Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2025 13:14 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Kazakov, Sputnik Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, sem til stendur að halda í Búdapest í Ungverjalandi. Talsmaður Pútín segir að undirbúa þurfi slíkan fund í þaula og að sá undirbúningur verði erfiður. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og bakhjarlar Úkraínu í Evrópu sökuðu Pútín í morgun um að reyna að tefja mögulegar friðarviðræður. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síma og er ekki útlit fyrir að þeir muni hittast á næstunni, eins og til stóð. Rubio er sagður hafa lagt til við Trump, eftir samtalið við Lavrov, að hann fundaði ekki með Pútín að svo stöddu. Samkvæmt heimildum CNN um símtalið voru Rubio og ráðgjafar hans þeirrar skoðunar eftir það að afstaða ráðamanna í Rússlandi varðandi frið í Úkraínu gæfi ekki tilefni til að funda með Pútín. Ráðherrarnir eiga að tala saman aftur seinna í vikunni. Rússneska fréttaveitan RIA hefur eftir Lavrov að hann hafi sagt að skilyrðislaust vopnahlé í Úkraínu, eins og Trump hefur ítrekað kallað eftir og Úkraínumenn hafa samþykkt, ekki koma til greina að svo stöddu. Þá sé krafan um slíkt ekki í takt við það sem Trump og Pútín eigi að hafa sammælst um í Alaska í sumar. Lavrov sagði að þar hefðu Trump og Pútin verið sammála um að leggja áherslu á „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu. Sjá einnig: Hafna aftur tillögu Trumps Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað vísað í þessar „grunnástæður“ á undanförnum vikum og mánuðum þegar þeir hafa hafnað tillögum um frið eða vopnahlé. Það er tilvísun sem snýr að inngöngu ríkja Austur-Evrópu í Atlantshafsbandalagið. Fyrir innrásina í Úkraínu 2022 kröfðust Rússar þess að ríkjum Austur-Evrópu yrði vísað úr NATO. Sú krafa mun hafa verið ítrekuð á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári. Lavrov sagði einnig í morgun að ein af ástæðum þess að Rússar vildu ekki skilyrðislaust vopnahlé, væri að „nasistar“ yrðu áfram við völd í Úkraínu. Þá sagði hann að Rússar væru að ná markmiðum sínum með hinni „sértæku hernaðaraðgerð“. Ólíklegt að fundað verði í næstu viku Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, gaf til kynna við blaðamenn í Rússlandi í morgun að hæpið yrði að Trump og Pútín myndu funda í Búdapest í næstu viku, eins og Trump hefur stungið upp á. Hann sagði að þó stemningin fyrir fundi væri jákvæð þyrfti að vinna mikla og erfiða undirbúningsvinnu fyrst. Það eru svipuð ummæli og heyrðust frá Moskvu eftir fund Trumps og Pútíns í Alaska í sumar, þegar Trump var að þrýsta á Pútín og reyna að fá hann til að funda með Selenskí. Slíkur fundur var aldrei haldinn. Peskóv sagði að engin tímasetning um mögulegan fund hefði verið ákveðin og því væri ekki hægt að segja að Rússar væru að fresta honum. Ekki væri hægt að fresta fundi sem hefði ekki verið ákveðinn enn. Hvernig kæmist Pútín til Búdapest? Hann talaði einnig um það hvernig Pútín ætti að komast til Ungverjalands. Til að komast þangað þyrfti Pútín að fljúga yfir Pólland og Slóvakíu eða Rúmeníu, svo einhver ríki séu nefnd. Pútín er eins og frægt er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og flest ríki Evrópu hafa þar að auki lokað lofthelgi fyrir rússneskum flugvélum. Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, sagði í viðtali í morgun að ef flugvél Pútíns yrði flogið inn í lofthelgi Póllands gæti henni verið snúið til Haag, þar sem höfuðstöðvar Alþjóðasakamáladómstólsins (ICC) eru. Flugvél Pútíns þyrfti því væntanlega að fara aðra leið. Ráðamenn í Ungverjalandi hafa heitið því að Pútín yrði ekki handtekinn við komuna þangað. Ungverjar eru aðilar að Rómarsáttmálanum, sem ICC byggir á en hafa sagt sig frá honum. Sú ákvörðun tekur þó ekki gildi fyrr en á næsta ári. Búlgarar hafa sagt að þeir myndu hleypa Pútín í gegnum lofthelgi þeirra, þó þeir séu einnig aðilar að Rómarsáttmálanum. Þá þyrfti Pútín þó einnig að komast gegnum lofthelgi Rúmeníu eða Serbíu. Peskóv sagði í morgun að fregnir af því að Pútín myndi mögulega ferðast í sömu flugvél og Trump til Búdapest væru skáldskapur. Það kæmi ekki til greina. Rússneskir peningar til Úkraínu Selenskí og nokkrir leiðtogar Evrópuríkja sendu í morgun út yfirlýsingu þar sem þeir sökuðu Pútín um að draga fæturna þegar kemur að friðarviðræðum. Þá mótmæltu þeir þeim kröfum Rússa að Úkraínumenn hörfi frá landi sem Rússar hafa ekki þegar hernumið, eins og Trump hefur lagt til. Í yfirlýsingunni sögðu áðurnefndir leiðtogar Evrópuríkja og Evrópusambandsins að þeir ætluðu sér að nota frystar eigur Rússlands í Evrópu til að styðja Úkraínu, þó uppi séu efasemdir um bæði afleiðingar þess og lögmæti, samkvæmt AP fréttaveitunni. Selenskí segir að til að koma á friði þurfi að auka þrýsting á Pútín. Það sé eina leiðin til að fá hann til að hætta stríðsrekstri sínum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í Washington.AP/Manuel Balce Ceneta Rússland Bandaríkin Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að gefa eftir land til þess að ná fram friði í Úkraínu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu á föstudaginn. 20. október 2025 07:09 Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. 19. október 2025 21:18 Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og bakhjarlar Úkraínu í Evrópu sökuðu Pútín í morgun um að reyna að tefja mögulegar friðarviðræður. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síma og er ekki útlit fyrir að þeir muni hittast á næstunni, eins og til stóð. Rubio er sagður hafa lagt til við Trump, eftir samtalið við Lavrov, að hann fundaði ekki með Pútín að svo stöddu. Samkvæmt heimildum CNN um símtalið voru Rubio og ráðgjafar hans þeirrar skoðunar eftir það að afstaða ráðamanna í Rússlandi varðandi frið í Úkraínu gæfi ekki tilefni til að funda með Pútín. Ráðherrarnir eiga að tala saman aftur seinna í vikunni. Rússneska fréttaveitan RIA hefur eftir Lavrov að hann hafi sagt að skilyrðislaust vopnahlé í Úkraínu, eins og Trump hefur ítrekað kallað eftir og Úkraínumenn hafa samþykkt, ekki koma til greina að svo stöddu. Þá sé krafan um slíkt ekki í takt við það sem Trump og Pútín eigi að hafa sammælst um í Alaska í sumar. Lavrov sagði að þar hefðu Trump og Pútin verið sammála um að leggja áherslu á „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu. Sjá einnig: Hafna aftur tillögu Trumps Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað vísað í þessar „grunnástæður“ á undanförnum vikum og mánuðum þegar þeir hafa hafnað tillögum um frið eða vopnahlé. Það er tilvísun sem snýr að inngöngu ríkja Austur-Evrópu í Atlantshafsbandalagið. Fyrir innrásina í Úkraínu 2022 kröfðust Rússar þess að ríkjum Austur-Evrópu yrði vísað úr NATO. Sú krafa mun hafa verið ítrekuð á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári. Lavrov sagði einnig í morgun að ein af ástæðum þess að Rússar vildu ekki skilyrðislaust vopnahlé, væri að „nasistar“ yrðu áfram við völd í Úkraínu. Þá sagði hann að Rússar væru að ná markmiðum sínum með hinni „sértæku hernaðaraðgerð“. Ólíklegt að fundað verði í næstu viku Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, gaf til kynna við blaðamenn í Rússlandi í morgun að hæpið yrði að Trump og Pútín myndu funda í Búdapest í næstu viku, eins og Trump hefur stungið upp á. Hann sagði að þó stemningin fyrir fundi væri jákvæð þyrfti að vinna mikla og erfiða undirbúningsvinnu fyrst. Það eru svipuð ummæli og heyrðust frá Moskvu eftir fund Trumps og Pútíns í Alaska í sumar, þegar Trump var að þrýsta á Pútín og reyna að fá hann til að funda með Selenskí. Slíkur fundur var aldrei haldinn. Peskóv sagði að engin tímasetning um mögulegan fund hefði verið ákveðin og því væri ekki hægt að segja að Rússar væru að fresta honum. Ekki væri hægt að fresta fundi sem hefði ekki verið ákveðinn enn. Hvernig kæmist Pútín til Búdapest? Hann talaði einnig um það hvernig Pútín ætti að komast til Ungverjalands. Til að komast þangað þyrfti Pútín að fljúga yfir Pólland og Slóvakíu eða Rúmeníu, svo einhver ríki séu nefnd. Pútín er eins og frægt er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og flest ríki Evrópu hafa þar að auki lokað lofthelgi fyrir rússneskum flugvélum. Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, sagði í viðtali í morgun að ef flugvél Pútíns yrði flogið inn í lofthelgi Póllands gæti henni verið snúið til Haag, þar sem höfuðstöðvar Alþjóðasakamáladómstólsins (ICC) eru. Flugvél Pútíns þyrfti því væntanlega að fara aðra leið. Ráðamenn í Ungverjalandi hafa heitið því að Pútín yrði ekki handtekinn við komuna þangað. Ungverjar eru aðilar að Rómarsáttmálanum, sem ICC byggir á en hafa sagt sig frá honum. Sú ákvörðun tekur þó ekki gildi fyrr en á næsta ári. Búlgarar hafa sagt að þeir myndu hleypa Pútín í gegnum lofthelgi þeirra, þó þeir séu einnig aðilar að Rómarsáttmálanum. Þá þyrfti Pútín þó einnig að komast gegnum lofthelgi Rúmeníu eða Serbíu. Peskóv sagði í morgun að fregnir af því að Pútín myndi mögulega ferðast í sömu flugvél og Trump til Búdapest væru skáldskapur. Það kæmi ekki til greina. Rússneskir peningar til Úkraínu Selenskí og nokkrir leiðtogar Evrópuríkja sendu í morgun út yfirlýsingu þar sem þeir sökuðu Pútín um að draga fæturna þegar kemur að friðarviðræðum. Þá mótmæltu þeir þeim kröfum Rússa að Úkraínumenn hörfi frá landi sem Rússar hafa ekki þegar hernumið, eins og Trump hefur lagt til. Í yfirlýsingunni sögðu áðurnefndir leiðtogar Evrópuríkja og Evrópusambandsins að þeir ætluðu sér að nota frystar eigur Rússlands í Evrópu til að styðja Úkraínu, þó uppi séu efasemdir um bæði afleiðingar þess og lögmæti, samkvæmt AP fréttaveitunni. Selenskí segir að til að koma á friði þurfi að auka þrýsting á Pútín. Það sé eina leiðin til að fá hann til að hætta stríðsrekstri sínum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í Washington.AP/Manuel Balce Ceneta
Rússland Bandaríkin Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að gefa eftir land til þess að ná fram friði í Úkraínu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu á föstudaginn. 20. október 2025 07:09 Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. 19. október 2025 21:18 Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að gefa eftir land til þess að ná fram friði í Úkraínu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu á föstudaginn. 20. október 2025 07:09
Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. 19. október 2025 21:18
Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38