„Eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. mars 2024 17:00 Inga Sæland var ómyrk í máli um aðgerðaráætlun í þágu fatlaðs fólks. „Innihaldslaust blaður,“ segir hún á meðan ekki sé búið að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. vísir/vilhelm Hasar var á Alþingi við umræður um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Þingmanni Vinstri grænna ofbauð framganga Ingu Sæland formanns Flokks fólksins þegar hún tjáði sig um málið. Framkvæmdaáætlunin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, með þingsályktunartillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Um er að ræða aðgerðir sem eiga að koma ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í framkvæmd. Plagg sem er lögbundið að útbúa á fjögurra ára fresti, og gildir áætlunin fyrir árin 2024-2027. Guðmundur Ingi, sá í Vinstri grænum, mælti fyrir tillögunni.vísir/vilhelm Í kjólinn fyrir jólin Flokkur fólksins hefur lítið gefið fyrir þær aðgerðir sem samþykktar voru og sérstaklega gagnrýnt að sjálfur samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi enn ekki verið lögfestur. „Þetta er í kjólinn fyrir jólin ef maður er búinn að léttast um 40 kíló kannski. En núna, eins og staðan er, þá er verið að byrja á öfugum enda,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í umræðum um tillöguna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sagði alla þá hagsmunaaðila fatlaðs fólks hafa fengið kaldar kveðjur Flokks fólksins með afstöðu gegn áætluninni. „Það er leitt að sjá að þau skuli ekki sjá fyrir sér að styðja þetta góða mál. Samt sem áður fá þessar sextíu aðgerðir víðtækan pólitískar stuðning og það er jákvætt,“ sagði Guðmundur Ingi. „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ Inga Sæland hóf mál sitt á því að bera af sér sakir um dónaskap og furðulega framgöngu. „Það er verið að byggja á einhverju sem hefur ekki verið leitt í lög. Það er sannfæring Flokks fólksins af öllu hjarta, enda líka eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn annan einstakling?“ spurði Inga í ræðustól. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur kallaði þá úr þingsal: „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ en Inga hélt áfram og sagði sannfæringu þeirra hjá Flokki fólksins hljóti að mega ráða. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.vísir/vilhelm „Hversu lágt getur fólk lagst?“ sagði Bjarkey síðan á meðan Inga steig úr pontu. Afstaðan vanvirðing Birgir Ármannsson forseti Alþingis áminnti þingmennina um það að gefa þingmönnum tækifæri á að ljúka máli sínu. Sagði hann auk þess að ekki sé gert ráð fyrir því að þingmenn tjái sig efnislega um mál að lokinni lokaatkvæðagreiðslu, líkt og Inga gerði í þessu tilfelli. Guðmundur Ingi Kristinsson gaf lítið fyrir plaggið. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins tók einnig til máls: „Ég má hafa þá skoðun sem ég vil hafa, án þess að það sé snúið út úr því að ég sé með einhverjar óeðlilegar hvatir eða fullyrðingar,“ sagði Guðmundur Ingi og beindi orðum sínum til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur sem hafði áður sagt afstöðu Flokks fólksins vanvirðingu við þá sem framkvæmdaáætlunin á að vernda. Horfa má á umræðurnar hér. Inga Sæland ræddi málið auk þess í Bítinu á Bylgjunni: Alþingi Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Framkvæmdaáætlunin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, með þingsályktunartillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Um er að ræða aðgerðir sem eiga að koma ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í framkvæmd. Plagg sem er lögbundið að útbúa á fjögurra ára fresti, og gildir áætlunin fyrir árin 2024-2027. Guðmundur Ingi, sá í Vinstri grænum, mælti fyrir tillögunni.vísir/vilhelm Í kjólinn fyrir jólin Flokkur fólksins hefur lítið gefið fyrir þær aðgerðir sem samþykktar voru og sérstaklega gagnrýnt að sjálfur samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi enn ekki verið lögfestur. „Þetta er í kjólinn fyrir jólin ef maður er búinn að léttast um 40 kíló kannski. En núna, eins og staðan er, þá er verið að byrja á öfugum enda,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í umræðum um tillöguna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sagði alla þá hagsmunaaðila fatlaðs fólks hafa fengið kaldar kveðjur Flokks fólksins með afstöðu gegn áætluninni. „Það er leitt að sjá að þau skuli ekki sjá fyrir sér að styðja þetta góða mál. Samt sem áður fá þessar sextíu aðgerðir víðtækan pólitískar stuðning og það er jákvætt,“ sagði Guðmundur Ingi. „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ Inga Sæland hóf mál sitt á því að bera af sér sakir um dónaskap og furðulega framgöngu. „Það er verið að byggja á einhverju sem hefur ekki verið leitt í lög. Það er sannfæring Flokks fólksins af öllu hjarta, enda líka eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn annan einstakling?“ spurði Inga í ræðustól. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur kallaði þá úr þingsal: „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ en Inga hélt áfram og sagði sannfæringu þeirra hjá Flokki fólksins hljóti að mega ráða. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.vísir/vilhelm „Hversu lágt getur fólk lagst?“ sagði Bjarkey síðan á meðan Inga steig úr pontu. Afstaðan vanvirðing Birgir Ármannsson forseti Alþingis áminnti þingmennina um það að gefa þingmönnum tækifæri á að ljúka máli sínu. Sagði hann auk þess að ekki sé gert ráð fyrir því að þingmenn tjái sig efnislega um mál að lokinni lokaatkvæðagreiðslu, líkt og Inga gerði í þessu tilfelli. Guðmundur Ingi Kristinsson gaf lítið fyrir plaggið. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins tók einnig til máls: „Ég má hafa þá skoðun sem ég vil hafa, án þess að það sé snúið út úr því að ég sé með einhverjar óeðlilegar hvatir eða fullyrðingar,“ sagði Guðmundur Ingi og beindi orðum sínum til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur sem hafði áður sagt afstöðu Flokks fólksins vanvirðingu við þá sem framkvæmdaáætlunin á að vernda. Horfa má á umræðurnar hér. Inga Sæland ræddi málið auk þess í Bítinu á Bylgjunni:
Alþingi Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira