Innlent

Lögðu hald á mikið magn fíkni­efna og fleiri milljónir

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan lagði meðal annars hald á hálft kíló af kókaínu. Þessi mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Lögreglan lagði meðal annars hald á hálft kíló af kókaínu. Þessi mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni, fjögur kíló af marijúana og á annan tug milljóna króna í reiðufé við húsleit á nokkrum stöðum í umdæminu í vikunni.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að fjóri hafi verið handteknir í aðgerðunum. Í þeim hafi kannabisræktun á tveimur stöðum enn fremur verið stöðvuð. Hinir handteknu séu grunaðir um umfangsmikla og skipulagða sölu og dreifingu fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu, framleiðslu þeirra og peningaþvætti, meðal annars sölu fíkniefna í gegnum samfélagsmiðla.

Rannsókn málsins miði vel, en við aðgerðirnar hafi embættið notið aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra.

Líkt og greint var frá í gær var húsleit framkvæmd á tveimur stöðum í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Þar var um annað mál að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×