Fyrrverandi þingmenn á Bandaríkjaþingi segja rödd Íslands mikilvæga Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2022 20:01 Það er ekki á hverjum degi sem fyrrverandi þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings verma sæti þingmanna á Alþingi eins og þeir gerðu í dag. Stöð 2/HMP Fyrrverandi þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segja rödd Íslands skipta miklu máli á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn geti margt lært af Íslendingum. Heimir Már hitti nokkra fyrrverandi fulltrúadeildarþingmenn í dag. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa verið mikil og náin allt frá síðari heimsstyrjöld og Bandaríkin voru fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstætt íslenskt lýðveldi árið 1944. Hópur fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanna er nú staddur hér á landi í boði Félags fyrrverandi þingmanna og skoðaði hópurinn Höfða í morgun og heimsótti síðan Alþingi. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrverandi bandarískir þingmenn sitja í þingsal á Íslandi. Það gerðist einmitt í dag þegar hópur fyrrverandi þingmanna heimsótti Alþingi. Þeir sýndu sýndu sögu þingsins mikinn áhuga. Martin Frost fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Demókrata í Texas og Connie Morella fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Republikana í Maryland með Sóleigu Pétursdóttur fyrrverandi forseta Alþingis.Stöð 2/HMP Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi forseti Alþingis og formaður Félags fyrrverandi þingmanna og Kristín Einarsdóttir núverandi formaður félagsins tóku á móti hópnum. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór yfir sögu og starfsemi þingsins og svaraði fyrirspurnum. Demókratinn Martin Frost sat í fulltrúadeildinni fyrir Texas í 26 ár og Republikaninn Connie Morella fyrir Maryland í sautján ár. Eftir það var hún sendiherra Bandaríkjanna hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, í París þar sem hún kynntist Íslendingum. Rödd Íslands væri kröftug og mikilvæg innan NATO og fleiri alþjóðastofnana. Hin 91 árs gamla Connie Morella kemur úr frjálslyndari armi Republikanaflokksins og fór gegn meginstefnu hans varðandi réttindi kvenna, þungunarrof og réttindi samkynhneigðra í þau sautján ár sem hún sat á Bandaríkjaþingi.Stöð 2/HMP „Ísland er kannski fámennasta þjóðin en á fundum OECD var Ísland í forystu rétt eins og Bretland, Þýskaland og Bandaríkin. Rödd Íslands var jafnvíg og annarra og fólk hlustaði á ykkur. Það hefur borið vel á Íslandi þrátt fyrir smæðina og þjóðin er stór í ljósi áhrifa sinna,“ segir Morella. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór stuttlega yfir sögu þess og starfsemi.Stöð 2/HMP Frost segir Ísland og Bandaríkin eiga samleið á mörgum sviðum. Þjóðirnar geti til að mynda unnið saman á sviði nýtingar endurvinnanlegrar orku og loftslagsmála. „Við berum virðingu fyrir landi ykkar. Þið hafið átt þjóðþing um langt skeið. Þegar ég tala við nemendur og aðra hópa er ég oft minntur á að þið hafið átt ykkur lýðræðislega þjóðþing lengur en Bandaríkin. Þið búið að ríkri lýðræðishefð. Við viljum starfa með ykkur. Oft á tíðum getum við mikið að ykkur lært,“ segir Frost. Lengra viðtal við þau Morella og Frost má finna áspilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Bandaríkin Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa verið mikil og náin allt frá síðari heimsstyrjöld og Bandaríkin voru fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstætt íslenskt lýðveldi árið 1944. Hópur fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanna er nú staddur hér á landi í boði Félags fyrrverandi þingmanna og skoðaði hópurinn Höfða í morgun og heimsótti síðan Alþingi. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrverandi bandarískir þingmenn sitja í þingsal á Íslandi. Það gerðist einmitt í dag þegar hópur fyrrverandi þingmanna heimsótti Alþingi. Þeir sýndu sýndu sögu þingsins mikinn áhuga. Martin Frost fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Demókrata í Texas og Connie Morella fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Republikana í Maryland með Sóleigu Pétursdóttur fyrrverandi forseta Alþingis.Stöð 2/HMP Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi forseti Alþingis og formaður Félags fyrrverandi þingmanna og Kristín Einarsdóttir núverandi formaður félagsins tóku á móti hópnum. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór yfir sögu og starfsemi þingsins og svaraði fyrirspurnum. Demókratinn Martin Frost sat í fulltrúadeildinni fyrir Texas í 26 ár og Republikaninn Connie Morella fyrir Maryland í sautján ár. Eftir það var hún sendiherra Bandaríkjanna hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, í París þar sem hún kynntist Íslendingum. Rödd Íslands væri kröftug og mikilvæg innan NATO og fleiri alþjóðastofnana. Hin 91 árs gamla Connie Morella kemur úr frjálslyndari armi Republikanaflokksins og fór gegn meginstefnu hans varðandi réttindi kvenna, þungunarrof og réttindi samkynhneigðra í þau sautján ár sem hún sat á Bandaríkjaþingi.Stöð 2/HMP „Ísland er kannski fámennasta þjóðin en á fundum OECD var Ísland í forystu rétt eins og Bretland, Þýskaland og Bandaríkin. Rödd Íslands var jafnvíg og annarra og fólk hlustaði á ykkur. Það hefur borið vel á Íslandi þrátt fyrir smæðina og þjóðin er stór í ljósi áhrifa sinna,“ segir Morella. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór stuttlega yfir sögu þess og starfsemi.Stöð 2/HMP Frost segir Ísland og Bandaríkin eiga samleið á mörgum sviðum. Þjóðirnar geti til að mynda unnið saman á sviði nýtingar endurvinnanlegrar orku og loftslagsmála. „Við berum virðingu fyrir landi ykkar. Þið hafið átt þjóðþing um langt skeið. Þegar ég tala við nemendur og aðra hópa er ég oft minntur á að þið hafið átt ykkur lýðræðislega þjóðþing lengur en Bandaríkin. Þið búið að ríkri lýðræðishefð. Við viljum starfa með ykkur. Oft á tíðum getum við mikið að ykkur lært,“ segir Frost. Lengra viðtal við þau Morella og Frost má finna áspilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Bandaríkin Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira