Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. október 2022 14:32 Þau Sigmundur Davíð og Bryndís Haraldsdóttir hafa sterkar skoðanir á innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs þar sem aðstæður voru kannaðar í málaflokknum. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur verið gagnrýnin á framlag ríkisins á hvern flóttamann. bylgjan Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. Þau Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mættu til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisand í dag. Þau Bryndís og Sigmundur höfðu nýverið kannað ástand innflytjendamála í Noregi og Danmörku á vegum allsherjar- og menntamálanefndar. Þau voru þó ósammála um ályktanir sem megi draga af þeirri ferð. Nánar tiltekið hvort sátt ríki um innflytjendamálin þar ytra en þau eru sammála um að Danmörk reki hörðustu innflytjendastefnuna. Bryndís kveðst vilja horfa til Noregs og vill liðka fyrir komu sérfræðinga og vinnuafls með betri skilgreiningu flóttafólks. „Nú hafa ráðherrar okkar lagt fjórum sinnum lagt fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið,“ segir Bryndís og bætir við að umræðan um flóttafólk hafi verið út um allt og alls staðar á þingi í mjög tilfinningaríkri umræðu um flóttafólk. „Ég vil að við tölum út frá staðreyndum og finnum betri leiðir. Við þurfum að laga lögin og ég hef sagt að ég horfi sérstaklega til til Norðmanna varðandi svokallaðrar aðlögunarstefnu.“ Bryndís segir stefnu Norðmanna snúa að því að flóttafólki er dreift um sveitarfélög sem hafi betri hvata til að styðja við flóttafólk og börn þeirra. Sigmundur Davíð segir að ekki hafi margt komið á óvart í ferð nefndarinnar. Með því að tala „maður á mann“, kveðst hann hafa fengið betri sýn á innflytjendamál í Danmörk en þangað vill hann horfa til við samningu innflytjendalöggjafar. „Svíþjóð er hins vegar á allt annarri leið, en Ísland er Svíþjóð í öðru veldi, til að mynda aðsókn í að sækja um hæli. Það er ekki langt síðan að hér var sexfaldur fjöldi miðað við stærð landsins.“ Áður fyrr hafi aðsóknin verið mun minni en Sigmundur segir einhverja þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt að aukningin sé afleiðingin af þeim reglum sem hér hafi verið sett og þeim skilaboðum sem stjórnvöld sendi frá sér. Hann segir einnig ljóst að mikill hluti þeirra sem séu hingað komnir séu í leit að betra lífi, án þess að vera í brýnni neyð. Heiða Björg Hilmisdóttir segir Ísland langt frá því að vera stór gerandi í innflytjendamálum á heimsvísu. „Við þurfum ekki að láta eins og við séum hér með eitthvað gullegg sem allir vilja ná í. Fólkið sem er að koma hingað er fyrst og fremst að því vegna þess að það er í neyð. Það er að flýja hættulegar aðstæður, ofsóknir og lífshættu, fólk sem er að flýja stríð og við verðum að skoða hvert og eitt mál fyrir sig,“ segir Heiða Björg og bætir við að erfitt sé að flokka fólk án þess að kanna aðstæður þeirra. Hlusta má á rökræðurnar í heild sinni í spilaranum að ofan. Sprengisandur Alþingi Miðflokkurinn Hælisleitendur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira
Þau Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mættu til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisand í dag. Þau Bryndís og Sigmundur höfðu nýverið kannað ástand innflytjendamála í Noregi og Danmörku á vegum allsherjar- og menntamálanefndar. Þau voru þó ósammála um ályktanir sem megi draga af þeirri ferð. Nánar tiltekið hvort sátt ríki um innflytjendamálin þar ytra en þau eru sammála um að Danmörk reki hörðustu innflytjendastefnuna. Bryndís kveðst vilja horfa til Noregs og vill liðka fyrir komu sérfræðinga og vinnuafls með betri skilgreiningu flóttafólks. „Nú hafa ráðherrar okkar lagt fjórum sinnum lagt fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið,“ segir Bryndís og bætir við að umræðan um flóttafólk hafi verið út um allt og alls staðar á þingi í mjög tilfinningaríkri umræðu um flóttafólk. „Ég vil að við tölum út frá staðreyndum og finnum betri leiðir. Við þurfum að laga lögin og ég hef sagt að ég horfi sérstaklega til til Norðmanna varðandi svokallaðrar aðlögunarstefnu.“ Bryndís segir stefnu Norðmanna snúa að því að flóttafólki er dreift um sveitarfélög sem hafi betri hvata til að styðja við flóttafólk og börn þeirra. Sigmundur Davíð segir að ekki hafi margt komið á óvart í ferð nefndarinnar. Með því að tala „maður á mann“, kveðst hann hafa fengið betri sýn á innflytjendamál í Danmörk en þangað vill hann horfa til við samningu innflytjendalöggjafar. „Svíþjóð er hins vegar á allt annarri leið, en Ísland er Svíþjóð í öðru veldi, til að mynda aðsókn í að sækja um hæli. Það er ekki langt síðan að hér var sexfaldur fjöldi miðað við stærð landsins.“ Áður fyrr hafi aðsóknin verið mun minni en Sigmundur segir einhverja þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt að aukningin sé afleiðingin af þeim reglum sem hér hafi verið sett og þeim skilaboðum sem stjórnvöld sendi frá sér. Hann segir einnig ljóst að mikill hluti þeirra sem séu hingað komnir séu í leit að betra lífi, án þess að vera í brýnni neyð. Heiða Björg Hilmisdóttir segir Ísland langt frá því að vera stór gerandi í innflytjendamálum á heimsvísu. „Við þurfum ekki að láta eins og við séum hér með eitthvað gullegg sem allir vilja ná í. Fólkið sem er að koma hingað er fyrst og fremst að því vegna þess að það er í neyð. Það er að flýja hættulegar aðstæður, ofsóknir og lífshættu, fólk sem er að flýja stríð og við verðum að skoða hvert og eitt mál fyrir sig,“ segir Heiða Björg og bætir við að erfitt sé að flokka fólk án þess að kanna aðstæður þeirra. Hlusta má á rökræðurnar í heild sinni í spilaranum að ofan.
Sprengisandur Alþingi Miðflokkurinn Hælisleitendur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira