi neytendum betur heldur en einhverjar stýringar að ofan,“ segir Sigmar. Hefurðu einhverjar athug asemdir við lögin sjálf? Hverjar heldurðu að afleiðingarnar kynnu að verða? „Ég held að fólk sé ekki farið að átta sig á því hvað þetta getur haft ótrúlega slæmar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir bændur og neytendur. “ Hann tekur matvælaframleiðendurna Kaupfélag Skagfirðinga, SS, fyrirtæki MATA fjölskyldunnar og Stjörnugrís sem dæmi. „Þetta eru allt mjög vel stöndug fyrirtæki. Núna er þeim heimilt að gera nákvæmlega það sama, með löglegum hætti, og Samskip og Eimskip gerðu í ólöglegu samráði á flutningamarkaði. Nú er þetta bara heimilt,“ segir Sigmar. „Það er búið að taka út allt eftirlit. Það er búið að taka út allt sem segir að menn megi ekki hafa ólöglegt verðsamráð og skipta á milli sín mörkuðum. Það er bara algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi.“ Hann segir ástæðu fyrir því að Samkeppniseftirlitið sé til og fyrir því að eftirlitið hafi margoft stigið inn í þegar svínað hefur verið á neytendum með ólögmætum hætti. „Og ég skil ekki hvað menn eru andvaralausir gagnvart því að auðvitað geti það gerst hjá kjötafurðastöðvum og á þeim markaði, bara rétt eins og alls staðar annars staðar. Þannig að þetta er ekki gott.“ Landbúnaður Alþingi Viðreisn Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist án aðhalds. Málið var áfram rætt á alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagði Halla Signý Kristinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins að Framsókn hefði með þessu tryggt að íslenska páskalambið rynni ljúflega niður í ár. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði að frumvarpið hefði í raun verið gallað og ríkisstjórnarflokkarnir hefðu bæði brugðist neytendum og bændum. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var á sama máli þegar rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann segir það kaldhæðnislega staðreynd að í sömu vikunni sé verið að ríkisvæða tryggingarfélag og slátra allri samkeppni í grein þar sem samkeppnin var ekki mikil fyrir. „Þannig að þetta er svolítið svört vika fyrir þá sem telja að ríkið eigi ekki að vera á samkeppnismörkuðum og telja kannski að heilbrigð samkeppni sé eitthvað sem komi neytendum betur heldur en einhverjar stýringar að ofan,“ segir Sigmar. Hefurðu einhverjar athug asemdir við lögin sjálf? Hverjar heldurðu að afleiðingarnar kynnu að verða? „Ég held að fólk sé ekki farið að átta sig á því hvað þetta getur haft ótrúlega slæmar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir bændur og neytendur. “ Hann tekur matvælaframleiðendurna Kaupfélag Skagfirðinga, SS, fyrirtæki MATA fjölskyldunnar og Stjörnugrís sem dæmi. „Þetta eru allt mjög vel stöndug fyrirtæki. Núna er þeim heimilt að gera nákvæmlega það sama, með löglegum hætti, og Samskip og Eimskip gerðu í ólöglegu samráði á flutningamarkaði. Nú er þetta bara heimilt,“ segir Sigmar. „Það er búið að taka út allt eftirlit. Það er búið að taka út allt sem segir að menn megi ekki hafa ólöglegt verðsamráð og skipta á milli sín mörkuðum. Það er bara algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi.“ Hann segir ástæðu fyrir því að Samkeppniseftirlitið sé til og fyrir því að eftirlitið hafi margoft stigið inn í þegar svínað hefur verið á neytendum með ólögmætum hætti. „Og ég skil ekki hvað menn eru andvaralausir gagnvart því að auðvitað geti það gerst hjá kjötafurðastöðvum og á þeim markaði, bara rétt eins og alls staðar annars staðar. Þannig að þetta er ekki gott.“
Landbúnaður Alþingi Viðreisn Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira