Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. október 2025 11:02 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Vísir/Ívar Fannar Mögulega þarf að skera niður í starfsteymum landsliða Íslands í handbolta fyrir komandi stórmót vegna slæmrar fjárhagsstöðu HSÍ. Allt kapp er lagt á að svo sé ekki samkvæmt framkvæmdastjóra sambandsins. Töluvert hefur verið fjallað um slæma fjárhagsstöðu HSÍ undanfarin misseri en sambandið var rekið með um 130 milljóna króna halla undanfarin tvö ár. Landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann færi með skert teymi til Þýskalands þar sem strákarnir okkar skíttöpuðu fyrir heimamönnum í gærkvöld. Þangað út fóru ekki leikgreinandi og læknir sem venjulega yrðu með í för. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur,“ sagði Snorri Steinn við Vísi fyrir um tveimur vikum síðan. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fjárhagsstöðuna vissulega slæma. „Staðan hefur oft verið betri. Það sem er að hrjá okkur núna er árangur. Við erum með sjö stórmót á þessu ári, tvö hjá A-landsliðum og fimm hjá yngri landsliðum. Árangri fylgir kostnaður. Meðan við sjáum ekki aukið fjármagn frá ríki í gegnum Afrekssjóð þá er þetta bara bagalegt ástand,“ segir Róbert Geir. „Við þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir eins og við gerðum núna þegar við sendum aðeins færri út með karlalandsliðinu til Þýskalands og munum þurfa að gera áfram í framhaldinu,“ bætir hann við. Vilja vernda stórmótin Kvennalandsliðið fer á HM í næsta mánuði og karlanir á EM í janúar. Þarf að skera niður starfsteymið þar, einnig? „Stelpurnar munu byrja á því að fara í æfingaleiki til Færeyja fyrir HM. Það er ljóst að við förum með færra starfsfólk þangað. Við erum að reyna að vernda stórmótin – það eru okkar stóru augnablik – að reyna að fara með jafnmikinn fjölda og áður þangað. En það er ljóst að það verður ekki fjölgun,“ segir Róbert Geir. Sama sé uppi á teningunum með karlalandsliðið sem fer til Svíþjóðar í janúar. Reynt verði að fara með fullt teymi þangað út, en ekki fyrir mót. „Á mótið sjálft, já. En í aðdragandanum má gera ráð fyrir að við verðum eitthvað færri. Miðað við hvernig staðan er í dag.“ Stórmót yngri landsliða í uppnámi? Aðspurður hvort von sé á frekari niðurskurði segir Róbert það til skoðunar innan stjórnar. Erfitt sé fyrir sambandið að fjármagna stórmót yngri landsliða eins og í stakk er búið sem stendur. „Ný stjórn er að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Við þurfum að skoða alvarlega hvað við gerum á næsta ári með yngri landslið og fleira. Hversu mikla útgerð við ætlum að vera með. Árangur er dýr, að fara á þessi mót er dýrt og við getum ekki velt fjárhagsstöðunni á undan okkur og taprekstri undanfarinna ára til lengdar. Það sjá það allir,“ segir Róbert Geir. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um slæma fjárhagsstöðu HSÍ undanfarin misseri en sambandið var rekið með um 130 milljóna króna halla undanfarin tvö ár. Landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann færi með skert teymi til Þýskalands þar sem strákarnir okkar skíttöpuðu fyrir heimamönnum í gærkvöld. Þangað út fóru ekki leikgreinandi og læknir sem venjulega yrðu með í för. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur,“ sagði Snorri Steinn við Vísi fyrir um tveimur vikum síðan. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fjárhagsstöðuna vissulega slæma. „Staðan hefur oft verið betri. Það sem er að hrjá okkur núna er árangur. Við erum með sjö stórmót á þessu ári, tvö hjá A-landsliðum og fimm hjá yngri landsliðum. Árangri fylgir kostnaður. Meðan við sjáum ekki aukið fjármagn frá ríki í gegnum Afrekssjóð þá er þetta bara bagalegt ástand,“ segir Róbert Geir. „Við þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir eins og við gerðum núna þegar við sendum aðeins færri út með karlalandsliðinu til Þýskalands og munum þurfa að gera áfram í framhaldinu,“ bætir hann við. Vilja vernda stórmótin Kvennalandsliðið fer á HM í næsta mánuði og karlanir á EM í janúar. Þarf að skera niður starfsteymið þar, einnig? „Stelpurnar munu byrja á því að fara í æfingaleiki til Færeyja fyrir HM. Það er ljóst að við förum með færra starfsfólk þangað. Við erum að reyna að vernda stórmótin – það eru okkar stóru augnablik – að reyna að fara með jafnmikinn fjölda og áður þangað. En það er ljóst að það verður ekki fjölgun,“ segir Róbert Geir. Sama sé uppi á teningunum með karlalandsliðið sem fer til Svíþjóðar í janúar. Reynt verði að fara með fullt teymi þangað út, en ekki fyrir mót. „Á mótið sjálft, já. En í aðdragandanum má gera ráð fyrir að við verðum eitthvað færri. Miðað við hvernig staðan er í dag.“ Stórmót yngri landsliða í uppnámi? Aðspurður hvort von sé á frekari niðurskurði segir Róbert það til skoðunar innan stjórnar. Erfitt sé fyrir sambandið að fjármagna stórmót yngri landsliða eins og í stakk er búið sem stendur. „Ný stjórn er að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Við þurfum að skoða alvarlega hvað við gerum á næsta ári með yngri landslið og fleira. Hversu mikla útgerð við ætlum að vera með. Árangur er dýr, að fara á þessi mót er dýrt og við getum ekki velt fjárhagsstöðunni á undan okkur og taprekstri undanfarinna ára til lengdar. Það sjá það allir,“ segir Róbert Geir. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira