Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2025 07:45 Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir það óásættanlegt að menn reyni að hafa áhrif á innri málefni konungdæmisins. EPA Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að kalla bandarískan erindreka í Danmörku á teppið í kjölfar umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins um tilraunir manna með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta til að hafa áhrif á Grænlandi. Í umfjöllun DR, sem birt var í dag, eru afhjúpaðar tilraunir manna, með tengsl við Bandaríkjaforseta, til að grafa undan ríkjasambandi Grænlands og Danmerkur. „Við sjáum að það eru erlendir aðilar sem sýna Grænlandi áhuga og núverandi stöðu þess í konungdæminu,“ segir Rasmussen í samtali við Ritzau. „Það ætti því ekki að koma okkur á óvart á næstunni að sjá tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á framtíð konungríkisins.“ Listi með grænlenskum stuðningsmönnum hugmynda Trump Ónafngreindir heimildarmenn DR fullyrða að menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta reyni nú að „lauma sér inn“ og hafa áhrif á stjórn Grænlands. Í umfjöllun DR segir að ekki sé hægt að fullyrða hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða fari eftir skipunum. Dönsk yfirvöld og ríkisstjórn landsins fylgjast þó grannt með mönnunum. Fram kemur að fyrr á árinu á bandarískur maður, með náin tengsl við Trump, að hafa tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum líkt og Trump hefur áður talað fyrir. Maðurinn á sömuleiðis að hafa tekið saman lista yfir grænlenska og danska andstæðinga Bandaríkjaforseta, að því er er segir í frétt DR. „Tilraunir til blanda sér í innri málefni konugsríkisins eru að sjálfsögðu óásættanlegar. Í ljósi þessa hef ég beðið utanríkisráðuneytið um að kalla sendifulltrúa [chargé d'affaires] Bandaríkjanna til fundar á Asiatisk Plads,“ segir Rasmussen og vísar þar til utanríkisráðuneytis Danmerkur í Kaupmannahöfn sem er að finna á Asiatisk Plads. 100 prósent öruggt Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að fara með stjórn Grænlands. „Við komum til með að fá Grænland. Já, það er 100 prósent öruggt,“ sagði Trump í samtali við NBC í mars. Sagði forsetinn þá að góðar líkur væru á að slíkt gæti gerst án þess að hervaldi yrði beitt, en hann vildi þó ekkert útiloka í þeim efnum. Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Norðurslóðir Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Í umfjöllun DR, sem birt var í dag, eru afhjúpaðar tilraunir manna, með tengsl við Bandaríkjaforseta, til að grafa undan ríkjasambandi Grænlands og Danmerkur. „Við sjáum að það eru erlendir aðilar sem sýna Grænlandi áhuga og núverandi stöðu þess í konungdæminu,“ segir Rasmussen í samtali við Ritzau. „Það ætti því ekki að koma okkur á óvart á næstunni að sjá tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á framtíð konungríkisins.“ Listi með grænlenskum stuðningsmönnum hugmynda Trump Ónafngreindir heimildarmenn DR fullyrða að menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta reyni nú að „lauma sér inn“ og hafa áhrif á stjórn Grænlands. Í umfjöllun DR segir að ekki sé hægt að fullyrða hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða fari eftir skipunum. Dönsk yfirvöld og ríkisstjórn landsins fylgjast þó grannt með mönnunum. Fram kemur að fyrr á árinu á bandarískur maður, með náin tengsl við Trump, að hafa tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum líkt og Trump hefur áður talað fyrir. Maðurinn á sömuleiðis að hafa tekið saman lista yfir grænlenska og danska andstæðinga Bandaríkjaforseta, að því er er segir í frétt DR. „Tilraunir til blanda sér í innri málefni konugsríkisins eru að sjálfsögðu óásættanlegar. Í ljósi þessa hef ég beðið utanríkisráðuneytið um að kalla sendifulltrúa [chargé d'affaires] Bandaríkjanna til fundar á Asiatisk Plads,“ segir Rasmussen og vísar þar til utanríkisráðuneytis Danmerkur í Kaupmannahöfn sem er að finna á Asiatisk Plads. 100 prósent öruggt Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að fara með stjórn Grænlands. „Við komum til með að fá Grænland. Já, það er 100 prósent öruggt,“ sagði Trump í samtali við NBC í mars. Sagði forsetinn þá að góðar líkur væru á að slíkt gæti gerst án þess að hervaldi yrði beitt, en hann vildi þó ekkert útiloka í þeim efnum.
Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Norðurslóðir Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira