„Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2025 12:42 Albert Jónsson sérfræðingur í Alþjóðastjórnmálum segir Rússa ekki taka friðarviðræður alvarlega. Vísir/Arnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárásir frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Minnst fjórir eru látnir, þar á meðal ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir þetta enn eina staðfestinguna á að Rússar taki friðartal ekki alvarlega. „Staðfesting á því að Pútín eða Rússlandsstjórn hafi ekki breytt um stefnu í neinum grundvallaratriðum eða dregið úr kröfum sínum eða markmiðum í stríðinu. Þar stendur þetta. Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands, sem þýðir að Úkraína yrði ekki sjálfstætt, fullvalda ríki. Sem fyrr er enginn þrýstingur sem máli skiptir á Rússa frá Bandaríkjunum, sem er auðvitað annað lykilatriði,“ segir Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Undanfarið hafa Evrópuríkin haft til umræðu öryggistryggingar, til að mynda að senda friðargæsluliða tl Úkraínu en allt er það háð því að friður komist á, sem virðist ekki raunhæft í náinni framtíð. „Friðargæsluliðið sem verið er að tala um, það er akkúrat það, það er bara tal af hálfu Evrópuríkjanna. Enda liggur ekki fyrir pólitísk ákvörðun um það lykilatrið: Hvert yrði umboð og verkefni friðargæsluliðsins? Ef Rússar brjóta gegn vopnahléi, segjum sem svo, yrði brugðist við slíku broti með hervaldi af hálfu friðargæsluliðsins?“ segir Albert. „Það fengi líklega ekki slíkt umboð. Enda myndi það fela í sér stríð NATO-ríkja við Rússa. Það er sjálfsagt ekki meiningin. Þannig að þetta mál er uppi á einhverju skeri eins og ég sé það.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í liðinni viku að kæmu erlendir hermenn til Úkraínu yrðu þeir skotmark Rússa. Hann sagði jafnframt öryggistryggingar fyrir Úkraínu óþarfar, Rússum væri treystandi. „Þetta eru enn ein látalætin eins og að bjóða Selenskí til Moskvu til viðræðna. Þeir eru enn bara að gera grín að þessu Rússarnir og komast upp með það því miður.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52 Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17 Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
„Staðfesting á því að Pútín eða Rússlandsstjórn hafi ekki breytt um stefnu í neinum grundvallaratriðum eða dregið úr kröfum sínum eða markmiðum í stríðinu. Þar stendur þetta. Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands, sem þýðir að Úkraína yrði ekki sjálfstætt, fullvalda ríki. Sem fyrr er enginn þrýstingur sem máli skiptir á Rússa frá Bandaríkjunum, sem er auðvitað annað lykilatriði,“ segir Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Undanfarið hafa Evrópuríkin haft til umræðu öryggistryggingar, til að mynda að senda friðargæsluliða tl Úkraínu en allt er það háð því að friður komist á, sem virðist ekki raunhæft í náinni framtíð. „Friðargæsluliðið sem verið er að tala um, það er akkúrat það, það er bara tal af hálfu Evrópuríkjanna. Enda liggur ekki fyrir pólitísk ákvörðun um það lykilatrið: Hvert yrði umboð og verkefni friðargæsluliðsins? Ef Rússar brjóta gegn vopnahléi, segjum sem svo, yrði brugðist við slíku broti með hervaldi af hálfu friðargæsluliðsins?“ segir Albert. „Það fengi líklega ekki slíkt umboð. Enda myndi það fela í sér stríð NATO-ríkja við Rússa. Það er sjálfsagt ekki meiningin. Þannig að þetta mál er uppi á einhverju skeri eins og ég sé það.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í liðinni viku að kæmu erlendir hermenn til Úkraínu yrðu þeir skotmark Rússa. Hann sagði jafnframt öryggistryggingar fyrir Úkraínu óþarfar, Rússum væri treystandi. „Þetta eru enn ein látalætin eins og að bjóða Selenskí til Moskvu til viðræðna. Þeir eru enn bara að gera grín að þessu Rússarnir og komast upp með það því miður.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52 Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17 Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52
Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17
Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00