Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. ágúst 2025 13:58 Vinstri græn mælast enn utan þings. Vísir/Samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna. Flokksráðsfundurinn fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag en flokksráðsfundir eru æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári. Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri flokksins, segir um 100 manns eiga sæti í flokksráði og að rúmlega 90 manns hafi skráð sig á fundinn. Sjá meira: Gjörólíkt gengi frá kosningum Vinstri græn mældust síðast með 4,2 prósent fylgi og kæmust því ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Óveðursskýið Jóhann Páll Guðmundur Ingi varaformaður flutti setningarræðu fundarins og fór þar um víðan völl. Hann fagnaði breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi á morgun en varði stærsta hluta ræðunnar í að gagnrýna Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra sem hann líkir við óveðursský sem hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Hann segir ráðherrann og ríkisstjórnina reka gallharða virkjanastefnu og sýna algert metnaðarleysi þegar kemur að friðlýsingum. „Þessi ríkisstjórn er alveg tilbúin að ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna og þjóna virkjanaaðilum í hvívetna. Þetta er óásættanlegt!“ segir Guðmundur Ingi. Sífellt meiri vonbrigði Guðmundur sakar Samfylkinguna um tvískinnung í málaflokknum. Umhverfisráðherra vilji ekki banna laxeldi í opnum kvíum þrátt fyrir ógnina sem af þeim stafar fyrir laxastofna landsins. „Ég hef alltaf viljað gefa fólki tækifæri til að sanna sig, en umhverfisráðherra Samfylkingarinnar veldur mér sífellt meiri vonbrigðum. Ég varð enn daprari þegar hann nýlega útilokaði ekki olíuleit og vinnslu, þrátt fyrir að stefna Samfylkingarinnar sé í samræmi við stefnu VG um að banna olíuvinnslu,“ segir Guðmundur. Hann segir Jóhann Pál einnig vera fyrsta ráðherrann til að leggja fram rammaáætlun án virkjanahugmynda í verndarflokki. Allar hugmyndir í verndarflokki hafi umhverfisráðherra lagt til að færa í biðflokk en hann hreyfi ekkert við nýtingarflokki. „Við VG mótmælum harðlega þessari aðför að rammaáætlun og náttúru Íslands. Ráðherrann er einungis að vinna fyrir virkjanaaðila, ekki fyrir almenning og ekki að almannahagsmunum,“ segir Guðmundur Ingi. Náttúran orðið undir hægrisveiflunni Jóhann Páll er líka sakaður um metnaðarleysi í friðlýsingum. Hann leggi aðeins til að sex þeirra 89 svæða sem Náttúrustofnun lagði til yrðu friðlýst. „Ég hlýt að spyrja: Hvað með Hálendisþjóðgarð, Dynjandisþjóðgarð og friðlýsingu víðerna? Hvað með að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar um að vernda 30% af landi og hafi fyrir árið 2030?“ „Nei, hægrisveiflan og iðnaðaröflin í Samfylkingunni hafa sannarlega orðið ofan á,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna. Vinstri græn Samfylkingin Umhverfismál Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Flokksráðsfundurinn fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag en flokksráðsfundir eru æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári. Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri flokksins, segir um 100 manns eiga sæti í flokksráði og að rúmlega 90 manns hafi skráð sig á fundinn. Sjá meira: Gjörólíkt gengi frá kosningum Vinstri græn mældust síðast með 4,2 prósent fylgi og kæmust því ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Óveðursskýið Jóhann Páll Guðmundur Ingi varaformaður flutti setningarræðu fundarins og fór þar um víðan völl. Hann fagnaði breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi á morgun en varði stærsta hluta ræðunnar í að gagnrýna Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra sem hann líkir við óveðursský sem hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Hann segir ráðherrann og ríkisstjórnina reka gallharða virkjanastefnu og sýna algert metnaðarleysi þegar kemur að friðlýsingum. „Þessi ríkisstjórn er alveg tilbúin að ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna og þjóna virkjanaaðilum í hvívetna. Þetta er óásættanlegt!“ segir Guðmundur Ingi. Sífellt meiri vonbrigði Guðmundur sakar Samfylkinguna um tvískinnung í málaflokknum. Umhverfisráðherra vilji ekki banna laxeldi í opnum kvíum þrátt fyrir ógnina sem af þeim stafar fyrir laxastofna landsins. „Ég hef alltaf viljað gefa fólki tækifæri til að sanna sig, en umhverfisráðherra Samfylkingarinnar veldur mér sífellt meiri vonbrigðum. Ég varð enn daprari þegar hann nýlega útilokaði ekki olíuleit og vinnslu, þrátt fyrir að stefna Samfylkingarinnar sé í samræmi við stefnu VG um að banna olíuvinnslu,“ segir Guðmundur. Hann segir Jóhann Pál einnig vera fyrsta ráðherrann til að leggja fram rammaáætlun án virkjanahugmynda í verndarflokki. Allar hugmyndir í verndarflokki hafi umhverfisráðherra lagt til að færa í biðflokk en hann hreyfi ekkert við nýtingarflokki. „Við VG mótmælum harðlega þessari aðför að rammaáætlun og náttúru Íslands. Ráðherrann er einungis að vinna fyrir virkjanaaðila, ekki fyrir almenning og ekki að almannahagsmunum,“ segir Guðmundur Ingi. Náttúran orðið undir hægrisveiflunni Jóhann Páll er líka sakaður um metnaðarleysi í friðlýsingum. Hann leggi aðeins til að sex þeirra 89 svæða sem Náttúrustofnun lagði til yrðu friðlýst. „Ég hlýt að spyrja: Hvað með Hálendisþjóðgarð, Dynjandisþjóðgarð og friðlýsingu víðerna? Hvað með að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar um að vernda 30% af landi og hafi fyrir árið 2030?“ „Nei, hægrisveiflan og iðnaðaröflin í Samfylkingunni hafa sannarlega orðið ofan á,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna.
Vinstri græn Samfylkingin Umhverfismál Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira