Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júlí 2025 13:24 Hér fer fólk yfir götuna. Gangbrautin er ómerkt. Vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð við Hamrastekk í Breiðholti þann 19. júní síðastliðinn, þar sem sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann. „Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess,“ segir í svörum við fyrirspurn fréttastofu, sem beindi þeirri spurningu til borgarinnar hvort til stæði að koma til móts við athugasemdir íbúa um gangbraut þar sem atvikið átti sér stað. Um er að ræða vegkafla þar sem tveir göngustígar mætast en engin gangbraut er máluð á götuna né að finna umferðarmerki til að vara ökumenn við að fara varlega. Unnið er að undirskriftasöfnun og þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sent erindi til borgarinnar vegna málsins. Reykjavíkurborg segir í svari sínu að unnið sé að því að „rýna aðstæður“ og skoða með hvaða hætti rétt er að bregðast við. Endanleg ákvörðun um til hvaða aðgerða verður gripið liggur hins vegar ekki fyrir. Hér fyrir neðan má finna svar borgarinnar í heild: „Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð þann 19. júní síðastliðinn í Hamrastekk. Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess. Reykjavíkurborg rýnir nú aðstæður og skoðar með hvaða hætti rétt er að bregðast við en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um í hverju aðgerðir munu felast. Reykjavíkurborg vinnur í samræmi við umferðaröryggisáætlun þar sem áhersla er á að vinna gegn því að fólk slasist alvarlega í umferðinni og þá sérstaklega að draga úr líkum á slysum hjá börnum og ungmennum. Á hverju ári er farið í nokkurn fjölda aðgerða til að bæta umferðaröryggi og hefur slysum á börnum fækkað marktækt á undanförnum árum. Dæmi um aðgerðir sem farið er í er t.a.m. að bæta götulýsingu, draga úr hraða ökutækja með hraðahindrunum, klippa gróður, merkja gangbrautir og endurleggja stíga til að bæta yfirsýn. Það er sýn borgarinnar að börn eiga að geta verið örugg á ferðum sínum um hverfi borgarinnar. Umferðaröryggi er samvinnu verkefni allra vegfarenda og lágur umferðarhraði er lykilatriði umferðaröryggis innan þéttbýlis. Því vill Reykjavíkurborg taka undir ákall lögreglunnar sem hefur birst í fjölmiðlum að undanförnu, um að ökumenn virði settan hámarkshraða.“ Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
„Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess,“ segir í svörum við fyrirspurn fréttastofu, sem beindi þeirri spurningu til borgarinnar hvort til stæði að koma til móts við athugasemdir íbúa um gangbraut þar sem atvikið átti sér stað. Um er að ræða vegkafla þar sem tveir göngustígar mætast en engin gangbraut er máluð á götuna né að finna umferðarmerki til að vara ökumenn við að fara varlega. Unnið er að undirskriftasöfnun og þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sent erindi til borgarinnar vegna málsins. Reykjavíkurborg segir í svari sínu að unnið sé að því að „rýna aðstæður“ og skoða með hvaða hætti rétt er að bregðast við. Endanleg ákvörðun um til hvaða aðgerða verður gripið liggur hins vegar ekki fyrir. Hér fyrir neðan má finna svar borgarinnar í heild: „Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð þann 19. júní síðastliðinn í Hamrastekk. Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess. Reykjavíkurborg rýnir nú aðstæður og skoðar með hvaða hætti rétt er að bregðast við en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um í hverju aðgerðir munu felast. Reykjavíkurborg vinnur í samræmi við umferðaröryggisáætlun þar sem áhersla er á að vinna gegn því að fólk slasist alvarlega í umferðinni og þá sérstaklega að draga úr líkum á slysum hjá börnum og ungmennum. Á hverju ári er farið í nokkurn fjölda aðgerða til að bæta umferðaröryggi og hefur slysum á börnum fækkað marktækt á undanförnum árum. Dæmi um aðgerðir sem farið er í er t.a.m. að bæta götulýsingu, draga úr hraða ökutækja með hraðahindrunum, klippa gróður, merkja gangbrautir og endurleggja stíga til að bæta yfirsýn. Það er sýn borgarinnar að börn eiga að geta verið örugg á ferðum sínum um hverfi borgarinnar. Umferðaröryggi er samvinnu verkefni allra vegfarenda og lágur umferðarhraði er lykilatriði umferðaröryggis innan þéttbýlis. Því vill Reykjavíkurborg taka undir ákall lögreglunnar sem hefur birst í fjölmiðlum að undanförnu, um að ökumenn virði settan hámarkshraða.“
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira