„Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2025 12:42 Albert Jónsson sérfræðingur í Alþjóðastjórnmálum segir Rússa ekki taka friðarviðræður alvarlega. Vísir/Arnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárásir frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Minnst fjórir eru látnir, þar á meðal ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir þetta enn eina staðfestinguna á að Rússar taki friðartal ekki alvarlega. „Staðfesting á því að Pútín eða Rússlandsstjórn hafi ekki breytt um stefnu í neinum grundvallaratriðum eða dregið úr kröfum sínum eða markmiðum í stríðinu. Þar stendur þetta. Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands, sem þýðir að Úkraína yrði ekki sjálfstætt, fullvalda ríki. Sem fyrr er enginn þrýstingur sem máli skiptir á Rússa frá Bandaríkjunum, sem er auðvitað annað lykilatriði,“ segir Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Undanfarið hafa Evrópuríkin haft til umræðu öryggistryggingar, til að mynda að senda friðargæsluliða tl Úkraínu en allt er það háð því að friður komist á, sem virðist ekki raunhæft í náinni framtíð. „Friðargæsluliðið sem verið er að tala um, það er akkúrat það, það er bara tal af hálfu Evrópuríkjanna. Enda liggur ekki fyrir pólitísk ákvörðun um það lykilatrið: Hvert yrði umboð og verkefni friðargæsluliðsins? Ef Rússar brjóta gegn vopnahléi, segjum sem svo, yrði brugðist við slíku broti með hervaldi af hálfu friðargæsluliðsins?“ segir Albert. „Það fengi líklega ekki slíkt umboð. Enda myndi það fela í sér stríð NATO-ríkja við Rússa. Það er sjálfsagt ekki meiningin. Þannig að þetta mál er uppi á einhverju skeri eins og ég sé það.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í liðinni viku að kæmu erlendir hermenn til Úkraínu yrðu þeir skotmark Rússa. Hann sagði jafnframt öryggistryggingar fyrir Úkraínu óþarfar, Rússum væri treystandi. „Þetta eru enn ein látalætin eins og að bjóða Selenskí til Moskvu til viðræðna. Þeir eru enn bara að gera grín að þessu Rússarnir og komast upp með það því miður.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52 Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17 Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
„Staðfesting á því að Pútín eða Rússlandsstjórn hafi ekki breytt um stefnu í neinum grundvallaratriðum eða dregið úr kröfum sínum eða markmiðum í stríðinu. Þar stendur þetta. Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands, sem þýðir að Úkraína yrði ekki sjálfstætt, fullvalda ríki. Sem fyrr er enginn þrýstingur sem máli skiptir á Rússa frá Bandaríkjunum, sem er auðvitað annað lykilatriði,“ segir Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Undanfarið hafa Evrópuríkin haft til umræðu öryggistryggingar, til að mynda að senda friðargæsluliða tl Úkraínu en allt er það háð því að friður komist á, sem virðist ekki raunhæft í náinni framtíð. „Friðargæsluliðið sem verið er að tala um, það er akkúrat það, það er bara tal af hálfu Evrópuríkjanna. Enda liggur ekki fyrir pólitísk ákvörðun um það lykilatrið: Hvert yrði umboð og verkefni friðargæsluliðsins? Ef Rússar brjóta gegn vopnahléi, segjum sem svo, yrði brugðist við slíku broti með hervaldi af hálfu friðargæsluliðsins?“ segir Albert. „Það fengi líklega ekki slíkt umboð. Enda myndi það fela í sér stríð NATO-ríkja við Rússa. Það er sjálfsagt ekki meiningin. Þannig að þetta mál er uppi á einhverju skeri eins og ég sé það.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í liðinni viku að kæmu erlendir hermenn til Úkraínu yrðu þeir skotmark Rússa. Hann sagði jafnframt öryggistryggingar fyrir Úkraínu óþarfar, Rússum væri treystandi. „Þetta eru enn ein látalætin eins og að bjóða Selenskí til Moskvu til viðræðna. Þeir eru enn bara að gera grín að þessu Rússarnir og komast upp með það því miður.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52 Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17 Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52
Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17
Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00