Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. Innlent 27. desember 2020 12:18
Píratar vilja minnihlutastjórn VG og Framsóknar og kosningar í vor Píratar segjast tilbúnir til að styðja minnihluta stjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks gegn því að gengið verði til kosninga í vor. Þeir segjast með þessu vera að rétta fram sáttarhönd í kjölfarið á meintum sóttvarnarbrotum fjármálaráðherra. Innlent 26. desember 2020 18:31
Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. Innlent 25. desember 2020 13:27
Jólaviðtalið við Bjarna Ben á Bylgjunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er í jólaviðtali hjá Heimi Karlssyni sem spilað verður á Bylgjunni klukkan tíu á jóladag. Innlent 25. desember 2020 09:00
Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. Innlent 24. desember 2020 15:17
„Bjarni hlýtur að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem setji sóttvarnareglur fari ekki sjálfir eftir þeim. Það sé grafalvarlegt og ráðherra þurfi að íhuga það alvarlega hvort þjóðin beri enn traust til hans. Innlent 24. desember 2020 12:35
Ummæli ársins 2020: Þetta Covid sem enginn þekkti, hlýðnir Akureyringar og sauðfjárbúskapur sem lífsstíll Líkt og undanfarin ár rifjar Vísir upp eftirminnileg ummæli sem fallið hafa á árinu sem er að líða. Í flestum þeirra endurspeglast nokkur af stærri fréttamálum ársins. Innlent 24. desember 2020 09:01
Bóluefnavandi ríkisstjórnarinnar Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi varðandi bólusetningu landsmanna vegna COVID 19. Skoðun 23. desember 2020 14:46
Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. Innlent 23. desember 2020 12:15
Píratar mælast næststærsti flokkurinn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkur landsins miðað við nýja könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið og birt er í dag. Flokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi og dalar örlítið. Innlent 23. desember 2020 07:27
Vegna villandi umræðu um fæðingarorlof og nálgunarbann Mjög villandi umræða og beinlínis röng, hefur fengið vængi í fjölmiðlum hvað varðar rétt til töku fæðingarorlofs undir nálgunarbanni. Að því tilefni er ég knúin til að rita nokkur orð til þess að leiða umræðuna á rétta braut. Skoðun 20. desember 2020 16:01
Stór sigur í jafnréttismálum Undanfarnar vikur hefur frumvarp félagsmálaráðherra um fæðingar og foreldraorlof verið til umræðu í þinginu og samfélaginu öllu. Það hefur verið fróðlegt og gott nesti inn í umræðuna á þinginu, sérstaklega þegar um er að ræða svo mikilvægt mál. Skoðun 20. desember 2020 10:00
Fjárlög sem verja lífsgæði Fjárlög næsta árs hafa verið samþykkt á Alþingi og bera skýrt merki þess að við höfum átt í baráttu allt þetta ár við heimsfaraldur og afleiðingar hans. Aðferðafræði stjórnvalda til að takast á við vandann er skýr þegar horft er á stóru tölurnar í frumvarpinu. Skoðun 19. desember 2020 08:00
Fjárlög næsta árs samþykkt á Alþingi Fjárlög 2021 voru samþykkt á Alþingi nú rétt eftir klukkan tíu með 33 atkvæðum en 28 greiddu ekki atkvæði. Fjárlögin markast af viðbrögðum stjórnvalda við áhrifum kreppunnar sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Innlent 18. desember 2020 23:03
Laun Katrínar munu líklega hækka um 170 þúsund krónur í sumar Björn Leví Gunnarsson Pírati segir miklar launahækkanir þingmanna ekki forsvaranlegar en boltinn sé hjá ríkisstjórninni. Innlent 18. desember 2020 12:46
Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. Innlent 18. desember 2020 11:59
Örlítill grenjandi minnihluti Steingríms er mikill minnihluti Athyglisverðar orðskýringar Steingríms J. Sigfússonar vekja athygli. Innlent 18. desember 2020 10:08
Erlendir lögreglumenn geti haft lögregluvald á Íslandi Dómsmálaráðherra segir erlendum lögreglumönnum ekki verða gefið ótakmarkað lögregluvald þótt þeir fái heimild til að sinna lögreglustörfum hér á landi samkvæmt nýju frumvarpi. Þingmaður Pírata lýsti áhyggjum af þessum fyrirhuguðu breytingum á lögreglulögum á Alþingi í morgun. Innlent 17. desember 2020 13:23
Stjórnvöld munu styðja við Seyðfirðinga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni styðja þær stofnanir sem komi að uppbyggingu eftir flóð eins og urðu á Seyðisfirði í fyrradag. Innlent 17. desember 2020 12:42
Rósa Björk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk í dag til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar. Hún hefur setið sem óháður þingmaður á Alþingi síðastliðna þrjá mánuði, en var þar áður í þingflokki Vinstri grænna. Innlent 16. desember 2020 13:20
Fylgjast náið með njósnahneykslinu í Danmörku Íslensk stjórnvöld fylgast náið með framvindu njósnahneykslis sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu, eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, aðgang að ljósleiðurum. Innlent 16. desember 2020 10:08
Eftir höfðinu dansa limirnir Ég þekki það vel hvernig það er að kljást við höfuðið. Það er líklega glíma sem við þekkjum flest. Enda sammannlegt að vera með höfuð þótt við séum vissulega misgóð í að halda höfði. Í höfðinu hreiðra líka um sig tilfinningarnar gleðin sem við þekkjum svo vel: þráin og spennan en líka reiðin, sorgin og efinn. Skoðun 16. desember 2020 08:32
Mildaðir nauðgunardómar séu afleiðing manneklu Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum eru mildaðir í Landsrétti vegna dráttar á málsmeðferð. Þingmaður Viðreisnar segir ástæðuna vera aukinn málafjölda og skort á starfsfólki hjá ákæruvaldinu. Innlent 15. desember 2020 19:45
Verjum störf og sköpum ný Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð lagt áherslu á að atvinna sé undirstaða velferðar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Vaxandi atvinnuleysi, samdráttur í landsframleiðslu, versnandi hagvaxtarhorfur og samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu kalla á skjót viðbrögð stjórnvalda. Skoðun 15. desember 2020 14:02
Vanþekking eða popúlismi? Umræðan um hálendisþjóðgarð hefur verið afhjúpandi því í henni er að koma í ljós hverjir ætla að standa með náttúruvernd þegar á reynir. Ekki treysta öll sér til að lýsa beinlínis andstöðu við frumvarpið, þó sum geri það vissulega, en andstaða þeirra birtist í formi fyrirsláttar, gagnrýni sem byggir á vanþekkingu eða snýr að auðleysanlegum tæknilegum atriðum. Skoðun 15. desember 2020 13:31
Meiri sveigjanleiki í fæðingarorlofi samkvæmt drögum að nefndaráliti Framseljanlegum mánuðum í lengdu fæðingarorlofi verður fjölgað úr einum í tvo samkvæmt drögum að nefndaráliti velferðarnefndar Alþingis. Enn er þó ágreiningur um málið innan nefndarinnar. Innlent 15. desember 2020 12:00
Hvernig klúðra skal hálendisþjóðgarði Þegar ég átti stutt samtal við Umhverfisráðherra í sumar sagði ég honum að það væri algjört lykilatriði að fá ekki þúsund litla hópa upp á móti hálendisþjóðgarði. Markmiðið væri gott og stuðningur við þjóðgarðinn í skoðanakönnunum. Skoðun 15. desember 2020 08:31
Tæplega 2300 umsækjendur um alþjóðlega vernd síðustu þrjú ár Alls hafa 2263 sótt um alþjóðlega vernd á árunum 2018, 2019 og á fyrstu tíu mánuðum ársins 2020. Af þeim var um helmingur umsóknanna tekinn strax í efnislega meðferð hjá Útlendingastofnun. Fjórðungur umsækjenda hafði þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru EES- eða EFTA ríki. Innlent 14. desember 2020 20:20
Segir frumvarp um kynrænt sjálfræði ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál Þingmenn Miðflokksins mótmæltu frumvarpi um kynrænt sjálfræði í pontu Alþingis undir kvöld. Frumvarpinu er ætlað að banna ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna og Miðflokksmenn eru sagðir standa einir gegn því á Alþingi. Innlent 14. desember 2020 20:00
Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ Innlent 14. desember 2020 16:05