Hvar er afreksíþróttastefnan? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 11. október 2022 08:00 Íslenskt afreksíþróttafólk hefur síðastliðinn áratug reglulega vakið athygli á slæmri fjárhags- og réttindastöðu sinni. Íþróttafólkið sem fyllir okkur stolti á alþjóðavettvangi býr við tekjuóöryggi og á nær engan rétt í kerfinu, til aðgangs að sjúkrasjóðum, fæðingarorlofs, lífeyrisréttinda eða annars stuðnings sem launafólk álítur sjálfgefinn. Íþróttahreyfingarnar hafa líka jafn lengi kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Það var í ljósi þessa sem ég lagði fram þingsályktun um mótun stefnu um afreksfólk í íþróttum, sem hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ráðherra íþróttamála að móta heildstæða stefnu um afreksfólk í íþróttum í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sveitarfélögin. Stefnan verði tímasett samhliða því að tryggður verði fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk.“ Mér til mikillar gleði var tillagan samþykkt einróma en síðan er liðið á annað ár. Í tillögunni fól Alþingi ráðherra að leggja stefnuna fram fyrir 1. júní 2022. Það gerði hann ekki. Þegar ekkert bólaði á stefnunni fjórum mánuðum eftir að ráðherra bar að skila henni til Alþingis lagði ég inn fyrirspurn og spurði ráðherra íþróttamála um stöðuna. Það hlýtur að fara að styttast í svörin enda fyrirspurnin efnislega einföld: Hvað líður vinnunni? Vonandi mun ráðherra getað svarað því til að stefnan sé nær fullunnin. Það væri verulega svekkjandi ef vilji Alþingis til að bæta úr stöðu afreksíþróttafólksins okkar, sbr. einróma samþykki á tillögu minni þar að lútandi, yrði virtur að vettugi og stefnan rataði í glatkistu ríkisstjórnarinnar. Afreksíþróttafólkið okkar á sannarlega annað og betra skilið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt afreksíþróttafólk hefur síðastliðinn áratug reglulega vakið athygli á slæmri fjárhags- og réttindastöðu sinni. Íþróttafólkið sem fyllir okkur stolti á alþjóðavettvangi býr við tekjuóöryggi og á nær engan rétt í kerfinu, til aðgangs að sjúkrasjóðum, fæðingarorlofs, lífeyrisréttinda eða annars stuðnings sem launafólk álítur sjálfgefinn. Íþróttahreyfingarnar hafa líka jafn lengi kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Það var í ljósi þessa sem ég lagði fram þingsályktun um mótun stefnu um afreksfólk í íþróttum, sem hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ráðherra íþróttamála að móta heildstæða stefnu um afreksfólk í íþróttum í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sveitarfélögin. Stefnan verði tímasett samhliða því að tryggður verði fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk.“ Mér til mikillar gleði var tillagan samþykkt einróma en síðan er liðið á annað ár. Í tillögunni fól Alþingi ráðherra að leggja stefnuna fram fyrir 1. júní 2022. Það gerði hann ekki. Þegar ekkert bólaði á stefnunni fjórum mánuðum eftir að ráðherra bar að skila henni til Alþingis lagði ég inn fyrirspurn og spurði ráðherra íþróttamála um stöðuna. Það hlýtur að fara að styttast í svörin enda fyrirspurnin efnislega einföld: Hvað líður vinnunni? Vonandi mun ráðherra getað svarað því til að stefnan sé nær fullunnin. Það væri verulega svekkjandi ef vilji Alþingis til að bæta úr stöðu afreksíþróttafólksins okkar, sbr. einróma samþykki á tillögu minni þar að lútandi, yrði virtur að vettugi og stefnan rataði í glatkistu ríkisstjórnarinnar. Afreksíþróttafólkið okkar á sannarlega annað og betra skilið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar