Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2025 20:40 Þjófarnir eru sagðir leita uppi fólk sem er eitt á ferð og fylgjast með þeim greiða í verslunum, til að sjá PIN-númer þeirra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði í dag við því að vasaþjófar væru á ferðinni en talið er að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Fólki er bent á að hafa varann á þegar PIN-númer eru slegin inn við notkun greiðslukorta. Heimildir fréttastofu herma að vasaþjófar hafi verið á ferðinni á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu á undanförnum dögum. Á Suðurlandi, en lögreglan þar handtók í dag þrjá þjófa við Þingvelli, og á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þjófarnir hafa tekið háar fjárhæðir út af reikningum fólks sem varð fyrir barðinu á þeim. Flest þessara mála eru talin tengjast en lögreglan telur að fólkið komi til landsins gagngert í þeim tilgangi að stela. Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir þjófana fylgjast með fólki og reyna að finna einhverja sem eru einir á ferð og andvaralausir. Oft séu þeir í verslunum og fylgjast þjófarnir með þegar pin númer eru slegin inn. Í kjölfarið fylgja þjófarnir viðkomandi einstaklingi. „Eins og hann lýsir þessu fyrir mér, einn aðilinn sem tilkynnti þetta til mín, þá fann hann að það var ýtt aðeins við honum,“ segir Heimir. „Þá var verið að taka veskið af honum. Síðan taka þeir kortið úr veskinu og strauja það á meðan þeir geta.“ Heimir segir rannsókn yfirstandandi og það sjáist á upptökum um hverja sé að ræða. Lögreglan hafi fólki í haldi sem talið er að séu hin seku. „Þetta er skipulögð brotastarfsemi. Klárlega,“ segir Heimir. „Þeir eru að gera þetta ítrekað og á nokkrum stöðum. Það er klárt.“ Varðandi það hvernig fólk geti varið sig segir Heimir að fyrst og fremst þurfi fólk að passa að aðrir sjái ekki pin-númerið þegar greiðslukort eru notuð. Hafa þurfi varann á. Lögreglumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50 Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Heimildir fréttastofu herma að vasaþjófar hafi verið á ferðinni á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu á undanförnum dögum. Á Suðurlandi, en lögreglan þar handtók í dag þrjá þjófa við Þingvelli, og á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þjófarnir hafa tekið háar fjárhæðir út af reikningum fólks sem varð fyrir barðinu á þeim. Flest þessara mála eru talin tengjast en lögreglan telur að fólkið komi til landsins gagngert í þeim tilgangi að stela. Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir þjófana fylgjast með fólki og reyna að finna einhverja sem eru einir á ferð og andvaralausir. Oft séu þeir í verslunum og fylgjast þjófarnir með þegar pin númer eru slegin inn. Í kjölfarið fylgja þjófarnir viðkomandi einstaklingi. „Eins og hann lýsir þessu fyrir mér, einn aðilinn sem tilkynnti þetta til mín, þá fann hann að það var ýtt aðeins við honum,“ segir Heimir. „Þá var verið að taka veskið af honum. Síðan taka þeir kortið úr veskinu og strauja það á meðan þeir geta.“ Heimir segir rannsókn yfirstandandi og það sjáist á upptökum um hverja sé að ræða. Lögreglan hafi fólki í haldi sem talið er að séu hin seku. „Þetta er skipulögð brotastarfsemi. Klárlega,“ segir Heimir. „Þeir eru að gera þetta ítrekað og á nokkrum stöðum. Það er klárt.“ Varðandi það hvernig fólk geti varið sig segir Heimir að fyrst og fremst þurfi fólk að passa að aðrir sjái ekki pin-númerið þegar greiðslukort eru notuð. Hafa þurfi varann á.
Lögreglumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50 Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50
Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03