Innlent

Austur­land í á­falli, upp­stokkun í Val­höll og kjöt­súpa fyrir alla

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.

Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. Þar rýnum við einnig í stöðuna hjá Sjálfstæðisflokknum, þar sem þingflokksformaðurinn sagði af sér í gærkvöldið og nýr tekur við í dag.

Forsætisráðherra segir áhyggjur af því að Fjarðarheiðargöng færist neðar á forgangslista innviðaráðherra í nýrri samgönguáætlun vera skiljanlegar. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin, og málið til skoðunar.

Svo segjum við frá kjötsúpuhátið sem fer fram á Hvolsvelli um helgina, þar sem gestir fá eins mikið af ókeypis kjötsúpu og þeir geta í sig látið. 

Í íþróttunum förum við svo yfir stöðuna á EM í körfubolta, þar sem Ísland etur kappi við Belgíu, og vonast eftir sínum fyrsta sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×