Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. október 2022 14:35 Bryndís segir að það hafi komið henni á óvart að í nágrannalöndunum ríki meiri sátt um stefnu útlendingamála en á Íslandi. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis heimsótti á dögunum Danmörku og Noreg þar sem nefndarmenn kynntu sér hvernig hvort land um sig stendur að útlendingamálum. Bryndís segir að þar ytra ríki ekki eins mikill ágreiningur um stefnuna og á Íslandi. „Það virðist ekki vera þessi sami pólitíski og samfélagslegi ágreiningur eins og því miður hefur verið hér á síðustu árum enda hefur ráðherra í fjórgang reynt að gera breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið. Fréttaflutningur til dæmis af brottvísun þeirra sem ekki hafa fengið hæli vekur yfirleitt mikla athygli í samfélaginu og hjá fjölmiðlum.“ Þetta sé ekki jafn algengt í nágrannalöndunum. „Í báðum þessum löndum [Noregi og Danmörk] kemur fólk strax inn í skipulagða búsetu á meðan verið er að kanna hvort umsóknin muni fá málefnalega umfjöllun. Ef umsóknin fær það ekki þá er fólki vísað strax úr landi eða það fer í búsetuúrræði þar sem beðið er eftir því að þau geti yfirgefið landið. Það er til dæmis eitt af því sem þau virðast vera mjög stolt af. Mér fannst það svolítið áberandi í báðum löndunum; þau töluðu um að þau væru með virka endursendingarstefnu.“ Bryndís segir mikilvægt að taka út það sem hún kallar „séríslensk ákvæði“ í útlendingalögum. „Í okkar lögum höfum við ýmis íslensk sérákvæði. Töluvert stór hluti af þeim sem koma hingað að sækja um alþjóðlega vernd hafa þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópulandi og bæði Noregur og Danmörk eru almennt ekki að taka þessar umsóknir til umfjöllunar og það er mjög lág prósenta hjá þeim á meðan það hefur farið allt upp í 50% hjá okkur eitt árið en er kannski yfirleitt í kringum 20%. Ég held til að mynda að þetta sé eitt af þeim ákvæðum sem við þurfum að taka út.“ Hún vilji „hreinsa út“ eitthvað af ákvæðunum og breyta lögunum þannig að þau líkist þeim sem gilda í nágrannalöndunum. „Í okkar tilfelli erum við ekki einu sinni bara að tala um það að fólk hafi sótt um vernd annars staðar heldur er það þannig að margir hafa fengið vernd í öðru landi og þá er auðvitað hægt að gagnrýna að það fólk sé að koma í annað land til að sækja um í sama farveg annars staðar um vernd og væri kannski eðlilegra að opna á möguleikann fyrir það fólk að fá að koma hingað og vinna og starfa án þess að vera inn í verndarkerfinu okkar og þar af leiðandi inn í því mikilvæga kerfi sem við höfum í kringum það fólk sem er að flýja stríð og átök og á í rauninni líf sitt undir.“ Bryndís sagði nefndarmenn hafa heillast að „norsku aðlögunarstefnunni“ þar sem sveitarfélög um allt land fá talsvert af fjármagni til að hlúa að flóttafólki. „Eftir að þau hafa fengið hæli þá taka sveitarfélögin við þeim um allan Noreg og þeim virðist hafa gengið mjög vel að aðlaga bæði flóttamenn og samfélagið að þeirra þörfum og þar hafa sveitarfélögin auðvitað líka þá fengið fjármagn til þess og hafa mikinn hag að því að standa sig vel í því að kenna á norskt samfélag og kenna norsku og sjá til þess að þessu fólki líði vel í þeirra samfélagi.“ Þarna hlýtur lykilatriðið að vera að fjármagn fylgir? „Já, í Noregi virðast sveitarfélögin fá töluvert fjármagn með hverjum og einum flóttamanni og ég held að það sé, svona í ljósi nýjustu frétta af okkar aðstæðum, eitthvað sem við þurfum að skoða mjög vel.“ Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. 6. október 2022 12:30 Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. 21. júní 2022 16:14 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis heimsótti á dögunum Danmörku og Noreg þar sem nefndarmenn kynntu sér hvernig hvort land um sig stendur að útlendingamálum. Bryndís segir að þar ytra ríki ekki eins mikill ágreiningur um stefnuna og á Íslandi. „Það virðist ekki vera þessi sami pólitíski og samfélagslegi ágreiningur eins og því miður hefur verið hér á síðustu árum enda hefur ráðherra í fjórgang reynt að gera breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið. Fréttaflutningur til dæmis af brottvísun þeirra sem ekki hafa fengið hæli vekur yfirleitt mikla athygli í samfélaginu og hjá fjölmiðlum.“ Þetta sé ekki jafn algengt í nágrannalöndunum. „Í báðum þessum löndum [Noregi og Danmörk] kemur fólk strax inn í skipulagða búsetu á meðan verið er að kanna hvort umsóknin muni fá málefnalega umfjöllun. Ef umsóknin fær það ekki þá er fólki vísað strax úr landi eða það fer í búsetuúrræði þar sem beðið er eftir því að þau geti yfirgefið landið. Það er til dæmis eitt af því sem þau virðast vera mjög stolt af. Mér fannst það svolítið áberandi í báðum löndunum; þau töluðu um að þau væru með virka endursendingarstefnu.“ Bryndís segir mikilvægt að taka út það sem hún kallar „séríslensk ákvæði“ í útlendingalögum. „Í okkar lögum höfum við ýmis íslensk sérákvæði. Töluvert stór hluti af þeim sem koma hingað að sækja um alþjóðlega vernd hafa þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópulandi og bæði Noregur og Danmörk eru almennt ekki að taka þessar umsóknir til umfjöllunar og það er mjög lág prósenta hjá þeim á meðan það hefur farið allt upp í 50% hjá okkur eitt árið en er kannski yfirleitt í kringum 20%. Ég held til að mynda að þetta sé eitt af þeim ákvæðum sem við þurfum að taka út.“ Hún vilji „hreinsa út“ eitthvað af ákvæðunum og breyta lögunum þannig að þau líkist þeim sem gilda í nágrannalöndunum. „Í okkar tilfelli erum við ekki einu sinni bara að tala um það að fólk hafi sótt um vernd annars staðar heldur er það þannig að margir hafa fengið vernd í öðru landi og þá er auðvitað hægt að gagnrýna að það fólk sé að koma í annað land til að sækja um í sama farveg annars staðar um vernd og væri kannski eðlilegra að opna á möguleikann fyrir það fólk að fá að koma hingað og vinna og starfa án þess að vera inn í verndarkerfinu okkar og þar af leiðandi inn í því mikilvæga kerfi sem við höfum í kringum það fólk sem er að flýja stríð og átök og á í rauninni líf sitt undir.“ Bryndís sagði nefndarmenn hafa heillast að „norsku aðlögunarstefnunni“ þar sem sveitarfélög um allt land fá talsvert af fjármagni til að hlúa að flóttafólki. „Eftir að þau hafa fengið hæli þá taka sveitarfélögin við þeim um allan Noreg og þeim virðist hafa gengið mjög vel að aðlaga bæði flóttamenn og samfélagið að þeirra þörfum og þar hafa sveitarfélögin auðvitað líka þá fengið fjármagn til þess og hafa mikinn hag að því að standa sig vel í því að kenna á norskt samfélag og kenna norsku og sjá til þess að þessu fólki líði vel í þeirra samfélagi.“ Þarna hlýtur lykilatriðið að vera að fjármagn fylgir? „Já, í Noregi virðast sveitarfélögin fá töluvert fjármagn með hverjum og einum flóttamanni og ég held að það sé, svona í ljósi nýjustu frétta af okkar aðstæðum, eitthvað sem við þurfum að skoða mjög vel.“
Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. 6. október 2022 12:30 Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. 21. júní 2022 16:14 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. 6. október 2022 12:30
Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20
Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. 21. júní 2022 16:14