„Fólk deyr bara á biðlistum“ Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 26. mars 2024 21:09 Jón K. Jacobsen er varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra. Vísir/Sigurjón Efnt var til minningarstundar í dómkirkjunni síðdegis í dag um þau sem látist hafa úr fíknisjúkdómi. Varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir fólk deyja á biðlistum meðan stjórnvöld setji ekki fjármagn í málaflokkinn og marki sér ekki. „Helstu baráttumálin eru náttúrulega að vekja ráðamenn til lífsins í sambandi við fíknisjúkdóminn. Það þarf að fara að taka heildræna stefnu og setja fjármagn í þetta. Fólk deyr bara á biðlistum og það er verið að keyra meðferðarstöðvar á hálfri getu út af peningaskorti,“ segir Jón K. Jacobsen, varaformaður samtakanna. Jón þekkir baráttu við fíknisjúkdóminn sjálfur, og barnsmóðir hans lést úr fíknisjúkdómi. „Ég hef verið að vinna á meðferðarstöðvum, verið í AA starfi inni í fangelsunum og verið að vinna með Rauða krossinum,“ segir Jón. Það sama gildi þar. „Það er lítill peningur inni í fangelsunum í betrun og það er í raun og veru ekkert sem tekur við, hvort sem þú ert að koma úr meðferð eða koma út úr fangelsi. Það vantar bara heildræna stefnu til að grípa fólkið sem er að deyja.“ Ráðstafnir gerðar þegar hamfarir ríði yfir Fólk sem sótti minningarathöfnina gat skilið eftir skilaboð til þingmanna í þar til gerðum kassa. Jón segir helstu skilaboðin vera þau að það þýði ekki að keyra kerfin áfram fjársvelt. „Ég heyrði nú í Willum heilbrigðisráðherra, hef mætt honum og Ásmundi barnamálaráðherra. Ef það á að fara að stofna eitthvað í sambandi við hamfarir, ég veit nú ekki að fólk hafi dáið af hamförum á Íslandi, hvort sem það er eldgos eða hvað, en það eru 100 manns að deyja á hverju ári.“ Jón segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar í málaflokkum þegar fólk deyi, til að mynda hvað varðar umferðaröryggi. „Þá var tekið á þeim málum heildrænt. En það virðist ekki ætla að vera í þessum fíkniefnamálum. Fíknisjúkdómurinn er að taka ungu kynslóðina og líka eldri kynslóðina, því miður.“ Fíkn Félagsmál Reykjavík Alþingi Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan hörfar undan vindi og vætu á morgun Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Sjá meira
„Helstu baráttumálin eru náttúrulega að vekja ráðamenn til lífsins í sambandi við fíknisjúkdóminn. Það þarf að fara að taka heildræna stefnu og setja fjármagn í þetta. Fólk deyr bara á biðlistum og það er verið að keyra meðferðarstöðvar á hálfri getu út af peningaskorti,“ segir Jón K. Jacobsen, varaformaður samtakanna. Jón þekkir baráttu við fíknisjúkdóminn sjálfur, og barnsmóðir hans lést úr fíknisjúkdómi. „Ég hef verið að vinna á meðferðarstöðvum, verið í AA starfi inni í fangelsunum og verið að vinna með Rauða krossinum,“ segir Jón. Það sama gildi þar. „Það er lítill peningur inni í fangelsunum í betrun og það er í raun og veru ekkert sem tekur við, hvort sem þú ert að koma úr meðferð eða koma út úr fangelsi. Það vantar bara heildræna stefnu til að grípa fólkið sem er að deyja.“ Ráðstafnir gerðar þegar hamfarir ríði yfir Fólk sem sótti minningarathöfnina gat skilið eftir skilaboð til þingmanna í þar til gerðum kassa. Jón segir helstu skilaboðin vera þau að það þýði ekki að keyra kerfin áfram fjársvelt. „Ég heyrði nú í Willum heilbrigðisráðherra, hef mætt honum og Ásmundi barnamálaráðherra. Ef það á að fara að stofna eitthvað í sambandi við hamfarir, ég veit nú ekki að fólk hafi dáið af hamförum á Íslandi, hvort sem það er eldgos eða hvað, en það eru 100 manns að deyja á hverju ári.“ Jón segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar í málaflokkum þegar fólk deyi, til að mynda hvað varðar umferðaröryggi. „Þá var tekið á þeim málum heildrænt. En það virðist ekki ætla að vera í þessum fíkniefnamálum. Fíknisjúkdómurinn er að taka ungu kynslóðina og líka eldri kynslóðina, því miður.“
Fíkn Félagsmál Reykjavík Alþingi Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan hörfar undan vindi og vætu á morgun Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Sjá meira