Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2025 11:38 Rúður voru brotnar til að hægt væri að komast inn við Austurbrún 21. Visir/Viktor freyr Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fréttastofa greindi í gær frá stórri lögregluaðgerð við Austurbrún í Reykjavík. Lögreglumenn brutu glerútidyrahurð tvíbýlis til að komast þangað inn og var lóðin girt af á meðan vettvangur var rannsakaður. Um svipað leyti var farið í aðra húsleit í Kópavogi. Aðgerðirnar voru framkvæmdar sem liður í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin teygir anga sína víða, og hefur húsleit einnig verið framkvæmd bæði á Raufarhöfn og Borgarnesi. Tveir voru handteknir í gær en öðrum þeirra var síðar sleppt lausum að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. „Við erum búin að fara í húsleit sex sinnum víðs vegar á landinu og erum að rannsaka mögulega skipulagða brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. Við erum með fimm í gæsluvarðhaldi og það er til skoðunar hvort við förum fram á gæsluvarðhald yfir þeim sjötta,“ segir Skarphéðinn. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort skipulagða brotastarfsemin snúi að fleiru en bara fíkniefnaframleiðslu. „Þetta er umfangsmikið og tímafrekt, eins og svona rannsóknir eru. En mikilvægt fyrir samfélagið,“ segir Skarphéðinn. Búið er að leggja hald á þónokkuð af fíkniefnum og tækjum til fíkniefnaframleiðslu, en engin vopn. „Þetta er mál sem teygir anga sína víða, eins og fram hefur komið. Það eru margir sem tengjast málinu á mörgum stöðum,“ segir Skarphéðinn. Var þetta síðasta aðgerðin eða áttu von á að það verði ráðist í fleiri aðgerðir vegna rannsóknarinnar? „Ég bara get ekki svarað því eins og staðan er. Málið er enn til rannsóknar og við verðum að sjá til hvert það leiðir okkur.“ Lögreglumál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Fréttastofa greindi í gær frá stórri lögregluaðgerð við Austurbrún í Reykjavík. Lögreglumenn brutu glerútidyrahurð tvíbýlis til að komast þangað inn og var lóðin girt af á meðan vettvangur var rannsakaður. Um svipað leyti var farið í aðra húsleit í Kópavogi. Aðgerðirnar voru framkvæmdar sem liður í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin teygir anga sína víða, og hefur húsleit einnig verið framkvæmd bæði á Raufarhöfn og Borgarnesi. Tveir voru handteknir í gær en öðrum þeirra var síðar sleppt lausum að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. „Við erum búin að fara í húsleit sex sinnum víðs vegar á landinu og erum að rannsaka mögulega skipulagða brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. Við erum með fimm í gæsluvarðhaldi og það er til skoðunar hvort við förum fram á gæsluvarðhald yfir þeim sjötta,“ segir Skarphéðinn. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort skipulagða brotastarfsemin snúi að fleiru en bara fíkniefnaframleiðslu. „Þetta er umfangsmikið og tímafrekt, eins og svona rannsóknir eru. En mikilvægt fyrir samfélagið,“ segir Skarphéðinn. Búið er að leggja hald á þónokkuð af fíkniefnum og tækjum til fíkniefnaframleiðslu, en engin vopn. „Þetta er mál sem teygir anga sína víða, eins og fram hefur komið. Það eru margir sem tengjast málinu á mörgum stöðum,“ segir Skarphéðinn. Var þetta síðasta aðgerðin eða áttu von á að það verði ráðist í fleiri aðgerðir vegna rannsóknarinnar? „Ég bara get ekki svarað því eins og staðan er. Málið er enn til rannsóknar og við verðum að sjá til hvert það leiðir okkur.“
Lögreglumál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira