Sakar sveitarstjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2025 21:58 Jón Trausti Reynisson svarar skrifum Einars Freys Elínarsonar fullum hálsi og segir hann stunda atvinnuróg og kælingu á umræðunni. Heiða Helgudóttir/Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Heimildarinnar sakar sveitastjóra Mýrdalshrepps um að skapa andrúmsloft þar sem ekki megi gagnrýna hluti. Sveitastjórinn leggi áhyggjur um íslensku að jöfnu við fordóma gegn börnum og lýsi umfjöllun Heimildarinnar sem einhliða þó hann hafi sjálfur verið viðmælandi í henni. Einar Freyr Elínarson, sveitastjóri Mýrdalshrepps, skrifaði skoðanagreinina „Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni“ á Vísi fyrr í dag þar sem hann sagði Heimildina vega að byggðinni, börnum hennar og fjölskyldu þeirra í umfjöllun sinni um neikvæð áhrif ferðamannaiðnaðarins í samfélaginu. Í sínu nýjasta tölublaði hefur Heimildin fjallað um fjöldaferðamennsku og hvernig hún kemur niður á þorpum víða á landsbyggðinni þar sem íslensk tunga hefur verið gerð brottræk og erlent vinnuafl verið innflutt í massavís. Tveir þriðju íbúa Víkur eru erlendir ríkisborgarar og langstærsta atvinnugrein bæjarins er ferðaþjónusta. Ljóst er að vinnuaflið sem þarf til að knýja öra uppbyggingu í bænum var ekki hægt að sækja í nágrannasveitir þannig að flestir aðfluttir íbúar koma að utan. Einar gengst við því að þessu fylgi ýmsar áskoranir en hann segir umfjöllun Heimildarinnar einhliða og úr takti við staðreyndir. Jón Trausti, blaðamaður og framvkæmdastjór útgáfufélags Heimildarinnar, svarar Einari í skoðanagreininni „Kæfandi klámhögg sveitarstjóra“ sem birtist á Vísi um hálf níu í kvöld. Þar segir hann að fáir myndu leggjast gegn þeirri staðhæfingu að ferðaþjónusta hafi haft gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag en að flest séu sammála um að áhrifin séu ekki öll jákvæð. Forsenda þess að gera megi betur sé að rúm sé fyrir gagnrýna umræðu um það sem megi fara betur. Gagnrýni lögð að jöfnu við fordóma „Hluti af því að rúm sé fyrir gagnrýna umræðu er að gagnrýni sé ekki lögð að jöfnu við fordóma, hatur eða annarlega hvata. Fólk á ekki að verða fyrir ásökunum um annarlegar hvatir, hatur eða jafnvel einhvers konar þátttöku í vanheilögu ráðabruggi, ef það leyfir sér að færa fram gagnrýni,“ skrifar Jón Trausti í greininni. „Það má sem sagt ekki vera ástand hóphugsunar, þar sem fólk er skipulega jaðarsett fyrir gagnrýnina. Þetta lærðum við líklega flest eftir íslenska efnahagshrunið, sem kom í kjölfar ástands þar sem gagnrýni var úrskurðuð andstæð íslenskum hagsmunum og þeir sem færðu hana fram sakaðir um að vinna gegn samstöðu þjóðarinnar,“ skrifar hann. Jón Trausti tekur síðan fyrir skoðanagrein Einars frá því í dag og viðtalið sem Vísir tók við hann í kjölfarið. Þar lýsi Einar umfjöllun Heimildarinnar sem „pólitískri aðför að ferðaþjónustunni“ sem „vegur að börnum“, er „grímulaust útlendingahatur“, „siðlaus“ og „veikir traust, dregur upp falsmynd og skapar óþarfa ótta og sundrung“. Einar tali um fréttaflutninginn sem pólitíska aðför og segi hann svo einhliða að hann geti varla átt að þjóna öðru en pólitískum tilgangi. „En einn af viðmælendum Heimildarinnar í umfjölluninni er hann sjálfur, sveitarstjórinn í Mýrdalshreppi,“ skrifar Jón Trausti. Sveitastjórinn virðist ekki hafa lesið blaðið og stundi atvinnuróg Jafnframt segir Jón Trausti að Einar Freyr Elínarson virðist ekki hafa lesið blað Heimildarinnar því hann haldi því fram í upphafi greinarinnar að Heimildin sé „vefmiðill“. „Því er hægt að álykta að hann þekki ekki vel samhengi umfjöllunarinnar í heild, enda yfirsást honum hann sjálfur, að því er virðist,“ skrifar Jón Trausti í pistlinum. „Fjölmiðlar eiga ekki að vera hluti af pólitískri baráttu. Heimildin er í dreifðri eignaraðild og hefur ekki tengsl við stjórnmálaflokka. Gerð er krafa um að blaðamenn komi hvergi að stjórnmálastarfi. Það er ekki alls staðar í íslenskum fjölmiðlum, sem sumir hverjir eru fjármagnaðir af hagsmunasamtökum og -aðilum sem niðurgreiða taprekstur í áratugi í samkeppni við aðra,“ skrifar Jón. Óháð blaðamennska sé aldrei hluti af stjórnmálum og ásökun þess efnis gegn fólki sé því ákveðinn atvinnurógur að sögn Jóns Trausta. Áhyggjur konu málaðar upp sem fordómar gegn börnum Jón Trausti segir sveitastjórann draga upp þá mynd að Heimildin hafi sýnt börnum fordóma sem byggi á klausu úr viðtali við nafngreindan íbúa í Vík í Mýrdal. „Þar deilir íbúinn, íslensk kona, upplifun sinni af því að búa í svona miklum ferðamannabæ á Íslandi. Hún segir að margir séu ánægðir með fjölda ferðamanna, en aðrir ekki. Hún hafi áhyggjur af ástandinu. Eitt af því sem hún nefnir er að 65% íbúa séu erlendir og því læri börn ekki endilega íslensku,“ skrifar Jón Trausti. „Þú talar bara ensku alls staðar. Það er dálítið skrítið. Nú er ég vön þessu en í rauninni er þetta fáránlegt. Maður ávarpar ekki einu sinni fólk á íslensku. Maður veit bara að það talar enginn íslensku,“ hefur Jón síðan eftir konunni. Jón Trausti segir ekki „röklega nauðsynlegt“ að töluð sé íslenska á Íslandi, en það sé þó ekki samasemmerki milli þess að kjósa heldur að íslenska sé töluð áfram og að hafa fordóma gegn börnum af erlendum uppruna. Ummæli konunnar sem sveitastjórinn segi siðlausa fordóma snúi að því hvernig það sé til skammar fyrir Íslendinga að börn í Vík í Mýrdal, sem hafi jafnvel búið þar alla ævi, tali enga íslensku sem muni koma niður á möguleikum þeirra síðar. Skrif sveitastjórans staðfesti áhyggjur íbúa Einnig tínir Jón Trausti til nokkur ummæli við konuna í viðtalinu þar sem hún lýsir andrúmsloftinu í bænum þar sem helst megi ekki gagnrýna ferðaþjónustuna eða ræða hana. Skoðanagrein sveitastjórans renni stoðum undir það að mati Jóns Trausta. „Það má þó segja um aðsenda grein Einars Freys Elínarsonar sveitarstjóra að hún er staðfesting á þessum hluta áhyggja íbúa í sveitarfélaginu hans, að þar sé ekki öruggt umhverfi til að tala um hlutina. Það ástand er núna formlega á hans ábyrgð. Kælingaráhrifin ná þó líklega út fyrir Mýrdalinn. Fólk virðist eiga að skilja að gagnrýni á áhrif ferðaþjónustunnar verði ekki liðin,“ skrifar Jón Trausti. „Þau sem eru ekki á þeirri skoðun að kæfa eigi niður gagnrýni eru hvött til að gera það sem sveitarstjórinn virðist ekki hafa gert: Að lesa blaðið fyrst og taka svo þátt í umræðunni, sem öll eru velkomin í og varðar alla Íslendinga.“ Mýrdalshreppur Fjölmiðlar Ferðaþjónusta Tengdar fréttir „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir Heimildina stunda „einhliða og einstaklega rætna herferð“ gegn íslenskri ferðaþjónustu og þeim sem reka ferðaþjónustufyrirtæki. Um sé að ræða lélega blaðamennsku sem byggi á upphrópunum, smellibeitu og „djúpstæðu hatri á atvinnulífinu“. 30. júlí 2025 18:08 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Einar Freyr Elínarson, sveitastjóri Mýrdalshrepps, skrifaði skoðanagreinina „Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni“ á Vísi fyrr í dag þar sem hann sagði Heimildina vega að byggðinni, börnum hennar og fjölskyldu þeirra í umfjöllun sinni um neikvæð áhrif ferðamannaiðnaðarins í samfélaginu. Í sínu nýjasta tölublaði hefur Heimildin fjallað um fjöldaferðamennsku og hvernig hún kemur niður á þorpum víða á landsbyggðinni þar sem íslensk tunga hefur verið gerð brottræk og erlent vinnuafl verið innflutt í massavís. Tveir þriðju íbúa Víkur eru erlendir ríkisborgarar og langstærsta atvinnugrein bæjarins er ferðaþjónusta. Ljóst er að vinnuaflið sem þarf til að knýja öra uppbyggingu í bænum var ekki hægt að sækja í nágrannasveitir þannig að flestir aðfluttir íbúar koma að utan. Einar gengst við því að þessu fylgi ýmsar áskoranir en hann segir umfjöllun Heimildarinnar einhliða og úr takti við staðreyndir. Jón Trausti, blaðamaður og framvkæmdastjór útgáfufélags Heimildarinnar, svarar Einari í skoðanagreininni „Kæfandi klámhögg sveitarstjóra“ sem birtist á Vísi um hálf níu í kvöld. Þar segir hann að fáir myndu leggjast gegn þeirri staðhæfingu að ferðaþjónusta hafi haft gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag en að flest séu sammála um að áhrifin séu ekki öll jákvæð. Forsenda þess að gera megi betur sé að rúm sé fyrir gagnrýna umræðu um það sem megi fara betur. Gagnrýni lögð að jöfnu við fordóma „Hluti af því að rúm sé fyrir gagnrýna umræðu er að gagnrýni sé ekki lögð að jöfnu við fordóma, hatur eða annarlega hvata. Fólk á ekki að verða fyrir ásökunum um annarlegar hvatir, hatur eða jafnvel einhvers konar þátttöku í vanheilögu ráðabruggi, ef það leyfir sér að færa fram gagnrýni,“ skrifar Jón Trausti í greininni. „Það má sem sagt ekki vera ástand hóphugsunar, þar sem fólk er skipulega jaðarsett fyrir gagnrýnina. Þetta lærðum við líklega flest eftir íslenska efnahagshrunið, sem kom í kjölfar ástands þar sem gagnrýni var úrskurðuð andstæð íslenskum hagsmunum og þeir sem færðu hana fram sakaðir um að vinna gegn samstöðu þjóðarinnar,“ skrifar hann. Jón Trausti tekur síðan fyrir skoðanagrein Einars frá því í dag og viðtalið sem Vísir tók við hann í kjölfarið. Þar lýsi Einar umfjöllun Heimildarinnar sem „pólitískri aðför að ferðaþjónustunni“ sem „vegur að börnum“, er „grímulaust útlendingahatur“, „siðlaus“ og „veikir traust, dregur upp falsmynd og skapar óþarfa ótta og sundrung“. Einar tali um fréttaflutninginn sem pólitíska aðför og segi hann svo einhliða að hann geti varla átt að þjóna öðru en pólitískum tilgangi. „En einn af viðmælendum Heimildarinnar í umfjölluninni er hann sjálfur, sveitarstjórinn í Mýrdalshreppi,“ skrifar Jón Trausti. Sveitastjórinn virðist ekki hafa lesið blaðið og stundi atvinnuróg Jafnframt segir Jón Trausti að Einar Freyr Elínarson virðist ekki hafa lesið blað Heimildarinnar því hann haldi því fram í upphafi greinarinnar að Heimildin sé „vefmiðill“. „Því er hægt að álykta að hann þekki ekki vel samhengi umfjöllunarinnar í heild, enda yfirsást honum hann sjálfur, að því er virðist,“ skrifar Jón Trausti í pistlinum. „Fjölmiðlar eiga ekki að vera hluti af pólitískri baráttu. Heimildin er í dreifðri eignaraðild og hefur ekki tengsl við stjórnmálaflokka. Gerð er krafa um að blaðamenn komi hvergi að stjórnmálastarfi. Það er ekki alls staðar í íslenskum fjölmiðlum, sem sumir hverjir eru fjármagnaðir af hagsmunasamtökum og -aðilum sem niðurgreiða taprekstur í áratugi í samkeppni við aðra,“ skrifar Jón. Óháð blaðamennska sé aldrei hluti af stjórnmálum og ásökun þess efnis gegn fólki sé því ákveðinn atvinnurógur að sögn Jóns Trausta. Áhyggjur konu málaðar upp sem fordómar gegn börnum Jón Trausti segir sveitastjórann draga upp þá mynd að Heimildin hafi sýnt börnum fordóma sem byggi á klausu úr viðtali við nafngreindan íbúa í Vík í Mýrdal. „Þar deilir íbúinn, íslensk kona, upplifun sinni af því að búa í svona miklum ferðamannabæ á Íslandi. Hún segir að margir séu ánægðir með fjölda ferðamanna, en aðrir ekki. Hún hafi áhyggjur af ástandinu. Eitt af því sem hún nefnir er að 65% íbúa séu erlendir og því læri börn ekki endilega íslensku,“ skrifar Jón Trausti. „Þú talar bara ensku alls staðar. Það er dálítið skrítið. Nú er ég vön þessu en í rauninni er þetta fáránlegt. Maður ávarpar ekki einu sinni fólk á íslensku. Maður veit bara að það talar enginn íslensku,“ hefur Jón síðan eftir konunni. Jón Trausti segir ekki „röklega nauðsynlegt“ að töluð sé íslenska á Íslandi, en það sé þó ekki samasemmerki milli þess að kjósa heldur að íslenska sé töluð áfram og að hafa fordóma gegn börnum af erlendum uppruna. Ummæli konunnar sem sveitastjórinn segi siðlausa fordóma snúi að því hvernig það sé til skammar fyrir Íslendinga að börn í Vík í Mýrdal, sem hafi jafnvel búið þar alla ævi, tali enga íslensku sem muni koma niður á möguleikum þeirra síðar. Skrif sveitastjórans staðfesti áhyggjur íbúa Einnig tínir Jón Trausti til nokkur ummæli við konuna í viðtalinu þar sem hún lýsir andrúmsloftinu í bænum þar sem helst megi ekki gagnrýna ferðaþjónustuna eða ræða hana. Skoðanagrein sveitastjórans renni stoðum undir það að mati Jóns Trausta. „Það má þó segja um aðsenda grein Einars Freys Elínarsonar sveitarstjóra að hún er staðfesting á þessum hluta áhyggja íbúa í sveitarfélaginu hans, að þar sé ekki öruggt umhverfi til að tala um hlutina. Það ástand er núna formlega á hans ábyrgð. Kælingaráhrifin ná þó líklega út fyrir Mýrdalinn. Fólk virðist eiga að skilja að gagnrýni á áhrif ferðaþjónustunnar verði ekki liðin,“ skrifar Jón Trausti. „Þau sem eru ekki á þeirri skoðun að kæfa eigi niður gagnrýni eru hvött til að gera það sem sveitarstjórinn virðist ekki hafa gert: Að lesa blaðið fyrst og taka svo þátt í umræðunni, sem öll eru velkomin í og varðar alla Íslendinga.“
Mýrdalshreppur Fjölmiðlar Ferðaþjónusta Tengdar fréttir „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir Heimildina stunda „einhliða og einstaklega rætna herferð“ gegn íslenskri ferðaþjónustu og þeim sem reka ferðaþjónustufyrirtæki. Um sé að ræða lélega blaðamennsku sem byggi á upphrópunum, smellibeitu og „djúpstæðu hatri á atvinnulífinu“. 30. júlí 2025 18:08 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
„Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir Heimildina stunda „einhliða og einstaklega rætna herferð“ gegn íslenskri ferðaþjónustu og þeim sem reka ferðaþjónustufyrirtæki. Um sé að ræða lélega blaðamennsku sem byggi á upphrópunum, smellibeitu og „djúpstæðu hatri á atvinnulífinu“. 30. júlí 2025 18:08