„Fólk deyr bara á biðlistum“ Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 26. mars 2024 21:09 Jón K. Jacobsen er varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra. Vísir/Sigurjón Efnt var til minningarstundar í dómkirkjunni síðdegis í dag um þau sem látist hafa úr fíknisjúkdómi. Varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir fólk deyja á biðlistum meðan stjórnvöld setji ekki fjármagn í málaflokkinn og marki sér ekki. „Helstu baráttumálin eru náttúrulega að vekja ráðamenn til lífsins í sambandi við fíknisjúkdóminn. Það þarf að fara að taka heildræna stefnu og setja fjármagn í þetta. Fólk deyr bara á biðlistum og það er verið að keyra meðferðarstöðvar á hálfri getu út af peningaskorti,“ segir Jón K. Jacobsen, varaformaður samtakanna. Jón þekkir baráttu við fíknisjúkdóminn sjálfur, og barnsmóðir hans lést úr fíknisjúkdómi. „Ég hef verið að vinna á meðferðarstöðvum, verið í AA starfi inni í fangelsunum og verið að vinna með Rauða krossinum,“ segir Jón. Það sama gildi þar. „Það er lítill peningur inni í fangelsunum í betrun og það er í raun og veru ekkert sem tekur við, hvort sem þú ert að koma úr meðferð eða koma út úr fangelsi. Það vantar bara heildræna stefnu til að grípa fólkið sem er að deyja.“ Ráðstafnir gerðar þegar hamfarir ríði yfir Fólk sem sótti minningarathöfnina gat skilið eftir skilaboð til þingmanna í þar til gerðum kassa. Jón segir helstu skilaboðin vera þau að það þýði ekki að keyra kerfin áfram fjársvelt. „Ég heyrði nú í Willum heilbrigðisráðherra, hef mætt honum og Ásmundi barnamálaráðherra. Ef það á að fara að stofna eitthvað í sambandi við hamfarir, ég veit nú ekki að fólk hafi dáið af hamförum á Íslandi, hvort sem það er eldgos eða hvað, en það eru 100 manns að deyja á hverju ári.“ Jón segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar í málaflokkum þegar fólk deyi, til að mynda hvað varðar umferðaröryggi. „Þá var tekið á þeim málum heildrænt. En það virðist ekki ætla að vera í þessum fíkniefnamálum. Fíknisjúkdómurinn er að taka ungu kynslóðina og líka eldri kynslóðina, því miður.“ Fíkn Félagsmál Reykjavík Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Helstu baráttumálin eru náttúrulega að vekja ráðamenn til lífsins í sambandi við fíknisjúkdóminn. Það þarf að fara að taka heildræna stefnu og setja fjármagn í þetta. Fólk deyr bara á biðlistum og það er verið að keyra meðferðarstöðvar á hálfri getu út af peningaskorti,“ segir Jón K. Jacobsen, varaformaður samtakanna. Jón þekkir baráttu við fíknisjúkdóminn sjálfur, og barnsmóðir hans lést úr fíknisjúkdómi. „Ég hef verið að vinna á meðferðarstöðvum, verið í AA starfi inni í fangelsunum og verið að vinna með Rauða krossinum,“ segir Jón. Það sama gildi þar. „Það er lítill peningur inni í fangelsunum í betrun og það er í raun og veru ekkert sem tekur við, hvort sem þú ert að koma úr meðferð eða koma út úr fangelsi. Það vantar bara heildræna stefnu til að grípa fólkið sem er að deyja.“ Ráðstafnir gerðar þegar hamfarir ríði yfir Fólk sem sótti minningarathöfnina gat skilið eftir skilaboð til þingmanna í þar til gerðum kassa. Jón segir helstu skilaboðin vera þau að það þýði ekki að keyra kerfin áfram fjársvelt. „Ég heyrði nú í Willum heilbrigðisráðherra, hef mætt honum og Ásmundi barnamálaráðherra. Ef það á að fara að stofna eitthvað í sambandi við hamfarir, ég veit nú ekki að fólk hafi dáið af hamförum á Íslandi, hvort sem það er eldgos eða hvað, en það eru 100 manns að deyja á hverju ári.“ Jón segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar í málaflokkum þegar fólk deyi, til að mynda hvað varðar umferðaröryggi. „Þá var tekið á þeim málum heildrænt. En það virðist ekki ætla að vera í þessum fíkniefnamálum. Fíknisjúkdómurinn er að taka ungu kynslóðina og líka eldri kynslóðina, því miður.“
Fíkn Félagsmál Reykjavík Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent