Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júní 2025 07:10 Kennedy er þekktur efasemdamaður þegar kemur að bólusetningum. AP/Jacquelyn Martin Fram kom á fyrsta fundi nýrrar ráðgjafarnefndar Bandaríkjanna um bólusetningar í gær að nefndin hyggist endurskoða bólusetningar barna og unglinga, sem hafa tíðkast um árabil. Það vakti mikla athygli og gagnrýni þegar Robert F. Kennedy Jr., heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Donald Trump, rak alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndarinnar fyrr í mánuðinum og skipaði átta nýja í þeirra stað. Af þeim afþakkaði einn skipunina skömmu fyrir fyrsta fundinn í gær, þannig að sjö voru viðstaddir. Ákvörðun Kennedy um nýja skipan nefndarinnar var harðlega gagnrýnd en í henni eiga sæti þekktir efasemdamenn um bólusetningar. Formaður nefndarinnar er Martin Kulldorff, sem sagði við upphaf fundarins í gær að hann hefði misst stöðu sína sem prófessor við Harvard háskóla þegar hann neitaði að þiggja bólusetningu við Covid-19. Kulldorff sagði nefndina hafa í hyggju að setja á laggirnar vinnuhópa til að endurskoða bólusetningar barna og bóluefni sem hefðu verið samþykkt fyrir meira en sjö árum. Þá sagði hann í bígerð að endurskoða sérstaklega bólusetningar nýbura gegn lifrarbólgu B og bólusetningar gegn mislingum. BBC hefur eftir Bill Hanage, prófessor í faraldsfræðum við TH Chan School of Public Health við Harvard háskóla, segir enga rökrétta ástæðu fyrir því að endurskoða notkun bóluefna sem hafa verið í notkun í mörg ár. Það sé aðeins til þess að vekja efasemdir um þá ákvörðun að leyfa bóluefnin á sínum tíma. Þá hefur sú ákvörðun nefndarinnar að fjalla sérstaklega um notkun thimerosal í bóluefnum á fundi í dag vakið nokkra athygli en um er að ræða rotvarnarefni sem hefur ekki verið notað í flestum bóluefnum í marga áratugi. Mun nefndin hlýða á tölu Lyn Redwood um notkun timerosal en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri Children´s Health Defence, samtaka sem berjast gegn bólusetningum og Kennedy fór fyrir. Bill Cassidy, sem er læknir, öldungadeildarþingmaður og flokksbróðir Kennedy, hefur gagnrýnt skipan ráðgjafarnefndarinnar og segir hópinn bæði of fámennan og skorta ýmsa sérfræðiþekkingu. Cassidy hafði uppi efasemdir um skipun Kennedy sem heilbrigðisráðherra, vegna afstöðu síðarnefnda til bólusetninga. Bandaríkin Bólusetningar Heilbrigðismál Donald Trump Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Það vakti mikla athygli og gagnrýni þegar Robert F. Kennedy Jr., heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Donald Trump, rak alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndarinnar fyrr í mánuðinum og skipaði átta nýja í þeirra stað. Af þeim afþakkaði einn skipunina skömmu fyrir fyrsta fundinn í gær, þannig að sjö voru viðstaddir. Ákvörðun Kennedy um nýja skipan nefndarinnar var harðlega gagnrýnd en í henni eiga sæti þekktir efasemdamenn um bólusetningar. Formaður nefndarinnar er Martin Kulldorff, sem sagði við upphaf fundarins í gær að hann hefði misst stöðu sína sem prófessor við Harvard háskóla þegar hann neitaði að þiggja bólusetningu við Covid-19. Kulldorff sagði nefndina hafa í hyggju að setja á laggirnar vinnuhópa til að endurskoða bólusetningar barna og bóluefni sem hefðu verið samþykkt fyrir meira en sjö árum. Þá sagði hann í bígerð að endurskoða sérstaklega bólusetningar nýbura gegn lifrarbólgu B og bólusetningar gegn mislingum. BBC hefur eftir Bill Hanage, prófessor í faraldsfræðum við TH Chan School of Public Health við Harvard háskóla, segir enga rökrétta ástæðu fyrir því að endurskoða notkun bóluefna sem hafa verið í notkun í mörg ár. Það sé aðeins til þess að vekja efasemdir um þá ákvörðun að leyfa bóluefnin á sínum tíma. Þá hefur sú ákvörðun nefndarinnar að fjalla sérstaklega um notkun thimerosal í bóluefnum á fundi í dag vakið nokkra athygli en um er að ræða rotvarnarefni sem hefur ekki verið notað í flestum bóluefnum í marga áratugi. Mun nefndin hlýða á tölu Lyn Redwood um notkun timerosal en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri Children´s Health Defence, samtaka sem berjast gegn bólusetningum og Kennedy fór fyrir. Bill Cassidy, sem er læknir, öldungadeildarþingmaður og flokksbróðir Kennedy, hefur gagnrýnt skipan ráðgjafarnefndarinnar og segir hópinn bæði of fámennan og skorta ýmsa sérfræðiþekkingu. Cassidy hafði uppi efasemdir um skipun Kennedy sem heilbrigðisráðherra, vegna afstöðu síðarnefnda til bólusetninga.
Bandaríkin Bólusetningar Heilbrigðismál Donald Trump Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent