Innlent

Miklar tafir vegna um­ferðar­slyss í Hörgár­sveit

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Slysið í Hörgársveit í Öxnadal skammt frá Akureyri.
Slysið í Hörgársveit í Öxnadal skammt frá Akureyri. Vísir

Miklar umferðartafir eru í Hörgársveit á Norðurlandi vegna umferðarslyss. Vinna á vettvangi stendur yfir og búast má við frekari umferðartöfum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri má búast við talsverðum umferðartöfum vegna vinnu við slysstað.

Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um tildrög slyssins, fjölda bíla eða hvort alvarleg slys hafi orðið á fólki.

Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×