Erlent

Skoða að banna trans fólki að eiga skot­vopn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hugmyndirnar eru sagðar skammt á veg komnar.
Hugmyndirnar eru sagðar skammt á veg komnar. AP

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skoðar nú að banna trans fólki að bera skotvopn, í kjölfar skotárásar í kaþólskum skóla í Minneapolis í síðustu viku. Tvö börn létust en 23 ára trans kona er grunuð um árásina.

Hún tók eigið líf á vettvangi.

Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post hefur það meðal annars verið rætt innan ráðuneytisins hvort kynami, eða það að vera trans, sé mögulega geðsjúkdómur. Þannig mætti færa rök fyrir því að banna trans fólki að eiga skotvopn, samkvæmt núgildandi skotvopnalöggjöf.

Hvíta húsið hefur staðfest að málið sé í skoðun í ráðuneytinu en það sé ekki á málaskrá forsetans.

Ríkisstjórn Donald Trump hefur nú þegar bannað trans fólki að þjóna í hernum og þá hafa stjórnvöld krafið sjúkrahús um persónuupplýsingar trans ungmenna.

Trump gerði sjálfur lítið úr því í kjölfar skotárásarinnar að árásarmaðurinn hefði mögulega verið trans og benti á að venjulega væru það einstaklingar sem væru ekki trans sem fremdu slíkar árásir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×