Lögreglan Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir meðlimi Skjaldar Íslands hafa hótað fólki, sér í lagi konum, sem hafi gagnrýnt framferði þeirra. Innlent 22.7.2025 21:05 Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist yfir hundrað tilkynningar um netglæpi á síðustu tveimur mánuðum. Brotaþolar hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. Innlent 21.7.2025 14:51 Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra gerir alltaf meira og meira af því að sinna samfélagslöggæslu þar sem höfuðáhersla er lögð á náið samstarf lögreglu og nærsamfélagsins við löggæslustörf. Innlent 20.7.2025 13:06 Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Einum þeirra sem handteknir voru í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíkniefnaframleiðslu á Norðurlandi og víðar hefur verið vísað úr landi til Albaníu. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. Innlent 19.7.2025 13:13 Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. Innlent 18.7.2025 13:39 „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innflytjendur sem haft hafa afskipti af löggæslukerfinu upplifa vantraust og mismunun af hálfu lögreglu og telja sig fyrir stimplun sem afbrotamenn án þess að hafa sýnt af sér frávikshegðun. Þessi stimplun virðist ekki byggjast á raunverulegri hegðun heldur tengjast ákveðnum félagslegum einkennum, það er að segja á kynþætti, uppruna, búsetu, félagslegri stöðu eða fyrri tengslum við lögreglu. Innlent 13.7.2025 15:50 Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Karlmaður á fertugsaldri er alvarlega særður eftir að hafa verið stunginn með hníf við Mjóddina í Reykjavík. Innlent 12.7.2025 12:12 Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Ráðist var á lögreglumann á sextugsaldri á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum á aðfaranótt sunnudags. Árásin var alvarleg að sögn yfirlögregluþjóns og var hann fluttur á sjúkrahús. Innlent 8.7.2025 09:16 Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu yfir mestallan apríl mánuð. Innlent 8.7.2025 06:21 Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Dalabyggð hefur ítrekað undanfarin misseri og ár kallað eftir viðbragði og aðgerðum dómsmálaráðherra varðandi algjört aðstöðuleysi starfsemi lögreglunnar í Búðardal og sem og þörf fyrir aukna mönnun lögreglunnar á svæðinu. Skoðun 2.7.2025 15:01 Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur hafnað beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum um tímabundin einkastæði í Hafnarstræti fyrir lögregluna sem neyddist til að flytja starfstöð sína vegna myglu. Forgangsakstur lögreglu fari illa saman við götulokun fyrir gangandi vegfarendur. Innlent 2.7.2025 14:01 Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Egill Karlsson, afbrotafræðingur og meistaranemi við Roskilde-háskóla í Hróarskeldu, segir í nýrri fræðigrein um „strokufangann“ að umfjöllun í fjölmiðlum hafi verið römmuð inn um leið og honum var lýst sem hættulegum manni. Þannig hafi almenningur verið virkjaður til þátttöku sem hafi svo aftur leitt til þess að lögregla fór mannavillt í tvígang og stöðvaði, í fylgd sérsveitar, ungan dreng sem svipaði í útliti til „strokufangans“. Innlent 28.6.2025 07:33 Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Maður á fertugsaldri var sleginn ítrekað með járnröri og hann rændur í Breiðholti. Rúmum tveimur árum síðar var rannsókn hætt og engin ákæra gefin út. Málið þvældist á milli lögreglunnar og saksóknara og fyrndist loks vegna seinagangs og misskilnings um hvort málið ætti heima á borði ákærusviðs lögreglunnar eða héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við meðferð málsins. Innlent 27.6.2025 17:03 Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. Innlent 26.6.2025 15:33 Leita ekki Sigríðar í dag Ekki verður leitað að Sigríði Jóhannsdóttur í dag en hún sást síðast á föstudag. Víðtæk leit hefur farið fram víða á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Innlent 19.6.2025 11:57 Hefur leit að nýjum saksóknara Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að búið sé að ljúka máli fráfarandi vararíkissaksóknara sem mun láta af embætti. Hún hafi erft málið frá fyrirennara sínum í embætti. Nýr vararíkissaksóknari verður skipaður. Innlent 17.6.2025 13:12 Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. Innlent 16.6.2025 17:32 Jón Óttar kærir Ólaf Þór fyrir rangar sakargiftir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrum eigandi PPP, hefur kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við vinnu á vegum PPP á þrotabúi Milestone árið 2011 til 2012. Greint er frá kærunni í Morgunblaðinu í dag. Innlent 13.6.2025 06:27 Boðinn flutningur en tekur ekki afstöðu fyrr en ákvörðun liggur fyrir Vararíkissaksóknari segir dómsmálaráðherra hafa boðið honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, embætti sem ekki hefur verið starfrækt í fimmtán ár. Hann segist ekki taka afstöðu til þess hvort hann taki embættinu fyrr en endanleg ákvörðun ráðherra liggur fyrir. Innlent 12.6.2025 19:10 Fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga án útskýringa Fjórir verkamenn frá Belarús sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga eftir að hafa fengið synjun um að koma til landsins. Þeir segjast aldrei hafa fengið að vita hvers vegna þeim var haldið þar. Sá sem réði mennina í vinnu segir þá ekki einu sinni hafa getað keypt sér að borða. Innlent 11.6.2025 19:41 „Ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir hótanir í garð lögreglumanna hafa færst í aukana undanfarin misseri. Hann segir dæmi um að lögreglumenn skrái sig af samfélagsmiðlum og þjóðskrá og fjárfesti í rándýrum öryggiskerfum fyrir heimili sín. Innlent 10.6.2025 18:07 Mættu heim til lögreglumanns og ógnuðu honum með hníf Fjórir menn eru sagðir hafa verið handteknir fyrir að mæta á heimili lögreglumanns í fyrrinótt og hóta honum með hníf. Héraðssaksóknari segist hafa „atvik sem beindust að lögreglumönnum“ til rannsóknar. Innlent 10.6.2025 13:24 Betri vegir, fleiri lögreglumenn og hægt að komast í meðferð á sumrin Fyrir viku síðan var lagt fram frumvarp til fjáraukalaga. Í því felast stór pólitísk skilaboð. Með frumvarpinu eru nefnilega rúmlega 5,2 milljarðar króna settir í nokkur af lykilmálum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Skoðun 10.6.2025 07:00 „Kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi“ Frumvarp dómsmálaráðherra um farþegalista flaug í gegn á þinginu í dag. Ráðherra segir lögin mikilvægan lið í að taka fastar á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Innlent 6.6.2025 22:10 Frumvarp um farþegalista samþykkt Frumvarp dómsmálaráðherra sem gerir flugfélögum skylt að afhenda íslenskum yfirvöldum farþegalista við komu til landsins hefur verið samþykkt á Alþingi. Innlent 6.6.2025 14:12 Alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað á síðustu kvartöld Tíðni rána og alvarlegra ofbeldisbrota hefur aukist á síðustu 25 árum. Heilt yfir hefur glæpatíðni þó dregist saman. Innlent 4.6.2025 15:05 Notkun rafbyssa í samræmi við markmið Tvöföldun hefur orðið á milli ársfjórðunga á þeim tilvikum þar sem lögreglumenn hafa tekið upp rafbyssur við handtöku en slíku vopni hefur þrisvar verið beitt á fyrsta ársfjórðungi á þessa árs. Lögreglufulltrúi segir að notkunin sé í samræmi við markmið lögreglu þegar vopnin voru fyrst tekin til notkunar. Innlent 3.6.2025 12:01 Rafbyssu beitt þrisvar sinnum á fyrsta ársfjórðungi Á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur lögregla beitt rafbyssum þrisvar sinnum við handtöku. Á sama tímabili var rafbyssa dregin úr slíðri eða ógnað með rafbyssu 28 sinnum við handtöku. Innlent 3.6.2025 08:46 Sigríður svarar gagnrýni á störf lögreglunnar á Suðurnesjum Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri svaraði gagnrýni Úlfars Lúðvíkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra, í tölvupósti til starfsmanna embættisins á þriðjudag. Þar sagði hún Úlfar ekki hafa sinnt sameiginlegu verkefni lögreglunnar og tollsins um farþegaeftirlit og því hafi samstarfinu verið rift. Innlent 31.5.2025 15:02 Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur fundað með vararíkissaksóknara og lagt tillögur um lausn á hans málum á borðið. Hún tjáir sig ekki um það hvort ein tillagnanna hafi verið um að gera hann að vararíkislögreglustjóra og sú staða þannig endurvakin eftir fimmtán ára dvala. Innlent 27.5.2025 12:08 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 43 ›
Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir meðlimi Skjaldar Íslands hafa hótað fólki, sér í lagi konum, sem hafi gagnrýnt framferði þeirra. Innlent 22.7.2025 21:05
Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist yfir hundrað tilkynningar um netglæpi á síðustu tveimur mánuðum. Brotaþolar hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. Innlent 21.7.2025 14:51
Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra gerir alltaf meira og meira af því að sinna samfélagslöggæslu þar sem höfuðáhersla er lögð á náið samstarf lögreglu og nærsamfélagsins við löggæslustörf. Innlent 20.7.2025 13:06
Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Einum þeirra sem handteknir voru í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíkniefnaframleiðslu á Norðurlandi og víðar hefur verið vísað úr landi til Albaníu. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. Innlent 19.7.2025 13:13
Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. Innlent 18.7.2025 13:39
„Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innflytjendur sem haft hafa afskipti af löggæslukerfinu upplifa vantraust og mismunun af hálfu lögreglu og telja sig fyrir stimplun sem afbrotamenn án þess að hafa sýnt af sér frávikshegðun. Þessi stimplun virðist ekki byggjast á raunverulegri hegðun heldur tengjast ákveðnum félagslegum einkennum, það er að segja á kynþætti, uppruna, búsetu, félagslegri stöðu eða fyrri tengslum við lögreglu. Innlent 13.7.2025 15:50
Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Karlmaður á fertugsaldri er alvarlega særður eftir að hafa verið stunginn með hníf við Mjóddina í Reykjavík. Innlent 12.7.2025 12:12
Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Ráðist var á lögreglumann á sextugsaldri á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum á aðfaranótt sunnudags. Árásin var alvarleg að sögn yfirlögregluþjóns og var hann fluttur á sjúkrahús. Innlent 8.7.2025 09:16
Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu yfir mestallan apríl mánuð. Innlent 8.7.2025 06:21
Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Dalabyggð hefur ítrekað undanfarin misseri og ár kallað eftir viðbragði og aðgerðum dómsmálaráðherra varðandi algjört aðstöðuleysi starfsemi lögreglunnar í Búðardal og sem og þörf fyrir aukna mönnun lögreglunnar á svæðinu. Skoðun 2.7.2025 15:01
Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur hafnað beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum um tímabundin einkastæði í Hafnarstræti fyrir lögregluna sem neyddist til að flytja starfstöð sína vegna myglu. Forgangsakstur lögreglu fari illa saman við götulokun fyrir gangandi vegfarendur. Innlent 2.7.2025 14:01
Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Egill Karlsson, afbrotafræðingur og meistaranemi við Roskilde-háskóla í Hróarskeldu, segir í nýrri fræðigrein um „strokufangann“ að umfjöllun í fjölmiðlum hafi verið römmuð inn um leið og honum var lýst sem hættulegum manni. Þannig hafi almenningur verið virkjaður til þátttöku sem hafi svo aftur leitt til þess að lögregla fór mannavillt í tvígang og stöðvaði, í fylgd sérsveitar, ungan dreng sem svipaði í útliti til „strokufangans“. Innlent 28.6.2025 07:33
Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Maður á fertugsaldri var sleginn ítrekað með járnröri og hann rændur í Breiðholti. Rúmum tveimur árum síðar var rannsókn hætt og engin ákæra gefin út. Málið þvældist á milli lögreglunnar og saksóknara og fyrndist loks vegna seinagangs og misskilnings um hvort málið ætti heima á borði ákærusviðs lögreglunnar eða héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við meðferð málsins. Innlent 27.6.2025 17:03
Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. Innlent 26.6.2025 15:33
Leita ekki Sigríðar í dag Ekki verður leitað að Sigríði Jóhannsdóttur í dag en hún sást síðast á föstudag. Víðtæk leit hefur farið fram víða á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Innlent 19.6.2025 11:57
Hefur leit að nýjum saksóknara Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að búið sé að ljúka máli fráfarandi vararíkissaksóknara sem mun láta af embætti. Hún hafi erft málið frá fyrirennara sínum í embætti. Nýr vararíkissaksóknari verður skipaður. Innlent 17.6.2025 13:12
Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. Innlent 16.6.2025 17:32
Jón Óttar kærir Ólaf Þór fyrir rangar sakargiftir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrum eigandi PPP, hefur kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við vinnu á vegum PPP á þrotabúi Milestone árið 2011 til 2012. Greint er frá kærunni í Morgunblaðinu í dag. Innlent 13.6.2025 06:27
Boðinn flutningur en tekur ekki afstöðu fyrr en ákvörðun liggur fyrir Vararíkissaksóknari segir dómsmálaráðherra hafa boðið honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, embætti sem ekki hefur verið starfrækt í fimmtán ár. Hann segist ekki taka afstöðu til þess hvort hann taki embættinu fyrr en endanleg ákvörðun ráðherra liggur fyrir. Innlent 12.6.2025 19:10
Fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga án útskýringa Fjórir verkamenn frá Belarús sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga eftir að hafa fengið synjun um að koma til landsins. Þeir segjast aldrei hafa fengið að vita hvers vegna þeim var haldið þar. Sá sem réði mennina í vinnu segir þá ekki einu sinni hafa getað keypt sér að borða. Innlent 11.6.2025 19:41
„Ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir hótanir í garð lögreglumanna hafa færst í aukana undanfarin misseri. Hann segir dæmi um að lögreglumenn skrái sig af samfélagsmiðlum og þjóðskrá og fjárfesti í rándýrum öryggiskerfum fyrir heimili sín. Innlent 10.6.2025 18:07
Mættu heim til lögreglumanns og ógnuðu honum með hníf Fjórir menn eru sagðir hafa verið handteknir fyrir að mæta á heimili lögreglumanns í fyrrinótt og hóta honum með hníf. Héraðssaksóknari segist hafa „atvik sem beindust að lögreglumönnum“ til rannsóknar. Innlent 10.6.2025 13:24
Betri vegir, fleiri lögreglumenn og hægt að komast í meðferð á sumrin Fyrir viku síðan var lagt fram frumvarp til fjáraukalaga. Í því felast stór pólitísk skilaboð. Með frumvarpinu eru nefnilega rúmlega 5,2 milljarðar króna settir í nokkur af lykilmálum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Skoðun 10.6.2025 07:00
„Kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi“ Frumvarp dómsmálaráðherra um farþegalista flaug í gegn á þinginu í dag. Ráðherra segir lögin mikilvægan lið í að taka fastar á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Innlent 6.6.2025 22:10
Frumvarp um farþegalista samþykkt Frumvarp dómsmálaráðherra sem gerir flugfélögum skylt að afhenda íslenskum yfirvöldum farþegalista við komu til landsins hefur verið samþykkt á Alþingi. Innlent 6.6.2025 14:12
Alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað á síðustu kvartöld Tíðni rána og alvarlegra ofbeldisbrota hefur aukist á síðustu 25 árum. Heilt yfir hefur glæpatíðni þó dregist saman. Innlent 4.6.2025 15:05
Notkun rafbyssa í samræmi við markmið Tvöföldun hefur orðið á milli ársfjórðunga á þeim tilvikum þar sem lögreglumenn hafa tekið upp rafbyssur við handtöku en slíku vopni hefur þrisvar verið beitt á fyrsta ársfjórðungi á þessa árs. Lögreglufulltrúi segir að notkunin sé í samræmi við markmið lögreglu þegar vopnin voru fyrst tekin til notkunar. Innlent 3.6.2025 12:01
Rafbyssu beitt þrisvar sinnum á fyrsta ársfjórðungi Á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur lögregla beitt rafbyssum þrisvar sinnum við handtöku. Á sama tímabili var rafbyssa dregin úr slíðri eða ógnað með rafbyssu 28 sinnum við handtöku. Innlent 3.6.2025 08:46
Sigríður svarar gagnrýni á störf lögreglunnar á Suðurnesjum Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri svaraði gagnrýni Úlfars Lúðvíkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra, í tölvupósti til starfsmanna embættisins á þriðjudag. Þar sagði hún Úlfar ekki hafa sinnt sameiginlegu verkefni lögreglunnar og tollsins um farþegaeftirlit og því hafi samstarfinu verið rift. Innlent 31.5.2025 15:02
Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur fundað með vararíkissaksóknara og lagt tillögur um lausn á hans málum á borðið. Hún tjáir sig ekki um það hvort ein tillagnanna hafi verið um að gera hann að vararíkislögreglustjóra og sú staða þannig endurvakin eftir fimmtán ára dvala. Innlent 27.5.2025 12:08