Tuttugu hádegisverðir, rándýr kvöldmatur og ýmsar jólagjafir Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2022 13:06 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, á fundi fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir minnisblaðinu. Vísir/Arnar Halldórsson Á tæpu ári sátu fulltrúar Bankasýslu ríkisins tuttugu hádegisverðarfundi með fulltrúum ýmissa fjármálafyrirtækja. Tvisvar fögnuðu starfsmenn Bankasýslunnar frumútboði á hlutum í Íslandsbanka með kvöldverði. Kvöldverðirnir kostuðu 34 þúsund og 48 þúsund krónur á mann. Þetta kemur fram í minnisblaði Bankasýslu ríkisins um málsverði, tækifærisgjafir og sérstök tilefni í tengslum við sölu á hlut í Íslandsbanka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, óskaði eftir minnisblaðinu á fundi Bankasýslunnar og fjárlaganefndar Alþingis í apríl á þessu ári. Í minnisblaðinu segir að ráðningu Bankasýslunnar á fjármálaráðgjafa, söluráðgjöfum og lögfræðilegum ráðgjöfum hafi lokið þann 19. apríl síðastliðinn. Bankasýslan átti enga vinnufundi þar sem boðið var upp á veitingar fyrr en ráðningu þeirra var lokið. Á tímabilinu 23. apríl 2021 til 13. apríl 2022 átti Bankasýsla ríkisins tuttugu vinnufundi þar sem veitingar voru í boði. Með á fundunum voru fulltrúar ýmissa fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin voru eftirfarandi: ABN AMRO, Arctica Finance, Barclays, Fossar markaðir, Íslandsbanki, Íslensk verðbréf, Íslenskir fjárfestar (nú ACRO verðbréf), Kvika banki og Landsbankinn. Fundirnir áttu sér yfirleitt sér stað í hádeginu og segir í minnisblaðinu að um sé að ræða hóflegar veitingar. Kostnaður við hvern þátttakenda sé því óverulegur. Rándýrir fagnaðarkvöldverðir 24. september og 30. nóvember árið 2021 voru haldnir kvöldverðir þar sem frumútboði á hlutum í Íslandsbanka var fagnað. Starfsmenn Bankasýslunnar sóttu báða þessa fundi. Á fyrri fundinum var fagnað með fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 34 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af bankanum. Á þeim seinni var fagnað með fulltrúum þriggja umsjónaraðila, tveggja fjármálaráðgjafa og þriggja lögfræðilegra ráðgjafa. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 48 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af umsjónaraðilunum þremur sem voru Citibank, Íslandsbanki og JP Morgan. Flugeldur, kokteilasett og vín Um jól og áramót 2021 fengu starfsmenn Bankasýslunnar tækifærisgjafir frá sex aðilum. Með gjöfunum var verið að þakka starfsmönnum fyrir gott samstarf í tengslum við frumútboðið. Frá ACRO verðbréfum fengu starfsmenn fjögur þúsund króna vínflösku, frá Íslenskum verðbréfum tvær vínflöskur sem samtals kostuðu átta þúsund krónur, konfektkassa frá Landsbankanum sem kostaði 4.067 krónur, kokteilasett frá lögmannsstofunni BBA/Fjeldco sem kostaði tuttugu þúsund krónur og léttvínsflösku og smárétti frá verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem kostaði fjórtán þúsund krónur. Þá fengu starfsmenn einn flugeld að andvirði 2.500 króna sem gjöf frá vin forstjórans sem starfar hjá fjármálafyrirtæki. Vinurinn hefur staðfest að um sé að ræða vinagjöf og tengist því ekki frumútboðinu. Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Bankasýslu ríkisins um málsverði, tækifærisgjafir og sérstök tilefni í tengslum við sölu á hlut í Íslandsbanka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, óskaði eftir minnisblaðinu á fundi Bankasýslunnar og fjárlaganefndar Alþingis í apríl á þessu ári. Í minnisblaðinu segir að ráðningu Bankasýslunnar á fjármálaráðgjafa, söluráðgjöfum og lögfræðilegum ráðgjöfum hafi lokið þann 19. apríl síðastliðinn. Bankasýslan átti enga vinnufundi þar sem boðið var upp á veitingar fyrr en ráðningu þeirra var lokið. Á tímabilinu 23. apríl 2021 til 13. apríl 2022 átti Bankasýsla ríkisins tuttugu vinnufundi þar sem veitingar voru í boði. Með á fundunum voru fulltrúar ýmissa fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin voru eftirfarandi: ABN AMRO, Arctica Finance, Barclays, Fossar markaðir, Íslandsbanki, Íslensk verðbréf, Íslenskir fjárfestar (nú ACRO verðbréf), Kvika banki og Landsbankinn. Fundirnir áttu sér yfirleitt sér stað í hádeginu og segir í minnisblaðinu að um sé að ræða hóflegar veitingar. Kostnaður við hvern þátttakenda sé því óverulegur. Rándýrir fagnaðarkvöldverðir 24. september og 30. nóvember árið 2021 voru haldnir kvöldverðir þar sem frumútboði á hlutum í Íslandsbanka var fagnað. Starfsmenn Bankasýslunnar sóttu báða þessa fundi. Á fyrri fundinum var fagnað með fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 34 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af bankanum. Á þeim seinni var fagnað með fulltrúum þriggja umsjónaraðila, tveggja fjármálaráðgjafa og þriggja lögfræðilegra ráðgjafa. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 48 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af umsjónaraðilunum þremur sem voru Citibank, Íslandsbanki og JP Morgan. Flugeldur, kokteilasett og vín Um jól og áramót 2021 fengu starfsmenn Bankasýslunnar tækifærisgjafir frá sex aðilum. Með gjöfunum var verið að þakka starfsmönnum fyrir gott samstarf í tengslum við frumútboðið. Frá ACRO verðbréfum fengu starfsmenn fjögur þúsund króna vínflösku, frá Íslenskum verðbréfum tvær vínflöskur sem samtals kostuðu átta þúsund krónur, konfektkassa frá Landsbankanum sem kostaði 4.067 krónur, kokteilasett frá lögmannsstofunni BBA/Fjeldco sem kostaði tuttugu þúsund krónur og léttvínsflösku og smárétti frá verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem kostaði fjórtán þúsund krónur. Þá fengu starfsmenn einn flugeld að andvirði 2.500 króna sem gjöf frá vin forstjórans sem starfar hjá fjármálafyrirtæki. Vinurinn hefur staðfest að um sé að ræða vinagjöf og tengist því ekki frumútboðinu.
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira