Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. október 2022 14:32 Þau Sigmundur Davíð og Bryndís Haraldsdóttir hafa sterkar skoðanir á innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs þar sem aðstæður voru kannaðar í málaflokknum. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur verið gagnrýnin á framlag ríkisins á hvern flóttamann. bylgjan Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. Þau Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mættu til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisand í dag. Þau Bryndís og Sigmundur höfðu nýverið kannað ástand innflytjendamála í Noregi og Danmörku á vegum allsherjar- og menntamálanefndar. Þau voru þó ósammála um ályktanir sem megi draga af þeirri ferð. Nánar tiltekið hvort sátt ríki um innflytjendamálin þar ytra en þau eru sammála um að Danmörk reki hörðustu innflytjendastefnuna. Bryndís kveðst vilja horfa til Noregs og vill liðka fyrir komu sérfræðinga og vinnuafls með betri skilgreiningu flóttafólks. „Nú hafa ráðherrar okkar lagt fjórum sinnum lagt fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið,“ segir Bryndís og bætir við að umræðan um flóttafólk hafi verið út um allt og alls staðar á þingi í mjög tilfinningaríkri umræðu um flóttafólk. „Ég vil að við tölum út frá staðreyndum og finnum betri leiðir. Við þurfum að laga lögin og ég hef sagt að ég horfi sérstaklega til til Norðmanna varðandi svokallaðrar aðlögunarstefnu.“ Bryndís segir stefnu Norðmanna snúa að því að flóttafólki er dreift um sveitarfélög sem hafi betri hvata til að styðja við flóttafólk og börn þeirra. Sigmundur Davíð segir að ekki hafi margt komið á óvart í ferð nefndarinnar. Með því að tala „maður á mann“, kveðst hann hafa fengið betri sýn á innflytjendamál í Danmörk en þangað vill hann horfa til við samningu innflytjendalöggjafar. „Svíþjóð er hins vegar á allt annarri leið, en Ísland er Svíþjóð í öðru veldi, til að mynda aðsókn í að sækja um hæli. Það er ekki langt síðan að hér var sexfaldur fjöldi miðað við stærð landsins.“ Áður fyrr hafi aðsóknin verið mun minni en Sigmundur segir einhverja þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt að aukningin sé afleiðingin af þeim reglum sem hér hafi verið sett og þeim skilaboðum sem stjórnvöld sendi frá sér. Hann segir einnig ljóst að mikill hluti þeirra sem séu hingað komnir séu í leit að betra lífi, án þess að vera í brýnni neyð. Heiða Björg Hilmisdóttir segir Ísland langt frá því að vera stór gerandi í innflytjendamálum á heimsvísu. „Við þurfum ekki að láta eins og við séum hér með eitthvað gullegg sem allir vilja ná í. Fólkið sem er að koma hingað er fyrst og fremst að því vegna þess að það er í neyð. Það er að flýja hættulegar aðstæður, ofsóknir og lífshættu, fólk sem er að flýja stríð og við verðum að skoða hvert og eitt mál fyrir sig,“ segir Heiða Björg og bætir við að erfitt sé að flokka fólk án þess að kanna aðstæður þeirra. Hlusta má á rökræðurnar í heild sinni í spilaranum að ofan. Sprengisandur Alþingi Miðflokkurinn Hælisleitendur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Þau Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mættu til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisand í dag. Þau Bryndís og Sigmundur höfðu nýverið kannað ástand innflytjendamála í Noregi og Danmörku á vegum allsherjar- og menntamálanefndar. Þau voru þó ósammála um ályktanir sem megi draga af þeirri ferð. Nánar tiltekið hvort sátt ríki um innflytjendamálin þar ytra en þau eru sammála um að Danmörk reki hörðustu innflytjendastefnuna. Bryndís kveðst vilja horfa til Noregs og vill liðka fyrir komu sérfræðinga og vinnuafls með betri skilgreiningu flóttafólks. „Nú hafa ráðherrar okkar lagt fjórum sinnum lagt fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið,“ segir Bryndís og bætir við að umræðan um flóttafólk hafi verið út um allt og alls staðar á þingi í mjög tilfinningaríkri umræðu um flóttafólk. „Ég vil að við tölum út frá staðreyndum og finnum betri leiðir. Við þurfum að laga lögin og ég hef sagt að ég horfi sérstaklega til til Norðmanna varðandi svokallaðrar aðlögunarstefnu.“ Bryndís segir stefnu Norðmanna snúa að því að flóttafólki er dreift um sveitarfélög sem hafi betri hvata til að styðja við flóttafólk og börn þeirra. Sigmundur Davíð segir að ekki hafi margt komið á óvart í ferð nefndarinnar. Með því að tala „maður á mann“, kveðst hann hafa fengið betri sýn á innflytjendamál í Danmörk en þangað vill hann horfa til við samningu innflytjendalöggjafar. „Svíþjóð er hins vegar á allt annarri leið, en Ísland er Svíþjóð í öðru veldi, til að mynda aðsókn í að sækja um hæli. Það er ekki langt síðan að hér var sexfaldur fjöldi miðað við stærð landsins.“ Áður fyrr hafi aðsóknin verið mun minni en Sigmundur segir einhverja þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt að aukningin sé afleiðingin af þeim reglum sem hér hafi verið sett og þeim skilaboðum sem stjórnvöld sendi frá sér. Hann segir einnig ljóst að mikill hluti þeirra sem séu hingað komnir séu í leit að betra lífi, án þess að vera í brýnni neyð. Heiða Björg Hilmisdóttir segir Ísland langt frá því að vera stór gerandi í innflytjendamálum á heimsvísu. „Við þurfum ekki að láta eins og við séum hér með eitthvað gullegg sem allir vilja ná í. Fólkið sem er að koma hingað er fyrst og fremst að því vegna þess að það er í neyð. Það er að flýja hættulegar aðstæður, ofsóknir og lífshættu, fólk sem er að flýja stríð og við verðum að skoða hvert og eitt mál fyrir sig,“ segir Heiða Björg og bætir við að erfitt sé að flokka fólk án þess að kanna aðstæður þeirra. Hlusta má á rökræðurnar í heild sinni í spilaranum að ofan.
Sprengisandur Alþingi Miðflokkurinn Hælisleitendur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira