Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2025 13:35 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki líta Evrópu í jákvæðu ljósi þessa dagana. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur Evrópu í hnignun og að heimsálfan sé leidd af „veikburða“ leiðtogum og sumum heimskum. Hann gerir lítið úr Evrópumönnum fyrir að stöðva ekki flæði innflytjenda til heimsálfunnar og fyrir að geta ekki bundið enda á innrás Rússa í Úkraínu. Hann segir mikla glæpi framda í Evrópu og þá gefur Trump til kynna að hann vilji styðja evrópska stjórnmálamenn sem honum hugnast og fylgja hugsjónum hans fyrir heimsálfuna. Þetta er meðal þess sem Trump sagði í viðtali við Politico, af því tilefni að miðillinn titlaði hann sem áhrifamesta mann Evrópu. Blaðamenn Politico vísa til þess hve gífurlega mikil áhrif hann er að hafa á Evrópu um þessar mundir, hvort sem þau þykja jákvæð eða neikvæð. Þegar hann var spurður hvort hægt væri að líta á gagnrýni hans í garð Evrópu væri ætlað að vera á einhvern hátt uppbyggileg, svaraði hann spurningunni ekki beint. „Ég held þeir séu veikburða en ég held að þeir vilji sýna pólitíska réttsýni. Ég held þeir viti ekkert hvað þeir eiga að gera. Evrópa veit ekki hvað hún á að gera.“ Í grein Politico segir að ljóst sé að reiði Trumps beinist fyrst og fremst að Vestur-Evrópu og lýsti hann höfuðborgum eins og París og Lundúnum sem ruslahaugum sem væru að drukkna í innflytjendum. Hann sagði að ef ekki yrði gripið til aðgerða væru ríki í Evrópu sem gætu ekki talist raunveruleg mikið lengur. Sjá einnig: Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Þá lofaði hann ríki eins og Ungverjaland og Tyrkland, en stjórnendur beggja ríkja hafa í gegnum árin sýnt töluverða einræðistilburði. Á einum tímapunkti sagðist Trump kunna vel að meta alla leiðtoga Evrópu. Hann ætti sér ekki neina óvini, þó honum hafi ekki líkað vel við einhverja á árum áður. Nú kunni hann vel við alla. Sumir væru vinir hans, sumir væru allt í lagi. „Ég þekki góðu leiðtogana. Ég þekki slæmu leiðtogana. Ég þekki þessa snjöllu. Ég þekki þessa heimsku. Þeir eru nokkrir mjög heimskir en þeir eru ekki að standa sig vel í starfi. Evrópa er ekki að standa sig vel að miklu leyti.“ Ummælin fylgja á hæla útgáfu nýrrar þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnar Trumps þar sem farið er hörðum orðum um ríki Evrópu og þau harðlega gagnrýnd, að mörgu leyti á grunni menningarátaka. Sjá einnig: Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Áhugasamir geta horft á allt viðtalið við Trump hér að neðan. Endurómar áróður Rússa Þegar kemur að stríðinu í Úkraínu endurómar Trump áróður Rússa að miklu leyti, eins og hann hefur ítrekað gert áður. Meðal annars gagnrýndi hann ríkisstjórn Úkraínu fyrir að halda ekki kosningar og sagði að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefði nýtt sér stríðið til að halda ekki kosningar. Ráðamenn í alræðisríkinu Rússlandi hafa ítrekað haldið því fram að hann sé umboðslaus þar sem hann er ekki búinn að halda nýjar kosningar, þar sem kjörtímabili hans ætti að vera lokið. Stjórnarskrá Úkraínu heimilar ekki kosningar á stríðstímum og Úkraínumenn segja að það að halda kosningar yrði gífurlega erfitt með tilliti til átakanna. Milljónir Úkraínumanna hafa flúið land, stór hluti þjóðarinnar býr undir hernámi Rússa og þar að auki eru hundruð þúsunda kjósenda í hernum og gæti reynst erfitt fyrir þá að kjósa. Sjá einnig: Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Fyrr á þessu ári þegar Trump varpaði fram sambærilegum fullyrðingum um kosningar í Úkraínu, sagði Valerí Salúsjní, fyrrverandi yfirmaður herafla Úkraínu og núverandi sendiherra ríkisins í Bretlandi, sem þykir mjög líklegur til að bjóða sig fram til forseta þegar þar að kemur, að ótímabært væri að tala um kosningar. Fyrstu þyrftu Úkraínumenn að tryggja áframhaldandi tilvist úkraínska ríkisins. Sagði Selenskí dónalegan við Pútín Trump gaf einnig til kynna að Rússum hefði verið lofað að Úkraína fengi ekki að ganga í NATO og það að Úkraínumenn hafi krafist þess hafi leitt til stríðsins. Þá hafi Selenskí verið dónalegur við Pútín þegar hann á að hafa krafist þess að Úkraína fengi Krímskaga aftur og inngöngu í NATO. Trump:It was an understanding that Ukraine would not be going into NATO. This was long before Putin, in all fairness. And now they pushed, you know, when Zelensky first went in and first met Putin, he said, “I want two things. I want Crimea back and we’re going to be a… pic.twitter.com/XLCd2mz9mb— Clash Report (@clashreport) December 9, 2025 Í viðtalinu sagði Trump einnig að Selenskí þyrfti að fara að sætta sig við hlutina. Því hann væri að tapa stríðinu. Hann nefndi einnig að Selenskí hefði ekki lesið umdeilda friðaráætlun Bandaríkjamanna en Trump sló á svipaða strengi um helgina. Þá hélt Trump því fram að úkraínska þjóðin væri mjög hlynnt þessari friðaráætlun en hvorugt er rétt. Sjá einnig: Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Friðaráætlun, eins og hún leit upprunalega út, sagði til um að Úkraínumenn ættu að horfa frá stóru og víggirtu svæði í Dónetsk-héraði sem Rússar hafa lengi reynt að hernema og sæta öðrum takmörkunum, í skiptum fyrir óljósar öryggistryggingar. Þetta segjast Úkraínumenn ómögulega geta sætt sig við. Það myndi veita Rússum stökkpall inn í restina af Úkraínu. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Kallar Greene heimskan svikara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum. 8. desember 2025 16:21 Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er mættur til Englands, þar sem hann fundar með Keir Starme forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Friedrich Merz kanslara Þýskalands. Selenskí segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir. 8. desember 2025 14:18 Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, ýjaði að því á ráðstefnu í Katar í dag að faðir hans gæti hætt stuðningi við Úkraínu. Hann hélt langan reiðilestur yfir stjórnvöldum í Kænugarði og viðleitni þeirra til að halda áfram að verja sig. 7. desember 2025 19:54 „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Rússlandsstjórn fagnar nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna ákaft. Talsmaður Kremlar segir hana að miklu leyti samræmda stefnu Rússa. 7. desember 2025 18:06 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Hann segir mikla glæpi framda í Evrópu og þá gefur Trump til kynna að hann vilji styðja evrópska stjórnmálamenn sem honum hugnast og fylgja hugsjónum hans fyrir heimsálfuna. Þetta er meðal þess sem Trump sagði í viðtali við Politico, af því tilefni að miðillinn titlaði hann sem áhrifamesta mann Evrópu. Blaðamenn Politico vísa til þess hve gífurlega mikil áhrif hann er að hafa á Evrópu um þessar mundir, hvort sem þau þykja jákvæð eða neikvæð. Þegar hann var spurður hvort hægt væri að líta á gagnrýni hans í garð Evrópu væri ætlað að vera á einhvern hátt uppbyggileg, svaraði hann spurningunni ekki beint. „Ég held þeir séu veikburða en ég held að þeir vilji sýna pólitíska réttsýni. Ég held þeir viti ekkert hvað þeir eiga að gera. Evrópa veit ekki hvað hún á að gera.“ Í grein Politico segir að ljóst sé að reiði Trumps beinist fyrst og fremst að Vestur-Evrópu og lýsti hann höfuðborgum eins og París og Lundúnum sem ruslahaugum sem væru að drukkna í innflytjendum. Hann sagði að ef ekki yrði gripið til aðgerða væru ríki í Evrópu sem gætu ekki talist raunveruleg mikið lengur. Sjá einnig: Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Þá lofaði hann ríki eins og Ungverjaland og Tyrkland, en stjórnendur beggja ríkja hafa í gegnum árin sýnt töluverða einræðistilburði. Á einum tímapunkti sagðist Trump kunna vel að meta alla leiðtoga Evrópu. Hann ætti sér ekki neina óvini, þó honum hafi ekki líkað vel við einhverja á árum áður. Nú kunni hann vel við alla. Sumir væru vinir hans, sumir væru allt í lagi. „Ég þekki góðu leiðtogana. Ég þekki slæmu leiðtogana. Ég þekki þessa snjöllu. Ég þekki þessa heimsku. Þeir eru nokkrir mjög heimskir en þeir eru ekki að standa sig vel í starfi. Evrópa er ekki að standa sig vel að miklu leyti.“ Ummælin fylgja á hæla útgáfu nýrrar þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnar Trumps þar sem farið er hörðum orðum um ríki Evrópu og þau harðlega gagnrýnd, að mörgu leyti á grunni menningarátaka. Sjá einnig: Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Áhugasamir geta horft á allt viðtalið við Trump hér að neðan. Endurómar áróður Rússa Þegar kemur að stríðinu í Úkraínu endurómar Trump áróður Rússa að miklu leyti, eins og hann hefur ítrekað gert áður. Meðal annars gagnrýndi hann ríkisstjórn Úkraínu fyrir að halda ekki kosningar og sagði að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefði nýtt sér stríðið til að halda ekki kosningar. Ráðamenn í alræðisríkinu Rússlandi hafa ítrekað haldið því fram að hann sé umboðslaus þar sem hann er ekki búinn að halda nýjar kosningar, þar sem kjörtímabili hans ætti að vera lokið. Stjórnarskrá Úkraínu heimilar ekki kosningar á stríðstímum og Úkraínumenn segja að það að halda kosningar yrði gífurlega erfitt með tilliti til átakanna. Milljónir Úkraínumanna hafa flúið land, stór hluti þjóðarinnar býr undir hernámi Rússa og þar að auki eru hundruð þúsunda kjósenda í hernum og gæti reynst erfitt fyrir þá að kjósa. Sjá einnig: Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Fyrr á þessu ári þegar Trump varpaði fram sambærilegum fullyrðingum um kosningar í Úkraínu, sagði Valerí Salúsjní, fyrrverandi yfirmaður herafla Úkraínu og núverandi sendiherra ríkisins í Bretlandi, sem þykir mjög líklegur til að bjóða sig fram til forseta þegar þar að kemur, að ótímabært væri að tala um kosningar. Fyrstu þyrftu Úkraínumenn að tryggja áframhaldandi tilvist úkraínska ríkisins. Sagði Selenskí dónalegan við Pútín Trump gaf einnig til kynna að Rússum hefði verið lofað að Úkraína fengi ekki að ganga í NATO og það að Úkraínumenn hafi krafist þess hafi leitt til stríðsins. Þá hafi Selenskí verið dónalegur við Pútín þegar hann á að hafa krafist þess að Úkraína fengi Krímskaga aftur og inngöngu í NATO. Trump:It was an understanding that Ukraine would not be going into NATO. This was long before Putin, in all fairness. And now they pushed, you know, when Zelensky first went in and first met Putin, he said, “I want two things. I want Crimea back and we’re going to be a… pic.twitter.com/XLCd2mz9mb— Clash Report (@clashreport) December 9, 2025 Í viðtalinu sagði Trump einnig að Selenskí þyrfti að fara að sætta sig við hlutina. Því hann væri að tapa stríðinu. Hann nefndi einnig að Selenskí hefði ekki lesið umdeilda friðaráætlun Bandaríkjamanna en Trump sló á svipaða strengi um helgina. Þá hélt Trump því fram að úkraínska þjóðin væri mjög hlynnt þessari friðaráætlun en hvorugt er rétt. Sjá einnig: Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Friðaráætlun, eins og hún leit upprunalega út, sagði til um að Úkraínumenn ættu að horfa frá stóru og víggirtu svæði í Dónetsk-héraði sem Rússar hafa lengi reynt að hernema og sæta öðrum takmörkunum, í skiptum fyrir óljósar öryggistryggingar. Þetta segjast Úkraínumenn ómögulega geta sætt sig við. Það myndi veita Rússum stökkpall inn í restina af Úkraínu.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Kallar Greene heimskan svikara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum. 8. desember 2025 16:21 Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er mættur til Englands, þar sem hann fundar með Keir Starme forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Friedrich Merz kanslara Þýskalands. Selenskí segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir. 8. desember 2025 14:18 Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, ýjaði að því á ráðstefnu í Katar í dag að faðir hans gæti hætt stuðningi við Úkraínu. Hann hélt langan reiðilestur yfir stjórnvöldum í Kænugarði og viðleitni þeirra til að halda áfram að verja sig. 7. desember 2025 19:54 „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Rússlandsstjórn fagnar nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna ákaft. Talsmaður Kremlar segir hana að miklu leyti samræmda stefnu Rússa. 7. desember 2025 18:06 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Kallar Greene heimskan svikara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum. 8. desember 2025 16:21
Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er mættur til Englands, þar sem hann fundar með Keir Starme forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Friedrich Merz kanslara Þýskalands. Selenskí segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir. 8. desember 2025 14:18
Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, ýjaði að því á ráðstefnu í Katar í dag að faðir hans gæti hætt stuðningi við Úkraínu. Hann hélt langan reiðilestur yfir stjórnvöldum í Kænugarði og viðleitni þeirra til að halda áfram að verja sig. 7. desember 2025 19:54
„Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Rússlandsstjórn fagnar nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna ákaft. Talsmaður Kremlar segir hana að miklu leyti samræmda stefnu Rússa. 7. desember 2025 18:06