Erlent

Fimm látnir í skot­á­rás Palestínu­manna í Jerúsalem

Kjartan Kjartansson skrifar
Ísraelskir sjúkraliðar flytja lík eins fórnarlamba árásarinnar á börum í Jersúsalem.
Ísraelskir sjúkraliðar flytja lík eins fórnarlamba árásarinnar á börum í Jersúsalem. AP/Mahmoud Illean

Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir að tveir palestínskir byssumenn hófu skothríð á strætisvagnastoppistöð í norðanverðri Jerúsalem í morgun. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en Hamas-samtökin hafa lýst yfir velþóknun á honum.

Þau látnu eru sagðir þrír karlmenn á fertugsaldri auk karls og konur á sextugsaldri, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. AP-fréttastofan segir fimmtán særða, þar af sex lífshættulega. Öryggisvörður og vegfarandi eru sagðir hafa skotið á byssumennina og fellt þá.

Árásin átti sér stað við fjölfarin gatnamót við norðanverðan inngang Jerúsalem. Gatan liggur að landtökubyggðum gyðinga í Austur-Jerúsalem.

Lögreglan segir að byssumennirnir hafi skotið á fólk sem beið eftir strætisvagni en ísraelskir fjölmiðlar halda því fram að mennirnir hafi einnig farið um borð í strætisvagn og skotið á farþegar í honum.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×