Innlent

Varðturnarnir á bak og burt

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Varðturnarnir vöktu mismikla lukku en þeir gáfu góða raun að sögn aðstandanda.
Varðturnarnir vöktu mismikla lukku en þeir gáfu góða raun að sögn aðstandanda. Vísir/Samsett

Varðturnarnir sem komið var upp til að sporna við vasaþjófnaði og vöktu misjöfn viðbrögð meðal borgarbúa eru nú á bak og burt. Um var að ræða tilraunaverkefni sem gekk, að sögn aðstandanda, prýðisvel. Það verður endurtekið.

Jón Hermannsson er framkvæmdastjóri öryggisfyrirtækisins Varnar sem leigði lögreglunni turnana umdeildu. Hann segir turnana hafa gefið góða raun og að til standi koma reyna þá aftur.

„Ef ég mætti skálda smá, þá um leið og [vasaþjófarnir] sáu þá reyndu þeir þetta ekki lengur. Þeir fluttu sig á önnur mið í öðru landi,“ segir Jón Hermannsson.

Turnarnir vöktu ekki mikla lukku meðal íbúa enda voru þeir í upphafi skærrauðir og þóttu þeir mörgum lýti í götumyndinni. Turnum var komið upp á Skólavörðustíg, Snorrabraut og víðar í miðborginni til að bregðast við aukinni virkni vasaþjófa sem herjuðu á ferðamenn.

Jón segir að turnarnir hafi verið fjarlægðir eftir verslunarmannahelgina en að þeir hafi gefið þvílíkt góða raun að þeir verði nýttir aftur seinna. Þeir hafi einnig verið komið tímabundið aftur upp á Menningarnótt og þeir verða einnig nýttir á Ljósanótt í Reykjanesbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×