Vilja koma böndum á bókhald trúfélaga Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 21:41 Guðrún Hafsteinsdóttir er fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að auka kröfur á forsvarsmenn trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, sjóða og stofnana varðandi utanumhald reksturs. Það regluverk sem gildir um slík félög hér á landi þykir skapa verulega hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samkvæmt frumvarpinu, sem finna má hér á vef Alþingis, á að skikka áðurnefnda forsvarsmenn til að halda bókhald um rekstur trú- og lífsskoðunarfélaga og gera ársreikninga. Þetta eigi að gera utanumhald fjármuna skýrara. Ársreikningum á að skila til sýslumanns og honum yrði gert að leggja sektir á félög sem skiluðu þeim ekki. Þá er einnig lagt til í frumvarpinu að að breytingar verði gerðar og nýtt ákvæði sett í lög sem kveði á um hæfisskilyrði stjórnarmanna trú- og lífsskoðunarfélaga. „Eru þetta m.a. hæfisskilyrði er varða lögræði, búsforræði og búsetu. Þá er lagt til ákvæði um viðurlög við brotum á lögunum.“' Sjá einnig: Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Í greinargerð frumvarpsins segir að Ísland sé skuldbundið til þess að samræma löggjöf sína að tilmælum alþjóðlega fjármálaaðgerðahópsins Financial Action Task Force, eða FATF. Greining og áhættumat ríkislögreglustjóra hafi sýnt fram á að regluverkið hér á landi skapi hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sjá einnig: Vill breyta lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti Bæði í gegnum trú- og lífsskoðunarfélög og sjóði og stofnanir sem starfi samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. „Það er opinber stefna íslenskra stjórnvalda að íslensk löggjöf skuli á hverjum tíma innihalda fullnægjandi varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og uppfylla þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til varna gegn slíkum brotum,“ segir í greinargerðinni. Mikilvægt þykir að þessar lagabreytingar hafi tekið gildi þegar næsta úttekt FATF fer fram hér á landi á næsta ári. Trúmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Tengdar fréttir Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður. 27. desember 2023 17:58 Annmarkar á vörnum allra stóru bankanna gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur talið vera annmarka á vörnum allra stóru viðskiptabankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eftir að það framkvæmdi vettvangsathugun hjá bönkunum á liðnu ári. Arion banki hefur nýlega óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart fjármálaeftirlitinu með sátt. 31. október 2023 09:18 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Samkvæmt frumvarpinu, sem finna má hér á vef Alþingis, á að skikka áðurnefnda forsvarsmenn til að halda bókhald um rekstur trú- og lífsskoðunarfélaga og gera ársreikninga. Þetta eigi að gera utanumhald fjármuna skýrara. Ársreikningum á að skila til sýslumanns og honum yrði gert að leggja sektir á félög sem skiluðu þeim ekki. Þá er einnig lagt til í frumvarpinu að að breytingar verði gerðar og nýtt ákvæði sett í lög sem kveði á um hæfisskilyrði stjórnarmanna trú- og lífsskoðunarfélaga. „Eru þetta m.a. hæfisskilyrði er varða lögræði, búsforræði og búsetu. Þá er lagt til ákvæði um viðurlög við brotum á lögunum.“' Sjá einnig: Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Í greinargerð frumvarpsins segir að Ísland sé skuldbundið til þess að samræma löggjöf sína að tilmælum alþjóðlega fjármálaaðgerðahópsins Financial Action Task Force, eða FATF. Greining og áhættumat ríkislögreglustjóra hafi sýnt fram á að regluverkið hér á landi skapi hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sjá einnig: Vill breyta lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti Bæði í gegnum trú- og lífsskoðunarfélög og sjóði og stofnanir sem starfi samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. „Það er opinber stefna íslenskra stjórnvalda að íslensk löggjöf skuli á hverjum tíma innihalda fullnægjandi varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og uppfylla þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til varna gegn slíkum brotum,“ segir í greinargerðinni. Mikilvægt þykir að þessar lagabreytingar hafi tekið gildi þegar næsta úttekt FATF fer fram hér á landi á næsta ári.
Trúmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Tengdar fréttir Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður. 27. desember 2023 17:58 Annmarkar á vörnum allra stóru bankanna gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur talið vera annmarka á vörnum allra stóru viðskiptabankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eftir að það framkvæmdi vettvangsathugun hjá bönkunum á liðnu ári. Arion banki hefur nýlega óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart fjármálaeftirlitinu með sátt. 31. október 2023 09:18 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður. 27. desember 2023 17:58
Annmarkar á vörnum allra stóru bankanna gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur talið vera annmarka á vörnum allra stóru viðskiptabankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eftir að það framkvæmdi vettvangsathugun hjá bönkunum á liðnu ári. Arion banki hefur nýlega óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart fjármálaeftirlitinu með sátt. 31. október 2023 09:18