Stjórnmálin koma okkur öllum við Arnar Freyr Sigurðsson skrifar 26. mars 2024 16:00 Núna síðastliðinn fimmtudag voru ný lög samþykkt á Alþingi sem gerir kjötframleiðendum undanþegna samkeppnislögum. Það er enþá hægt að koma í veg fyrir þessi lög, ef nægar undirskriftir safnast og verða þær að koma tveimur vikum frá því að lögin voru samþykkt á Alþingi skv. 26.gr stjórnarskrárinnar. En hún hljóðar svo: „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Eini forsetinn í sögu lýðveldsins sem hefur virkjað þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er Ólafur Ragnar Grímsson, en hann gerði það í þrígang í sinni forsetatíð. Það var Fjölmiðlafrumvarpið árið 2004, og svo Icesave í tvígang árin 2010 og 2011. Rómverska skáldið Juvenalis, vildi meina að rómversk alþýða sóttist helst eftir brauði og leikum. Þar sem það þótti mikið eftirsóttara að spá í hvað ætti sér stað í hringleikahúsinu fremur en hvað ætti sér stað í stjórnsýslunni. Núna tvö þúsund árum síðar hefur hringleikahúsið breyst í knattspyrnuvöll, og ég vil meina að almenningur hafi mun meiri áhuga á þessum landsleik Íslands og Úkraínu en þessum lögum. Ég hef verið með annan fótinn í Suður-Kóreu síðustu ár, og mér hefur þótt merkilegt hvað almenningur tekur mikinn þátt í stjórnmálum þar í landi. Enda er ekki langt síðan að grunaðir kommúnistar þar voru teknir af lífi án dóms og laga, og komst lýðræði ekki á fyrr en seint á níunda áratugnum. Allt fólkið sem ég hef kynnst þar hefur gríðarlegar miklar skoðanir á stjórnmálum þar og hefur tekið þátt í öll kosningum sem það hefur getað tekið þátt í. Ef lýðræðið á að virka, þá verður almenningur að taka virkan þátt, en ekki einungis mæta í kjörklefann á fjögurra ára fresti. Fyrir Orkupakka 3 árið 2019 voru um sjö þúsund undirskriftir afhendar og þótti forseta það ekki vera nógu hátt hlutfall kosningabærra manna. Tökum þátt og sýnum að lýðræðið á Íslandi gangi upp, því að stjórnmálin koma okkur öllum við. Höfundur er sagnfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Sjá meira
Núna síðastliðinn fimmtudag voru ný lög samþykkt á Alþingi sem gerir kjötframleiðendum undanþegna samkeppnislögum. Það er enþá hægt að koma í veg fyrir þessi lög, ef nægar undirskriftir safnast og verða þær að koma tveimur vikum frá því að lögin voru samþykkt á Alþingi skv. 26.gr stjórnarskrárinnar. En hún hljóðar svo: „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Eini forsetinn í sögu lýðveldsins sem hefur virkjað þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er Ólafur Ragnar Grímsson, en hann gerði það í þrígang í sinni forsetatíð. Það var Fjölmiðlafrumvarpið árið 2004, og svo Icesave í tvígang árin 2010 og 2011. Rómverska skáldið Juvenalis, vildi meina að rómversk alþýða sóttist helst eftir brauði og leikum. Þar sem það þótti mikið eftirsóttara að spá í hvað ætti sér stað í hringleikahúsinu fremur en hvað ætti sér stað í stjórnsýslunni. Núna tvö þúsund árum síðar hefur hringleikahúsið breyst í knattspyrnuvöll, og ég vil meina að almenningur hafi mun meiri áhuga á þessum landsleik Íslands og Úkraínu en þessum lögum. Ég hef verið með annan fótinn í Suður-Kóreu síðustu ár, og mér hefur þótt merkilegt hvað almenningur tekur mikinn þátt í stjórnmálum þar í landi. Enda er ekki langt síðan að grunaðir kommúnistar þar voru teknir af lífi án dóms og laga, og komst lýðræði ekki á fyrr en seint á níunda áratugnum. Allt fólkið sem ég hef kynnst þar hefur gríðarlegar miklar skoðanir á stjórnmálum þar og hefur tekið þátt í öll kosningum sem það hefur getað tekið þátt í. Ef lýðræðið á að virka, þá verður almenningur að taka virkan þátt, en ekki einungis mæta í kjörklefann á fjögurra ára fresti. Fyrir Orkupakka 3 árið 2019 voru um sjö þúsund undirskriftir afhendar og þótti forseta það ekki vera nógu hátt hlutfall kosningabærra manna. Tökum þátt og sýnum að lýðræðið á Íslandi gangi upp, því að stjórnmálin koma okkur öllum við. Höfundur er sagnfræðinemi.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar