Innlent

Vesturbæjarlaug opnar enn á ný

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Garðabæjarpotturinn svokallaði í Vesturbæjarlaug er oft þéttsetinn.
Garðabæjarpotturinn svokallaði í Vesturbæjarlaug er oft þéttsetinn. Reykjavíkurborg

Vesturbæjarlaug opnar aftur klukkan fjögur síðdegis í dag eftir stutta lokun.

Laugin lokaði um miðjan dag í gær eftir að í ljós kom að þrep ofan í laugina voru enn of hál og að það þyrfti að endursanda þau. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg gekk verkið vel.

Þetta er fagnaðarerindi fyrir borgarbúa en þetta er í þriðja sinn sem lauginni hefur verið lokað vegna framkvæmda undanfarna mánuði. Hún var lokuð í um tvo mánuði í sumar vegna viðgerða og skömmu eftir opnuna komu í ljós vankantar á málningarvinnu þar sem málningin var tekin að flagna af botni laugarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×