„Nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna“ Fanndís Birna Logadóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 11. október 2022 23:46 Dómsmálaráðherra segir afbrotavarnafrumvarp vera á leiðinni. STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir afbrotavarnafrumvarp vera á leiðinni. Til skoðunar sé að auka varnir lögreglu en ávinningurinn af því sé augljós, mikilvægt sé að tryggja öryggi lögreglumanna. Í samtali við fréttastofu staðfestir dómsmálaráðherra að afbrotavarnafrumvarp sé á leiðinni, það muni auka heimildir lögreglu til afbrotavarna og til þess að sinna fyrirbyggjandi störfum vegna skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Frumvarpið sé á lokametrunum en það hafi verið í undirbúningi í marga mánuði. „Þetta er gríðarlega mikilvægt skref til þess að samræma vinnubrögð okkar lögregluyfirvalda við lögregluyfirvöld í öðrum löndum. Sérstaklega á vettvangi eins og ég segi skipulagðrar brotastarfsemi og þeim hættum sem að ríkinu kunna að steðja,“ segir ráðherra. Með samræmdum vinnubrögðum sé hægt að skiptast á upplýsingum til þess að vinna gegn brotastarfsemi. „Mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós“ Aðspurður hvort það sé til skoðunar að rafbyssuvæða lögregluflotann segir Jón að verið sé að skoða að auka varnir lögreglu. Lögreglan hafi takmörkuð tól til þess að bregðast við auknum vopnaburði. Hann segir færri slys verða hjá öðrum ríkjum sem hafi rafbyssuvætt lögreglu, færri slys séu einnig á þeim sem lögregla hefur afskipti af. „Þannig mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós og það er mikil samstaða bæði meðal lögreglustjóra, lögreglumanna, landsambands lögreglumanna og annarra, að við getum stigið einhver skref til þess að tryggja frekari öryggi lögreglumanna okkar til þess að þeir séu betur í stakk búnir til þess að gæta öryggis borgaranna,“ segir Jón. Lögreglumenn á vakt.Vísir/Vilhelm Hann segir það til skoðunar hvernig innleiðing á rafbyssum myndi fara fram en strangar verklagsreglur myndu gilda um notkun þeirra. Mikil þjálfun myndi þurfa að fara fram og þar með mikill undirbúningur, einnig væri breyting sem þessi kostnaðarsöm. Þegar ráðherra er spurður út í aðgerðir gegn alvarlegum ofbeldisbrotum segir hann nauðsynlegt að bregðast við þeim, aukinn vopnaburður hér á landi sé mikið áhyggjuefni. Frekari samfélagsleg umræða sé nauðsynleg, hún þurfi að eiga sér stað í skólakerfinu sem og víðar. „Vera öll á vaktinni þegar við fréttum af þessu en að sama skapi og á sama tíma að þá er mjög nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna,“ segir Jón. Fréttastofa fjallaði í gærkvöldi um þá miklu aukningu sem hefur orðið á tilkynningum vegna alvarlegra ofbeldisbrota en aldrei hafa jafn mörg slík verið á skrá lögreglu höfuðborgarsvæðisins á fyrstu níu mánuðum ársins. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru tilkynningarnar 88 talsins en á þessu ári eru þær 223. Í fyrra voru tilkynningarnar 197 á sama tímabili. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Rafbyssur Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Í samtali við fréttastofu staðfestir dómsmálaráðherra að afbrotavarnafrumvarp sé á leiðinni, það muni auka heimildir lögreglu til afbrotavarna og til þess að sinna fyrirbyggjandi störfum vegna skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Frumvarpið sé á lokametrunum en það hafi verið í undirbúningi í marga mánuði. „Þetta er gríðarlega mikilvægt skref til þess að samræma vinnubrögð okkar lögregluyfirvalda við lögregluyfirvöld í öðrum löndum. Sérstaklega á vettvangi eins og ég segi skipulagðrar brotastarfsemi og þeim hættum sem að ríkinu kunna að steðja,“ segir ráðherra. Með samræmdum vinnubrögðum sé hægt að skiptast á upplýsingum til þess að vinna gegn brotastarfsemi. „Mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós“ Aðspurður hvort það sé til skoðunar að rafbyssuvæða lögregluflotann segir Jón að verið sé að skoða að auka varnir lögreglu. Lögreglan hafi takmörkuð tól til þess að bregðast við auknum vopnaburði. Hann segir færri slys verða hjá öðrum ríkjum sem hafi rafbyssuvætt lögreglu, færri slys séu einnig á þeim sem lögregla hefur afskipti af. „Þannig mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós og það er mikil samstaða bæði meðal lögreglustjóra, lögreglumanna, landsambands lögreglumanna og annarra, að við getum stigið einhver skref til þess að tryggja frekari öryggi lögreglumanna okkar til þess að þeir séu betur í stakk búnir til þess að gæta öryggis borgaranna,“ segir Jón. Lögreglumenn á vakt.Vísir/Vilhelm Hann segir það til skoðunar hvernig innleiðing á rafbyssum myndi fara fram en strangar verklagsreglur myndu gilda um notkun þeirra. Mikil þjálfun myndi þurfa að fara fram og þar með mikill undirbúningur, einnig væri breyting sem þessi kostnaðarsöm. Þegar ráðherra er spurður út í aðgerðir gegn alvarlegum ofbeldisbrotum segir hann nauðsynlegt að bregðast við þeim, aukinn vopnaburður hér á landi sé mikið áhyggjuefni. Frekari samfélagsleg umræða sé nauðsynleg, hún þurfi að eiga sér stað í skólakerfinu sem og víðar. „Vera öll á vaktinni þegar við fréttum af þessu en að sama skapi og á sama tíma að þá er mjög nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna,“ segir Jón. Fréttastofa fjallaði í gærkvöldi um þá miklu aukningu sem hefur orðið á tilkynningum vegna alvarlegra ofbeldisbrota en aldrei hafa jafn mörg slík verið á skrá lögreglu höfuðborgarsvæðisins á fyrstu níu mánuðum ársins. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru tilkynningarnar 88 talsins en á þessu ári eru þær 223. Í fyrra voru tilkynningarnar 197 á sama tímabili.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Rafbyssur Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira