Hvar er afreksíþróttastefnan? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 11. október 2022 08:00 Íslenskt afreksíþróttafólk hefur síðastliðinn áratug reglulega vakið athygli á slæmri fjárhags- og réttindastöðu sinni. Íþróttafólkið sem fyllir okkur stolti á alþjóðavettvangi býr við tekjuóöryggi og á nær engan rétt í kerfinu, til aðgangs að sjúkrasjóðum, fæðingarorlofs, lífeyrisréttinda eða annars stuðnings sem launafólk álítur sjálfgefinn. Íþróttahreyfingarnar hafa líka jafn lengi kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Það var í ljósi þessa sem ég lagði fram þingsályktun um mótun stefnu um afreksfólk í íþróttum, sem hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ráðherra íþróttamála að móta heildstæða stefnu um afreksfólk í íþróttum í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sveitarfélögin. Stefnan verði tímasett samhliða því að tryggður verði fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk.“ Mér til mikillar gleði var tillagan samþykkt einróma en síðan er liðið á annað ár. Í tillögunni fól Alþingi ráðherra að leggja stefnuna fram fyrir 1. júní 2022. Það gerði hann ekki. Þegar ekkert bólaði á stefnunni fjórum mánuðum eftir að ráðherra bar að skila henni til Alþingis lagði ég inn fyrirspurn og spurði ráðherra íþróttamála um stöðuna. Það hlýtur að fara að styttast í svörin enda fyrirspurnin efnislega einföld: Hvað líður vinnunni? Vonandi mun ráðherra getað svarað því til að stefnan sé nær fullunnin. Það væri verulega svekkjandi ef vilji Alþingis til að bæta úr stöðu afreksíþróttafólksins okkar, sbr. einróma samþykki á tillögu minni þar að lútandi, yrði virtur að vettugi og stefnan rataði í glatkistu ríkisstjórnarinnar. Afreksíþróttafólkið okkar á sannarlega annað og betra skilið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt afreksíþróttafólk hefur síðastliðinn áratug reglulega vakið athygli á slæmri fjárhags- og réttindastöðu sinni. Íþróttafólkið sem fyllir okkur stolti á alþjóðavettvangi býr við tekjuóöryggi og á nær engan rétt í kerfinu, til aðgangs að sjúkrasjóðum, fæðingarorlofs, lífeyrisréttinda eða annars stuðnings sem launafólk álítur sjálfgefinn. Íþróttahreyfingarnar hafa líka jafn lengi kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Það var í ljósi þessa sem ég lagði fram þingsályktun um mótun stefnu um afreksfólk í íþróttum, sem hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ráðherra íþróttamála að móta heildstæða stefnu um afreksfólk í íþróttum í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sveitarfélögin. Stefnan verði tímasett samhliða því að tryggður verði fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk.“ Mér til mikillar gleði var tillagan samþykkt einróma en síðan er liðið á annað ár. Í tillögunni fól Alþingi ráðherra að leggja stefnuna fram fyrir 1. júní 2022. Það gerði hann ekki. Þegar ekkert bólaði á stefnunni fjórum mánuðum eftir að ráðherra bar að skila henni til Alþingis lagði ég inn fyrirspurn og spurði ráðherra íþróttamála um stöðuna. Það hlýtur að fara að styttast í svörin enda fyrirspurnin efnislega einföld: Hvað líður vinnunni? Vonandi mun ráðherra getað svarað því til að stefnan sé nær fullunnin. Það væri verulega svekkjandi ef vilji Alþingis til að bæta úr stöðu afreksíþróttafólksins okkar, sbr. einróma samþykki á tillögu minni þar að lútandi, yrði virtur að vettugi og stefnan rataði í glatkistu ríkisstjórnarinnar. Afreksíþróttafólkið okkar á sannarlega annað og betra skilið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar