Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. september 2025 14:43 Frumvarpið hefur verið lagt fyrir Evrópuþingið á nýjan leik. Getty Harðar deilur standa yfir á Evrópuþinginu um löggjöf sem skyldar netveitur og samskiptaforrit til að skanna skilaboð notenda áður en þau eru dulkóðuð, en markmiðið er að greina efni sem tengist barnaníði og tilkynna um það. Andstæðingar frumvarpsins segja áformin brjóta gegn friðhelgi einkalífs og þau opni dyr fyrir víðtæka eftirlitsheimild yfir einkasamskiptum fólks. Frumvarpið heitir á ensku „Chat control“ eða CSAM reglugerðin, og kveður á um svokallaðar skannanir við uppruna skilaboða hjá samskiptaforritum áður en þau eru dulkóðuð, en andstæðingar hafa sagt áformin grafa gríðarlega undan gagnaöryggi borgara, fyrirtækja og stofnana. Frumvarpið var fyrst lagt fram í maí 2022 sem liður í átaki Evrópusambandsins gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Frumvarpið náði ekki í gegn vegna mikillar andstöðu ríkja eins og Þýskalands og Póllands, og var að lokum dregið til baka í júní 2024. Danmörk tók svo við forsæti í ráði Evrópusambandsins í sumar og lagði frumvarpið fram á nýjan leik, og þurfa ríki Evrópusambandsins að taka ákvörðun um afstöðu sína fyrir 12. september næstkomandi. Meðal andstæðinga frumvarpsins eru þingmenn úr ólíkum flokkum, en þar er að finna græningja, sósíaldemókrata, íhaldsflokka, og alls konar pírataflokka. Þýskaland og Pólland voru á móti frumvarpinu fyrst þegar það var lagt fram, en óljóst er með afstöðu nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands til málsins. Belgía, Tékkland, Austurríki, Holland, og Pólland eru meðal ríkja sem hyggjast greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Minnst fimmtán ríki hafa lýst yfir stuðningi við áformin en þeirra á meðal eru Frakkland, Ítalía, Spánn, Svíþjóð, Litháen, Kýpur og Írland. Í fyrirspurn frá Emmanoil Fragkos, grískum þingmanni Evrópuþingsins, lýsti hann þungum áhyggjum yfir áformunum og sagðist efast um að þau samrýmdust sjöundu grein mannréttindasáttmála Evrópusambandsins. „Með því að veikja dulkóðunarkerfin með þessum hætti verður mikil hætta á að netþrjótar eigi auðveldara með að ráðast á okkur, það verður auðveldara fyrir óvinveitt ríki að komast í kerfin okkar og það myndi skaða samkeppnishæfni rafræna hagkerfis okkar,“ segir hann. Stuðningsmenn frumvarpsins segja aftur á móti löggjöfina stórt skref í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Netfyrirtæki sjálf séu með mjög ólíkar reglur um það hvernig tilkynnt er um ólöglegt efni á þeirra síðum, og frumvarpið myndi leggja sömu reglur fyrir alla, og þar með muni komast upp um fleiri barnaníðsmál. Euronews Evrópusambandið Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Frumvarpið heitir á ensku „Chat control“ eða CSAM reglugerðin, og kveður á um svokallaðar skannanir við uppruna skilaboða hjá samskiptaforritum áður en þau eru dulkóðuð, en andstæðingar hafa sagt áformin grafa gríðarlega undan gagnaöryggi borgara, fyrirtækja og stofnana. Frumvarpið var fyrst lagt fram í maí 2022 sem liður í átaki Evrópusambandsins gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Frumvarpið náði ekki í gegn vegna mikillar andstöðu ríkja eins og Þýskalands og Póllands, og var að lokum dregið til baka í júní 2024. Danmörk tók svo við forsæti í ráði Evrópusambandsins í sumar og lagði frumvarpið fram á nýjan leik, og þurfa ríki Evrópusambandsins að taka ákvörðun um afstöðu sína fyrir 12. september næstkomandi. Meðal andstæðinga frumvarpsins eru þingmenn úr ólíkum flokkum, en þar er að finna græningja, sósíaldemókrata, íhaldsflokka, og alls konar pírataflokka. Þýskaland og Pólland voru á móti frumvarpinu fyrst þegar það var lagt fram, en óljóst er með afstöðu nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands til málsins. Belgía, Tékkland, Austurríki, Holland, og Pólland eru meðal ríkja sem hyggjast greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Minnst fimmtán ríki hafa lýst yfir stuðningi við áformin en þeirra á meðal eru Frakkland, Ítalía, Spánn, Svíþjóð, Litháen, Kýpur og Írland. Í fyrirspurn frá Emmanoil Fragkos, grískum þingmanni Evrópuþingsins, lýsti hann þungum áhyggjum yfir áformunum og sagðist efast um að þau samrýmdust sjöundu grein mannréttindasáttmála Evrópusambandsins. „Með því að veikja dulkóðunarkerfin með þessum hætti verður mikil hætta á að netþrjótar eigi auðveldara með að ráðast á okkur, það verður auðveldara fyrir óvinveitt ríki að komast í kerfin okkar og það myndi skaða samkeppnishæfni rafræna hagkerfis okkar,“ segir hann. Stuðningsmenn frumvarpsins segja aftur á móti löggjöfina stórt skref í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Netfyrirtæki sjálf séu með mjög ólíkar reglur um það hvernig tilkynnt er um ólöglegt efni á þeirra síðum, og frumvarpið myndi leggja sömu reglur fyrir alla, og þar með muni komast upp um fleiri barnaníðsmál. Euronews
Evrópusambandið Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira