Grímulaus sérhagsmunagæsla Andrés Magnússon skrifar 25. mars 2024 10:30 Alþingi afgreiddi með miklum hraði breytingar á búvörulögum í liðinni viku. Innan við sólarhringur leið frá því að nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar lá fyrir þar til frumvarpið var orðið að lögum. Allt frá því að fyrstu drög að frumvarpi í þessa veru birtust á samráðsgátt stjórnvalda, hafa Neytendasamtökin, hagsmunaðilar í atvinnulífinu og Samkeppniseftirlitið varað mjög við efni þess. Sú mikla andstaða sem þar birtist virtist um hríð hafa náð að stöðva upphafleg áform og síðar hafa stuðlað að jákvæðum breytingum þó enn mætti málið bæta. Vonir manna brugðust endanlega með afgreiðslu málsins á leifturhraða í gegn um þingið. Raunar var um algerlega nýtt frumvarp að ræða þar sem öllum efnisatriðum fyrra frumvarps var breytt í meðförum þingnefndarinnar en fyrstu drög þess lögfest. Eina grein frumvarpsins sem stóð óbreytt segir til um hvenær það á að taka gildi. Engu að síður og þrátt fyrir hvatningu víðs vegar að, hunsaði atvinnuveganefnd Alþingis allar óskir um að nefndin tæki málið aftur fyrir. Hin nýsamþykktu lög heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers konar samráð, þeim verður heimilað að sameinast án takmarkana og þær hafa frjálsar hendur um verðlagningu afurða, til bænda og til verslunarinnar og þar með hafa veruleg áhrif á verð til neytenda. Til að bæta gráu ofan á svart taka allar þessar heimildir til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, en eins og margir vita er staða afurðastöðva mjög mismunandi eftir því hvaða búgreinum þær sinna. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að umræddar heimildir næðu eingöngu til afurðastöðva sem væru í meirihlutaeigu bænda. Hefur enda verið litið svo á að á bændur halli í ýmsu tilliti í samningaviðræðum við sína viðsemjendur, þ. á m. afurðastöðvar. Afl bænda sé takmarkað, þeir séu nokkuð sundraðir og standi því höllum fæti. Lögin veita á hinn bóginn afurðastöðvunum þær heimildir og það afl sem upphaflega stóð til að fá bændum. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um málið var bent með afgerandi hætti á þær afleiðingar sem samþykkt frumvarpsins mun a.ö.l. hafa þegar varnir sem samkeppnislög tryggja bændum og neytendum eru felldar niður. Á varnaðarorðin var ekki hlustað því niðurstaðan varð sú að með nýju lögunum voru veittar undanþágur frá samkeppnislögum sem eru ekki aðeins mun umfangsmeiri en þekkist nokkurs staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við heldur einnig víðtækari en þekkist í mjólkuriðnaði. Undirritaður hefur í um nær fjörutíu ára skeið unnið að hagsmungæslu fyrir íslenskt atvinnulíf og man fá ef nokkur dæmi þess að pólitísku valdi hafi verið beitt jafn grímulaust í þágu þröngra sérhagsmuna og í þessu máli. Eftir sitja bændur, neytendur og ekki síst íslensk verslun í vonlausri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum sem komin eru í einokunarstöðu. Afleiðingar slíkrar stöðu ættu allir að þekkja, ekki síst þeir sem aðhyllast frjálslyndar skoðanir í stjórnmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Alþingi Landbúnaður Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Alþingi afgreiddi með miklum hraði breytingar á búvörulögum í liðinni viku. Innan við sólarhringur leið frá því að nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar lá fyrir þar til frumvarpið var orðið að lögum. Allt frá því að fyrstu drög að frumvarpi í þessa veru birtust á samráðsgátt stjórnvalda, hafa Neytendasamtökin, hagsmunaðilar í atvinnulífinu og Samkeppniseftirlitið varað mjög við efni þess. Sú mikla andstaða sem þar birtist virtist um hríð hafa náð að stöðva upphafleg áform og síðar hafa stuðlað að jákvæðum breytingum þó enn mætti málið bæta. Vonir manna brugðust endanlega með afgreiðslu málsins á leifturhraða í gegn um þingið. Raunar var um algerlega nýtt frumvarp að ræða þar sem öllum efnisatriðum fyrra frumvarps var breytt í meðförum þingnefndarinnar en fyrstu drög þess lögfest. Eina grein frumvarpsins sem stóð óbreytt segir til um hvenær það á að taka gildi. Engu að síður og þrátt fyrir hvatningu víðs vegar að, hunsaði atvinnuveganefnd Alþingis allar óskir um að nefndin tæki málið aftur fyrir. Hin nýsamþykktu lög heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers konar samráð, þeim verður heimilað að sameinast án takmarkana og þær hafa frjálsar hendur um verðlagningu afurða, til bænda og til verslunarinnar og þar með hafa veruleg áhrif á verð til neytenda. Til að bæta gráu ofan á svart taka allar þessar heimildir til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, en eins og margir vita er staða afurðastöðva mjög mismunandi eftir því hvaða búgreinum þær sinna. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að umræddar heimildir næðu eingöngu til afurðastöðva sem væru í meirihlutaeigu bænda. Hefur enda verið litið svo á að á bændur halli í ýmsu tilliti í samningaviðræðum við sína viðsemjendur, þ. á m. afurðastöðvar. Afl bænda sé takmarkað, þeir séu nokkuð sundraðir og standi því höllum fæti. Lögin veita á hinn bóginn afurðastöðvunum þær heimildir og það afl sem upphaflega stóð til að fá bændum. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um málið var bent með afgerandi hætti á þær afleiðingar sem samþykkt frumvarpsins mun a.ö.l. hafa þegar varnir sem samkeppnislög tryggja bændum og neytendum eru felldar niður. Á varnaðarorðin var ekki hlustað því niðurstaðan varð sú að með nýju lögunum voru veittar undanþágur frá samkeppnislögum sem eru ekki aðeins mun umfangsmeiri en þekkist nokkurs staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við heldur einnig víðtækari en þekkist í mjólkuriðnaði. Undirritaður hefur í um nær fjörutíu ára skeið unnið að hagsmungæslu fyrir íslenskt atvinnulíf og man fá ef nokkur dæmi þess að pólitísku valdi hafi verið beitt jafn grímulaust í þágu þröngra sérhagsmuna og í þessu máli. Eftir sitja bændur, neytendur og ekki síst íslensk verslun í vonlausri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum sem komin eru í einokunarstöðu. Afleiðingar slíkrar stöðu ættu allir að þekkja, ekki síst þeir sem aðhyllast frjálslyndar skoðanir í stjórnmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun