Erlent

Boðað til mót­mæla vegna vopnasýningar í Lundúnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bás breska dótturfélags ísraelska vopnaframleiðandans Elbit á DSEI sýningunni árið 2019.
Bás breska dótturfélags ísraelska vopnaframleiðandans Elbit á DSEI sýningunni árið 2019. Getty/Leon Neal

Búist er við því að mótmælendur muni fylkja liði fyrir utan Defence and Security Equipment International vörusýninguna sem hefst í Lundúnum á morgun.

Um er að ræða vörusýningu helstu vopnaframleiðenda heims en meðal 1.600 þátttakenda verður 51 fyrirtæki frá Ísrael og bandarískir framleiðendur vopna sem hafa verið notuð á Gasa.

Vörusýningin stendur yfir í fjóra daga og von er á ræðum frá John Healey, varnarmálaráðherra Bretlands, og háttsettum yfirmönnum breska hersins.

Emily Apple, fjölmiðlafulltrúi samtakanna Campaign Against Arms Trade, sakar bresk stjórnvöld um að hafa náð „hámarks meðsekt“ með því að heimila ísraelsku fyrirtækjunum þátttöku. Segir hún fyrirtækjunum þannig leyft að auglýsa vopn sín, sem hafi verið „prófuð“ með því að fremja þjóðarmorð.

Apple segist gera ráð fyrir að um 500 til 1.000 einstaklingar muni taka þátt í mótmælum þegar sýningin opnar á morgun. Tæplega 900 voru handteknir í mótmælum á laugardag til stuðnings samtökunum Palestine Action.

Guardian fjallar ítarlega um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×