„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. september 2025 22:01 Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls. vísir/vilhelm Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir frá því í desember án árangurs. Vegna þessa hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, segir mikinn samhug vera meðal félagsmanna um næstu skref en undirbúningur að atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir. „Ég á von á því að það verði borin upp tillaga þess efnis, seinni part í vikunni. Sá hópur sem við höfum þegar heyrt í er mjög jákvæður fyrir því að ýta málinu áfram með aðgerðum.“ „Fullreynt án aðgerða“ Hún telur líklegt að niðurstaða um verkfall muni liggja fyrir innan næstu tveggja vikna. Hún segir þolinmæðina vera af skornum skammti. „Það er bara komin sú staða að það virðist vera fullreynt án aðgerða því miður. Það er mjög miður að við séum komin á þennan stað já. Ég sá það aldrei fyrir mér að þetta myndi verða svona þungt. Þetta er auðvitað mjög miður að vera komin í þessa stöðu.“ Vongóð um að samningar náist Stéttarfélögin hafa nú þegar hafnað tveimur tilboðum Alcoa en málinu var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Hjördís segir enn nokkuð langt á milli aðila. „Það hefur svo sem ýmsu verið kastað á milli aðila á þessum tíma. Síðasta tilboð var ekki þannig úr garði gert að samninganefndin hefði áhuga fyrir að semja á þeim nótum nei, það er bara þannig.“ Sex mánaða fyrirvari er áður en aðgerðir geta hafist samkvæmt samningi Alcoa. Hjördís kveðst vongóð um að semja áður en verkfall skellur á af fullum þunga. „Það er þessi fyrirvari sem eru sex mánuðir og síðan í framhaldi af því þá fyrst fer niðurkeyrslan að byrja og hún tekur allt að þremur mánuðum. Þetta er níu mánaða ferli. Það er nægur tími til að semja á þeim tíma en það hefur lítið gengið á síðustu, hvað eigum við að segja, níu mánuðum. Það stendur ekki á okkur og við höfum auðvitað væntingar til að ná samningum sem fyrst.“ Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fjarðabyggð Stéttarfélög Stóriðja Áliðnaður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira
Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir frá því í desember án árangurs. Vegna þessa hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, segir mikinn samhug vera meðal félagsmanna um næstu skref en undirbúningur að atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir. „Ég á von á því að það verði borin upp tillaga þess efnis, seinni part í vikunni. Sá hópur sem við höfum þegar heyrt í er mjög jákvæður fyrir því að ýta málinu áfram með aðgerðum.“ „Fullreynt án aðgerða“ Hún telur líklegt að niðurstaða um verkfall muni liggja fyrir innan næstu tveggja vikna. Hún segir þolinmæðina vera af skornum skammti. „Það er bara komin sú staða að það virðist vera fullreynt án aðgerða því miður. Það er mjög miður að við séum komin á þennan stað já. Ég sá það aldrei fyrir mér að þetta myndi verða svona þungt. Þetta er auðvitað mjög miður að vera komin í þessa stöðu.“ Vongóð um að samningar náist Stéttarfélögin hafa nú þegar hafnað tveimur tilboðum Alcoa en málinu var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Hjördís segir enn nokkuð langt á milli aðila. „Það hefur svo sem ýmsu verið kastað á milli aðila á þessum tíma. Síðasta tilboð var ekki þannig úr garði gert að samninganefndin hefði áhuga fyrir að semja á þeim nótum nei, það er bara þannig.“ Sex mánaða fyrirvari er áður en aðgerðir geta hafist samkvæmt samningi Alcoa. Hjördís kveðst vongóð um að semja áður en verkfall skellur á af fullum þunga. „Það er þessi fyrirvari sem eru sex mánuðir og síðan í framhaldi af því þá fyrst fer niðurkeyrslan að byrja og hún tekur allt að þremur mánuðum. Þetta er níu mánaða ferli. Það er nægur tími til að semja á þeim tíma en það hefur lítið gengið á síðustu, hvað eigum við að segja, níu mánuðum. Það stendur ekki á okkur og við höfum auðvitað væntingar til að ná samningum sem fyrst.“
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fjarðabyggð Stéttarfélög Stóriðja Áliðnaður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira