Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2026 09:15 Stephen Miller er einn helsti og nánasti ráðgjafi Donalds Trump. AP/Mark Schiefelbein Einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Dani ekki geta varið Grænland. Danmörk sé pínulítið ríki, með pínulítinn efnahag og pínulítinn her. Hann segir ósanngjarnt að Bandaríkjamenn eigi að verja fúlgum fjár í að byggja upp varnir á Grænlandi og eyríkið eigi áfram að tilheyra Danmörku en ekki Bandaríkjunum. Þetta er meðal þess sem Stephen Miller, aðstoðarstarfsmannastjóri Hvíta hússins og sem hefur lengi verið mjög náinn Trump og ráðgjafi hans, sagði í viðtali á Fox News í gærkvöldi. Í viðtali við Sean Hannity sagði Miller, eins og Trump sjálfur og aðrir tengdir honum hafa ítrekað sagt á undanförnum árum, að Grænland væri gífurlega mikilvægt vörnum Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn þyrftu að hafa stjórn á norðurslóðum. Þá talaði Miller um það hvað Grænland væri stór eyja og Danmörk væri lítið land. „Danmörk er pínulítið land, með pínulítinn efnahag og pínulítinn her, þeir geta ekki varið Grænland, þeir geta ekki stjórnað landsvæði Grænlands.“ Þá hélt hann því fram að samkvæmt skilningi manna á fimm hundruð ára gömlum lögum um yfirráðasvæði þyrfti að geta varið landsvæði og stjórnað því til að geta eignað sér það. Danmörk gæti það ekki. „Þannig að þeir vilja að við verjum hundruðum milljarða dala í að verja landsvæði fyrir þá, sem er fjórðungi stærra en Alaska, á kostnað Bandaríkjanna. Og þeir segja að ef við gerum þetta, þá tilheyrir Grænland alfarið Danmörku,“ sagði Miller. Þetta sagði hann ósanngjarnt. Sérstaklega gagnvart bandarískum skattgreiðendum, sem hefðu niðurgreitt varnir Evrópu um árabil. Það væru Bandaríkjamenn sem verðu Evrópu og hinn „frjálsa heim“. „Donald Trump krefst þess að okkur sé sýnd virðing.“ Stephen Miller argues Greenland is central to the next era of polar competition, calling it a “raw and unfair deal” for America to defend a massive territory at full cost while Denmark keeps full control:“Greenland is not essential for America’s national security. The new… pic.twitter.com/T3RZXQrMIJ— Sean Hannity 🇺🇸 (@seanhannity) January 17, 2026 Miller sagði einnig að viðræður hefðu verið jákvæðar en að afstaða ríkisstjórnar Trumps væri skýr. Bandaríkin ættu að hafa stjórn á Grænlandi. Þá gaf hann til kynna að honum þætti undarlegt að bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu, sem Miller sagði varða af Bandaríkjunum, aðstoðuðu ekki ríkisstjórnina við að eignast Grænland. „Bandarískt skattfé heldur Evrópu öruggri og frjálsri frá öllum ógnum heimsins,“ sagði Miller. „Maður hefði haldið að þeir vildu styðja Bandaríkin í þessu máli og ég vona að þeir geri það.“ Hann sagði Trump loksins vera að standa vörð um Bandaríkin og það sæist um allan heim. „Það eru Bandaríkin sem koma fyrst, Sean.“ Miller: President Trump has been clear…he wants the United States to control Greenland. That is the American position. And you would think that our allies in NATO we keep safe… you would think that they would want to support America in this matter. pic.twitter.com/GO4SJUkR0K— Acyn (@Acyn) January 17, 2026 Danmörk, frekar en Bandaríkin Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum ítrekað talað um að Bandaríkin ættu að eignast Grænland. Það sé gífurlega mikilvægt fyrir varnir Bandaríkjanna. Trump-liðar hafa einnig talað um að koma höndum yfir auðlindir sem finna má þar, eins og sjaldgæfa málma. Þá hafa Trump-liðar lýst yfir áhyggjum af umsvifum Rússa og Kínverja við og á Grænlandi og hafa gert mun meira úr þeim umsvifum en þau eru raunverulega. Langflestir Grænlendingar segjast ekki vilja tilheyra Bandaríkjunum. Þeir vilja helst geta orðið sjálfstæðir en ef valið standi milli Bandaríkjanna og Danmerkur, verði Danmörk fyrir valinu. DR segir að boðað hafi verið til mótmæla vegna hótana Bandaríkjamanna bæði í Danmörku og á Grænlandi í dag. Forsetinn hefur sjálfur kallað eftir því að fá aðstoð annarra NATO-ríkja við að öðlast Grænland en ráðamenn í Evrópu og Kanada eru ekki hlynntir því. Trump hefur verið sagt að Bandaríkin þurfa ekki að eignast Grænland til að bæta varnir Bandaríkjanna. Bæði löndin eru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og þar að auki er Bandaríkjamönnum heimilt að fjölga hermönnum, hergögnum og herstöðvum á Grænlandi. Í nýlegu viðtali við blaðamenn New York Times var Trump bent á að samkvæmt gömlum sáttmála frá 1951 við Grænlendinga og Dani mættu Bandaríkjamenn auka viðveru sína á Grænlandi, án þess að þurfa að eignast eyjuna. Hann sagði það ekki skipta máli. Eignarhald skipti miklu máli. Þegar hann var spurður af hverju svo væri sagði Trump: „Af því að það finnst mér þurfa sálfræðilega til að ná árangri. Ég held að eignarhald gefi þér hluti sem leiga eða samningur gerir ekki. Eignarhald gefur þér hluti sem þú getur ekki fengið með því að skrifa eingöngu undir skjal.“ Bandaríkin Donald Trump Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Danmörk Norðurslóðir NATO Tengdar fréttir Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands „Ég er hér í dag vegna þess að milljónir Bandaríkjamanna hafa þungar áhyggjur af orðræðunni um yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, annað hvort með því að kaupa landið eða beita hervaldi,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Jeanne Shaheen nú fyrir hádegi. 16. janúar 2026 12:39 „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í gær að ef Bandaríkin virtu ekki yfirráðarétt Danmerkur yfir Grænlandi og sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga yrði nýskipaður starfshópur um framtíð Grænlands líklega skammlífur. 16. janúar 2026 07:39 Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Vestræn samvinna og heimsskipanin sjálf yrði fyrir gífurlegum áhrifum ef Bandaríkjamenn tækju Grænland með hervaldi, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta. Hann gerir lítið úr mögulegri ógn af Kína og Rússlandi á norðurslóðum í viðtali við bandarískan fjölmiðil. 15. janúar 2026 10:35 Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings felldu í gær frumvarp sem hefði dregið úr völdum Donalds Trump, forseta, til að gera frekari árásir á Venesúela. Það er eftir að tveir þingmenn flokksins sem höfðu stutt frumvarpið lúffuðu undan þrýstingi frá Hvíta húsinu. 15. janúar 2026 09:59 Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Norsk stjórnvöld hafa vegna óvissu í varnar- og öryggismálum kynnt áform um að lög um herlögreglu verði látin gilda á Jan Mayen. Breytingin þýddi að Norðmenn gætu framfylgt herlögum á þessari nágrannaeyju Íslands. 14. janúar 2026 21:41 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Stephen Miller, aðstoðarstarfsmannastjóri Hvíta hússins og sem hefur lengi verið mjög náinn Trump og ráðgjafi hans, sagði í viðtali á Fox News í gærkvöldi. Í viðtali við Sean Hannity sagði Miller, eins og Trump sjálfur og aðrir tengdir honum hafa ítrekað sagt á undanförnum árum, að Grænland væri gífurlega mikilvægt vörnum Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn þyrftu að hafa stjórn á norðurslóðum. Þá talaði Miller um það hvað Grænland væri stór eyja og Danmörk væri lítið land. „Danmörk er pínulítið land, með pínulítinn efnahag og pínulítinn her, þeir geta ekki varið Grænland, þeir geta ekki stjórnað landsvæði Grænlands.“ Þá hélt hann því fram að samkvæmt skilningi manna á fimm hundruð ára gömlum lögum um yfirráðasvæði þyrfti að geta varið landsvæði og stjórnað því til að geta eignað sér það. Danmörk gæti það ekki. „Þannig að þeir vilja að við verjum hundruðum milljarða dala í að verja landsvæði fyrir þá, sem er fjórðungi stærra en Alaska, á kostnað Bandaríkjanna. Og þeir segja að ef við gerum þetta, þá tilheyrir Grænland alfarið Danmörku,“ sagði Miller. Þetta sagði hann ósanngjarnt. Sérstaklega gagnvart bandarískum skattgreiðendum, sem hefðu niðurgreitt varnir Evrópu um árabil. Það væru Bandaríkjamenn sem verðu Evrópu og hinn „frjálsa heim“. „Donald Trump krefst þess að okkur sé sýnd virðing.“ Stephen Miller argues Greenland is central to the next era of polar competition, calling it a “raw and unfair deal” for America to defend a massive territory at full cost while Denmark keeps full control:“Greenland is not essential for America’s national security. The new… pic.twitter.com/T3RZXQrMIJ— Sean Hannity 🇺🇸 (@seanhannity) January 17, 2026 Miller sagði einnig að viðræður hefðu verið jákvæðar en að afstaða ríkisstjórnar Trumps væri skýr. Bandaríkin ættu að hafa stjórn á Grænlandi. Þá gaf hann til kynna að honum þætti undarlegt að bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu, sem Miller sagði varða af Bandaríkjunum, aðstoðuðu ekki ríkisstjórnina við að eignast Grænland. „Bandarískt skattfé heldur Evrópu öruggri og frjálsri frá öllum ógnum heimsins,“ sagði Miller. „Maður hefði haldið að þeir vildu styðja Bandaríkin í þessu máli og ég vona að þeir geri það.“ Hann sagði Trump loksins vera að standa vörð um Bandaríkin og það sæist um allan heim. „Það eru Bandaríkin sem koma fyrst, Sean.“ Miller: President Trump has been clear…he wants the United States to control Greenland. That is the American position. And you would think that our allies in NATO we keep safe… you would think that they would want to support America in this matter. pic.twitter.com/GO4SJUkR0K— Acyn (@Acyn) January 17, 2026 Danmörk, frekar en Bandaríkin Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum ítrekað talað um að Bandaríkin ættu að eignast Grænland. Það sé gífurlega mikilvægt fyrir varnir Bandaríkjanna. Trump-liðar hafa einnig talað um að koma höndum yfir auðlindir sem finna má þar, eins og sjaldgæfa málma. Þá hafa Trump-liðar lýst yfir áhyggjum af umsvifum Rússa og Kínverja við og á Grænlandi og hafa gert mun meira úr þeim umsvifum en þau eru raunverulega. Langflestir Grænlendingar segjast ekki vilja tilheyra Bandaríkjunum. Þeir vilja helst geta orðið sjálfstæðir en ef valið standi milli Bandaríkjanna og Danmerkur, verði Danmörk fyrir valinu. DR segir að boðað hafi verið til mótmæla vegna hótana Bandaríkjamanna bæði í Danmörku og á Grænlandi í dag. Forsetinn hefur sjálfur kallað eftir því að fá aðstoð annarra NATO-ríkja við að öðlast Grænland en ráðamenn í Evrópu og Kanada eru ekki hlynntir því. Trump hefur verið sagt að Bandaríkin þurfa ekki að eignast Grænland til að bæta varnir Bandaríkjanna. Bæði löndin eru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og þar að auki er Bandaríkjamönnum heimilt að fjölga hermönnum, hergögnum og herstöðvum á Grænlandi. Í nýlegu viðtali við blaðamenn New York Times var Trump bent á að samkvæmt gömlum sáttmála frá 1951 við Grænlendinga og Dani mættu Bandaríkjamenn auka viðveru sína á Grænlandi, án þess að þurfa að eignast eyjuna. Hann sagði það ekki skipta máli. Eignarhald skipti miklu máli. Þegar hann var spurður af hverju svo væri sagði Trump: „Af því að það finnst mér þurfa sálfræðilega til að ná árangri. Ég held að eignarhald gefi þér hluti sem leiga eða samningur gerir ekki. Eignarhald gefur þér hluti sem þú getur ekki fengið með því að skrifa eingöngu undir skjal.“
Bandaríkin Donald Trump Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Danmörk Norðurslóðir NATO Tengdar fréttir Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands „Ég er hér í dag vegna þess að milljónir Bandaríkjamanna hafa þungar áhyggjur af orðræðunni um yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, annað hvort með því að kaupa landið eða beita hervaldi,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Jeanne Shaheen nú fyrir hádegi. 16. janúar 2026 12:39 „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í gær að ef Bandaríkin virtu ekki yfirráðarétt Danmerkur yfir Grænlandi og sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga yrði nýskipaður starfshópur um framtíð Grænlands líklega skammlífur. 16. janúar 2026 07:39 Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Vestræn samvinna og heimsskipanin sjálf yrði fyrir gífurlegum áhrifum ef Bandaríkjamenn tækju Grænland með hervaldi, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta. Hann gerir lítið úr mögulegri ógn af Kína og Rússlandi á norðurslóðum í viðtali við bandarískan fjölmiðil. 15. janúar 2026 10:35 Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings felldu í gær frumvarp sem hefði dregið úr völdum Donalds Trump, forseta, til að gera frekari árásir á Venesúela. Það er eftir að tveir þingmenn flokksins sem höfðu stutt frumvarpið lúffuðu undan þrýstingi frá Hvíta húsinu. 15. janúar 2026 09:59 Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Norsk stjórnvöld hafa vegna óvissu í varnar- og öryggismálum kynnt áform um að lög um herlögreglu verði látin gilda á Jan Mayen. Breytingin þýddi að Norðmenn gætu framfylgt herlögum á þessari nágrannaeyju Íslands. 14. janúar 2026 21:41 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands „Ég er hér í dag vegna þess að milljónir Bandaríkjamanna hafa þungar áhyggjur af orðræðunni um yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, annað hvort með því að kaupa landið eða beita hervaldi,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Jeanne Shaheen nú fyrir hádegi. 16. janúar 2026 12:39
„Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í gær að ef Bandaríkin virtu ekki yfirráðarétt Danmerkur yfir Grænlandi og sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga yrði nýskipaður starfshópur um framtíð Grænlands líklega skammlífur. 16. janúar 2026 07:39
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Vestræn samvinna og heimsskipanin sjálf yrði fyrir gífurlegum áhrifum ef Bandaríkjamenn tækju Grænland með hervaldi, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta. Hann gerir lítið úr mögulegri ógn af Kína og Rússlandi á norðurslóðum í viðtali við bandarískan fjölmiðil. 15. janúar 2026 10:35
Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings felldu í gær frumvarp sem hefði dregið úr völdum Donalds Trump, forseta, til að gera frekari árásir á Venesúela. Það er eftir að tveir þingmenn flokksins sem höfðu stutt frumvarpið lúffuðu undan þrýstingi frá Hvíta húsinu. 15. janúar 2026 09:59
Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Norsk stjórnvöld hafa vegna óvissu í varnar- og öryggismálum kynnt áform um að lög um herlögreglu verði látin gilda á Jan Mayen. Breytingin þýddi að Norðmenn gætu framfylgt herlögum á þessari nágrannaeyju Íslands. 14. janúar 2026 21:41