„Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 22. mars 2024 23:00 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist án aðhalds. Málið var áfram rætt á alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagði Halla Signý Kristinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins að Framsókn hefði með þessu tryggt að íslenska páskalambið rynni ljúflega niður í ár. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði að frumvarpið hefði í raun verið gallað og ríkisstjórnarflokkarnir hefðu bæði brugðist neytendum og bændum. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var á sama máli þegar rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann segir það kaldhæðnislega staðreynd að í sömu vikunni sé verið að ríkisvæða tryggingarfélag og slátra allri samkeppni í grein þar sem samkeppnin var ekki mikil fyrir. „Þannig að þetta er svolítið svört vika fyrir þá sem telja að ríkið eigi ekki að vera á samkeppnismörkuðum og telja kannski að heilbrigð samkeppni sé eitthvað sem komi neytendum betur heldur en einhverjar stýringar að ofan,“ segir Sigmar. Hefurðu einhverjar athug asemdir við lögin sjálf? Hverjar heldurðu að afleiðingarnar kynnu að verða? „Ég held að fólk sé ekki farið að átta sig á því hvað þetta getur haft ótrúlega slæmar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir bændur og neytendur. “ Hann tekur matvælaframleiðendurna Kaupfélag Skagfirðinga, SS, fyrirtæki MATA fjölskyldunnar og Stjörnugrís sem dæmi. „Þetta eru allt mjög vel stöndug fyrirtæki. Núna er þeim heimilt að gera nákvæmlega það sama, með löglegum hætti, og Samskip og Eimskip gerðu í ólöglegu samráði á flutningamarkaði. Nú er þetta bara heimilt,“ segir Sigmar. „Það er búið að taka út allt eftirlit. Það er búið að taka út allt sem segir að menn megi ekki hafa ólöglegt verðsamráð og skipta á milli sín mörkuðum. Það er bara algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi.“ Hann segir ástæðu fyrir því að Samkeppniseftirlitið sé til og fyrir því að eftirlitið hafi margoft stigið inn í þegar svínað hefur verið á neytendum með ólögmætum hætti. „Og ég skil ekki hvað menn eru andvaralausir gagnvart því að auðvitað geti það gerst hjá kjötafurðastöðvum og á þeim markaði, bara rétt eins og alls staðar annars staðar. Þannig að þetta er ekki gott.“ Landbúnaður Alþingi Viðreisn Samkeppnismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist án aðhalds. Málið var áfram rætt á alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagði Halla Signý Kristinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins að Framsókn hefði með þessu tryggt að íslenska páskalambið rynni ljúflega niður í ár. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði að frumvarpið hefði í raun verið gallað og ríkisstjórnarflokkarnir hefðu bæði brugðist neytendum og bændum. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var á sama máli þegar rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann segir það kaldhæðnislega staðreynd að í sömu vikunni sé verið að ríkisvæða tryggingarfélag og slátra allri samkeppni í grein þar sem samkeppnin var ekki mikil fyrir. „Þannig að þetta er svolítið svört vika fyrir þá sem telja að ríkið eigi ekki að vera á samkeppnismörkuðum og telja kannski að heilbrigð samkeppni sé eitthvað sem komi neytendum betur heldur en einhverjar stýringar að ofan,“ segir Sigmar. Hefurðu einhverjar athug asemdir við lögin sjálf? Hverjar heldurðu að afleiðingarnar kynnu að verða? „Ég held að fólk sé ekki farið að átta sig á því hvað þetta getur haft ótrúlega slæmar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir bændur og neytendur. “ Hann tekur matvælaframleiðendurna Kaupfélag Skagfirðinga, SS, fyrirtæki MATA fjölskyldunnar og Stjörnugrís sem dæmi. „Þetta eru allt mjög vel stöndug fyrirtæki. Núna er þeim heimilt að gera nákvæmlega það sama, með löglegum hætti, og Samskip og Eimskip gerðu í ólöglegu samráði á flutningamarkaði. Nú er þetta bara heimilt,“ segir Sigmar. „Það er búið að taka út allt eftirlit. Það er búið að taka út allt sem segir að menn megi ekki hafa ólöglegt verðsamráð og skipta á milli sín mörkuðum. Það er bara algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi.“ Hann segir ástæðu fyrir því að Samkeppniseftirlitið sé til og fyrir því að eftirlitið hafi margoft stigið inn í þegar svínað hefur verið á neytendum með ólögmætum hætti. „Og ég skil ekki hvað menn eru andvaralausir gagnvart því að auðvitað geti það gerst hjá kjötafurðastöðvum og á þeim markaði, bara rétt eins og alls staðar annars staðar. Þannig að þetta er ekki gott.“
Landbúnaður Alþingi Viðreisn Samkeppnismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent