Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Ráð­herra bregst snögg­lega við og mikið stuð í Húna­byggð

Utanríkisráðherra hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd komi saman á mánudaginn. Bæði formaður Framsóknarflokksins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins höfðu lagt fram beiðni um fund vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar ESB til landsins. Rætt verður við utanríkisráðherra í hádegisfréttum Bylgunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Staðan á Al­þingi og refsilaus vændiskaup

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis kveðst bjartsýnn á að greidd verði atkvæði um veiðigjaldafrumvarpið í dag en þriðja umræða hófst í dag eftir sögulega beitingu 71. greinar þingskapalaga í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Dramatík á Al­þingi og bílastæðablús hjá World Class

Stjórnarandstaðan brást harkalega við þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, greip til 71. greinar stjórnskipunarlaga og efndi til atkvæðagreiðslu um að stöðva 2. umræðu um veiðigjaldafrumvarpið og taka málið til atkvæðagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Hvammsvirkjun í upp­námi og ó­kyrrð hjá Play

Hæstiréttur hefur staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar segir að sótt verði um virkjunarleyfi á ný en framkvæmdastjóri Landverndar og formaður Náttúrugriða fagna niðurstöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Skráningar­gjöld, fylgis­tap og gettó á Gasa

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki upptekinn af áhrifum framgöngu stjórnarandstöðuflokkanna á fylgi þeirra. Aðeins þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði með dagskrártillögu við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld.

Innlent
Fréttamynd

Stutt í land í þinginu og spenna fyrir lands­leik

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málþóf stjórnarandstöðunna hafa leitt í ljós grundvallarbresti í frumvarpi um veiðigjöldin en minnihlutinn vill málið af dagskrá þingsins. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn. Prófessor í stjórnmálafræði telur stutt í land.

Innlent
Fréttamynd

Ógnar­hópar með tengsl við Kína, Aþena og hin­segin­hátíð í Hrís­ey

Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar Cert-is. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 

Innlent